Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 49
FRJAL5 VERZLUN 47 FAGRAR UMBUÐIR - EN MISJAFNT INNIHALD Alls kyns fegrunarlyí fyrir konur eru seld í glœsilegum umbúðum, en a8 áliti sérfrœðinga er innihaldið ekki alltaf í samrœmi við úfilit umbúðanna. Ef trúa ætti auglýsingum í dag- blöðum, kvikmyndahúsum og sjónvarpi um alls konar fegrunar- lyf. væri eðlilegt að halda, að það sé konunni að kenna, ef hún er ekki falleg og vel útlítandi. Ef hörund hennar er ekki eins og rós- arblað, hendur hennar ekki mjúk- ar sem silki, og ef augu hennar ljóma ekki, — virðist það einung- is vegna þess, að hún hefur ekki keypt réttar tegundir af farða, púðri, ilmvötnum, varalit eða nær- ingarkremi. Árlega kaupa konur í heimin- um snyrtivörur og fegrunarlyf fyrir þúsundir milljóna króna og telja sumir, að það sé meira gert til þess að bæta sálarástandið en hörund og útlit. Þær kaupa ótrú- lega margar smálestir af fögrum fyrirheitum, sem lítil von er til að verði uppfyllt. í Bandaríkjun- um einum er áætlað, að keyptar séu um 70 þúsund lestir af hreins- unarkremi, um 40 þúsund lestir af andlitsförðum og um 30 þúsund lestir af alls kyns „fegrunar“- sánum. Bandarískur blaðamaður snéri sér nýlega til nokkurra þekktra hörundssérfræðinga þar í landi og spurði þá, hvað konur fengju raunverulega fyrir alla þá pen- inga, sem þær verja til kaupa á fegrunarvörum, og einnig lét hann þá efnagreina mörg þekkt fegr- unarlyf. Niðurstaðan varð sú, að skýringar og auglýsingar framleið- endanna um meiri fegurð voru álíka nærri sanni og tilvera karls- ins í tunglinu. Sérfræðingar í húðsjúkdómum eru ekkert hrifnir af þessu skrumi. Þeir álíta flest fegrunarlyf skað- laus, en segja, að þau séu seld langt ofan við sannvirði og geti engan veginn uppfyllt þau loforð, sem framleiðendur þeirra gefa i auglýsingum og leiðarvísum. Þeir mótmæla þeim misskilningi. sem auglýsingarnar hafa skapað, að hörund konunnar sé ákaflega við- kvæmt líffæri, sem verði að smyrja með feiti og næringarefn- um, ef það eigi að halda fegurð sinni. Þeir segja. að hörundið sé vatnshelt og þoli ótrúlega með- ferð, án þess að það láti á sjá. En það tekur ekki næringu. eins og sagt er í auglýsingunum. Það nær- ist innanfrá og útlit þess endur- sneglar innra heilbrigðisástand einstaklingsins. Og þessir sérfræð- ingar fullyrða allir, að svonefnd næringavkrem með vítamínum og öðrum ,,þýðingarmiklum“ efnum fyrir húðina, séu alveg gagnslaus sem slík. Prófessor við háskóla New York- borgar segir, að framleiðendur fegrunarlyfja hafi grætt tugi milljóna á orðinu „svitahola“. Milljónir kvenna hafi látið tilleið- ast að kaupa alls kyns andlits- vötn í þeirri trú, að holurnar opn- ist og lokist eins og gin á fiski, en þessi fullyrðing hafi ekki við nein rök að styðjast, því að ekki sé hægt að loka svitaholunum á neinn hátt. Þessi sami prófessor hefur þetta að segja um alls kyns olíur og ,,hrukkueyðandi“ krem: „Því er haldið fram, að hægt sé að smyrja hina sjálfráðu vöðva hörundsins eins og vél, en óhætt er að fullyrða, að enginn áburður, sem borinn er á hörundið, hefur nokkur áhrif á húðvöðvana. Ekki eru heldur til nein krem, sem eyða hrukkum, en þær stafa af því, að fitan undir húðinni minnkar.“ Þó að milljónum sé eytt til einskis í sum fegrunarlyf. eru önnur þó í rauninni jafn nauðsyn- leg velklæddri konu eins og hatt- ur og sú tegund af skóm. sem mest er í tízku. Hún fær kannski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.