Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 34
32 FRJALS VERZLUN RUNÓLFUR ÞORGEIRSSON: BIFREIÐATRYGGINGAR Lögboðin ábyrgSartrygging fylgir hverri bifreiS. Húftryggingar og ÖF-tryggingar eru frjálsar. í grein Stefáns G. Björnssonar, framkvæmdastjóra, hér að fram- an, hefur þess verið getið, að bif- reiðadeild S j óvátryggingarf élags- ins hóf störf 2. jan. 1937. Þá voru liðin 10 ár frá því að bifreiðaeig- endum var með lögum gert að skyldu að ábyrgðartryggja bifreið- ir sínar (lög nr. 56/1926). Félag- ið hafði ekki talið tímabært að taka að sér þessar vátryggingar þegar þær voru lögboðnar. Hins- vegar mun eitt danskt félag þá hafa verið búið að hasla sér völl hér í þessari vátryggingagrein og annað kom fljótlega til sögunnar. Voru þetta félögin ,,Baltica“ og ..Danske Lloyd“. Snemma á árinu 1936 leitaði hið síðarnefnda til Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. og óskaði eftir samstarfi um þessa vátryggingagrein. Leiddu tilmæl- in til þess, að Sjóvátryggingar- félagið tók að sér áhættu á bifreiðatryggingum þessa félags, frá kl. 12 á hádegi 1. jan. 1937. BIFREIÐ AF J ÖLDINN. Bifreiða- og bifhjólaeign lands- manna var um 2000 ökutæki 1. jan. 1937, eða sem næst eitt öku- tæki á hverja 58 íbúa. Sjóvá- tryggingarfélag íslands sá um vá- tryggingu á ca. 60% af þessum fjölda, eða um 1200 ökutækjum. Sé reiknað með, að fyrsta árið hafi hlutur félagsins af heildarið- gjöldum landsmanna fyrir ábyrgð- artryggingar bifreiða svarað til hlutar þess af heildar ökutækja- fjöldanum, hafa landsmenn greitt um 150 þús. krónur fyrir þessar vátryggingar það ár, eða ca. kr. 1.30 á íbúa. Til samanburðar má geta þess, að 1. jan. 1968 er talið að 42.394 bifreiðir og bifhjól hafi verið í eign landsmanna, auk 1154 reiðhjóla með hjálparvél. Svarar það til þess, að 4—5 íbúar séu um hvert ökutæki. Heildariðgjöldin fyrir lögboðnu ábyrgðartrygging- una árið 1968 munu sennilega verða rúmar 120 millj. króna, eða um kr. 600.00 á hvern íbúa. Runólfur Þorgeirsson. HÆTTUEIGINLEIKAR BIFREIÐARINNAR. Fljótlega eftir að notkun bif- reiðarinnar fór að aukast, virðast menn hafa gert sér grein fyrir hinum sérstöku hættueiginleikum hennar. Hefur reynslan líka orðið sú, eins og alkunna er, að þessu þarfa tæki fylgir mikil slysa- og tjónahætta. Upphaflega stafaði þessi hætta meðal annars af ýms- um annmörkum á aksturseigin- leikum og öryggistækjabúnaði bifreiðanna ásamt því að þær samrýmdust illa þeirri umferð og þeim umferðaræðum, sem fyrir voru. Tæknilega hefur bifreiðin orðið öruggari með hverju ári. Jafnframt eru stöðugt gerðar end- urbætur á umferðaræðum, um- ferðarreglur hafa verið settar og endurskoðaðar og leiðbeiningar um akstur aukast stöðugt, bæði í löggæzlu, umferðarmerkjum og áróðri. En þessu fylgja jafnframt bætt skilyrði til hraðari aksturs. Virðist þróunin því víða hafa orð- ið sú, að það, sem ávinnst í fækk- un tjóna, tapast aftur í því, að afleiðingar einstakra tjóna verða meiri. T. d. virðist slysum í farar- tækjum, sem lenda í árekstri. stöðugt fjölga. Ýmislegt bendir til, að þessi þróun eigi sér einnig stað hér, enda þótt hún sé skemmra á veg komin en víða annars staðar. SKAÐABÓTAREGLUR. Til að gera stutta grein fyrir sérreglum um skaðabótaskyldu bifreiðaeigenda og annara þeirra, sem bótaábyrgð getur fallið á vegna slyss eða tjóns af notkun bifreiðar, verður ekki hjá því komizt að endurtaka hér grund- vallaratriði hinna almennu reglna um skaðabótaskyldu, sem betur eru skýrð í greininni um almenna ábyrgðartryggingu. Almenn skaðabótaskylda bygg- ist á sök. Sökin byggist að jafn- aði á verknaði, sem telst saknæm- ur, eða á því, að nauðsynlegar var- úðaráðstafanir eru ekki gerðar í tæka tíð. Þessari skaðabótaskyldu út af sök fylgir að sjálfsögðu það, að sökin verður að vera upplýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.