Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 35

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 35
FRJÁLS VERZLUN 33 (sönnuð). Sá, sem verður fyrir tjóni, getur því aðeins orðið að- njótandi bóta frá öðrum, að hann sýni fram á, í hverju sökin er Fyrsta lögboðna ráðstöfunin til að treysta rétt þeirra, sem urðu fyrir tjónum af völdum bifreiða, var að snúa sönnunarreglunni við. BIFREIMTRyG6IN6fíR 1931- /967 o—o IÐGJÖLD ^ X—X TJÓN LÓSfíRlþMfl- —P- IDGJFLDfl-OG TJÓNfl- fólgin. Áður en vikið er að sér- reglum umferðarlaganna, ber að leggja á það áherzlu, að sérregl- ur laga nema ekki úr gildi þess- ar almennu reglur. Sérregiur herða að jafnaði almennu reglurn- ar um skaðabótaskyldu. Var þá sá, sem ábyrgð bar á bif- reiðinni eða ók henni, þegar slys bar að höndum, skaðabótaskyld- ur, nema hann sannaði, að slysinu hefði ekki verið unnt að afstýra. Jafnframt gat hann losnað undan ábyrgðinni, að nokkru eða jafn- vel öllu leyti, ef hann sannaði, að sá, sem fyrir tjóninu varð, ætti sjálfur sök á því. Með setningu umferðarlaganna árið 1958 er skaðabótareglu þess- ari breytt og tekin upp reglan um hlutlæga (objektiv) bótaábyrgð. Hlutlæga bótaábyrgðarreglan het- ur það í för með sér, að öll slys, sem verða af notkuu bifreiðar, nema slys á ökumönnum, svo og á farþegum í einkabifreiðum, eru bótaskyld. Þó má lækka skaða- bætur eða fella þær alveg niður, ef sá, sem fyrir slysinu verður, á sök á því sjálfur. í reyndinni er það svo, að flest slys, sem heyra undir hlutlægu regluna, eru bætt að verulegu leyti. Eins og fyrr segir, gildir hlutlæga reglan hvorki um slys á farþegum í einkabifreiðum né á ökumönnum bifreiða. Hinir fyrrnefndu eiga rétt til bóta skv. almennum skaðabótareglum og nægja þær til þess, að allur þorri slysa í einka- bifreiðum er bótaskyldur. Jafnframt hlutlægu ábyrgðar- reglunni var tekin upp sérregla um bætur fyrir tjón á ökutækjum við árekstur milli þeirra. Skal meta sök aðila á árekstri og bæta tjón þeirra í hlutfalli við sakar- matið. Þegar ökumaður er talinn eiga alla sök á árekstri, fellur tjón hans óbætt á hann sjálfan, bæði skemmdir á ökutækinu og slys á honum sjálfum, nema hann hafi tryggt sig sérstaklega, t. d. húf- tryggt bifreiðina og slysatryggt sjálfan sig. Allir ökumenn eru þó slysatryggðir hjá Tryggingastofn- un ríkisins, slysatryggingadeild, en bætur þær, sem sú trygging greiðir, eru í flestum tilvikum lágar, samanborið við bætur, sem almennt eru greiddar skv. reglum skaðabótarréttarins. VÁTRYGGINGASKYLDA OG VÁTRYGGINGAUPPHÆÐIR. Það var ekki fyrr en með lög- um frá 1926 að bifreiðaeigendum var gert skylt að vátryggja sig gegn þesssari bótaskyldu með ábyrgðartryggingu. Hin lögboðna vátryggingai'upphæð var þá kr. 3.000,00 fyrir fyrstu bifreið hvers aðiia og síðan kr. 1.000,00 fyrir hverja bifreið umfram eina i eigu sama aðila, en kr. 1.500,00 fyrir bifhjól. Strax árið eftir

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.