Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 10
a FRJALS VERZLUN skrifaðir úr Kennaraskóla fslands höfðu kennararéttindi, og sagðist hann ekki geta neitað mér um þau, þar eð ég hefði miklu lengri skóla að baki. Nokkru síðar hafði Ásgeir aftur tal af mér og sagði þá að stofna ætti héraðsskóla að Laugarvatni, og Guðmundur Ól- afsson, kennari á Akranesi, vildi gera tilraun til að flytjast þangað. Ræddi hann um það við mig, hvort ég vildi ekki næsta vetur taka að mér kennslu hans á Akranesi. — Tók ég ekki ólíklega í það. Þetta sumar voru Alþingiskosn- ingar. f framboði á ísafirði voru Haraldur Guðmundsson og séra Sigurgeir Sigurðsson síðar biskup. Var hann utan flokka, en studdur af íhaldsfJokknum. Um þetta leyti kom Haraldur að máli við mig og sagði, að hann hefði álitið, að kosningabaráttan væri á enda og fundarhöldum lokið. Vilmund- ur Jónsson og Finnur Jóns- son væru á fundum í Norður- ísafjarðarsýslu, en Sigurgeir hefði nú boðað til fundar í sam- komuhúsinu með boðsbréfi, og nú vildi Haraldur efna til útifund- ar, en vantaði ræðumenn. Hann hafði mig grunaðan um að vera vinstrisinnaðan, og lét ég dragast inn í þetta. Hélt ég ræðu, talaði á útifundinum af saltfiskgrinda- stafla á Riistúni. Þetta voru fyrstu afskipti mín af stjórnmálum. Síðar kom Ásgeir Ásgeirsson að máli við mig. Sagði hann, að nú væri ekki gott í efni, því að mikl- ar æsingar væru á Akranesi. Frétzt hefði, að ég hefði talað fyr- ir Harald Guðmundsson, og skóla- nefndin á Akranesi með Ólaf Fin- sen lækni í fararbroddi kærði sig ekkert um nýja kennarann — slíkan Jónasardindil. Svo heitt var í kolunum á Skaganum, sem var mjög íhaldssamur bær. Það varð þó að ráði, að ég fór til Akra- ness og hitti Ólaf og Svövu Þor- leifsdóttur, skólastjóra. Morgun- inn eftir hófst kennslan, og allir nemendurnir voru mættir þrátt fyrir hótanir Ólafs, um að foreldr- ar mundu ekki senda börnin i skóla til nýja kennarans. Þegar veturinn var á enda. var mér boð- ið að vera næsta vetur, en ég haín- aði því, þar eð mér bauðst skóla- stjórastaðan í Súðavík. Þar dvald- ist ég til 1930. í Súðavík hafði nýlega verið stofnað verkalýðsfélag, og veitlu því forstöðu Halldór Guðmunds- son og Helgi Jónsson, bláfátækir barnamenn. Voru þeir ekki teknir í vinnu, nema brýna þörf væri og sultu fjölskyldur þeirra. Þeir komu til mín og báðu mig ásjár og aðstoðar, þar eð ég væri óháð- ur atvinnurekendunum. Ég stóðst ekki hjálparbeiðni mannanna og gekk í félagið og varð formaður þess, enda vann ég á sumrin og hafði þess vegna rétt til þátttöku í félaginu. Við fórum í hörkuverk- fall, og þar var barizt um samn- ingsrétt verkalýðsfélagsins. Barð- ist ég þá á nóttunni, en kenndi á daginn. Lyktaði verkfallinu með algjörum sigri okkar og undirrit- un samninga. Þar með var Hannibal Valdi- marsson kominn út í verkalýðs- baráttuna. Brátt varð frægur viða um sveitir hinn frækilegi sigur í Súðavík og 1931 var Hannibal ráðinn sem erindreki Alþýðusam- bands Vestfjarða. Fyrsta verkefn- ið var að fara til Bolungavikur og stofna þar félag. Tvisvar hafði verið gerð tilraun til þess áður, en félagið lognaðist ávallt út af. Er Hannibal stofnaði félagið, hækk- uðu atvinnurekendur kaupið um 5 aura. Það átti að sýna, hve óþarft félagið var. En Hannibai fór í verkfall og þá gerðist það, að hann var tekinn höndum og fluttur nauðugur til ísafjarðar. — Þannig var — segir Hannibal, að Djúpbáturinn var að fara með Karlakór ísafjarðar í söngför til Bolungavíkur og Súðavíkur. Þetta var á sunnudagsmorgni, og ég ákvað rð fara með og heimsækja kunningja. Er til Bolungavíkur kom, var mér boðið í kaffi til afgreiðslumanns Djúpbátsins, en ég hafði ekki dvalið þar lengi, er mannsöfnuður með Högna Gunn- arsson í broddi fylkingar kom og sagði, að nærveru minnar væri ekki óskað í þorpinu. Bátur lægi við brimbrjótinn og í hann ætti ég að fara og yrði ég fluttur inn til ísafjarðar. Ég sagðist einskis farkosts þurfandi. Ég væri með Djúpbátnum og færi með honum, eins og ráðgert hefði verið. En er Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.