Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 31
FRJÁLS VERZLUN 29 ARNLIÓTUR BJÖRNSSON: ALMENNAR ÁBYROÐARTRYGGINGAR Unnt er að íá ábyrgðartryggingu íyrir flest allar atvinnugreinar. 1. Inngangur. Hér á eftir verður fjallað í ör- stuttu máli um frjálsar ábyrgð- artryggingar, öðru nafni almenn- ar ábyrgðartryggingar. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. hefur leitazt við að fullnægja vá- tryggingaþörfinni, eins og hún er á hverjum tíma. í samræmi við það tók félagið upp almennar á- byrgðartryggingar í nokkrum mæli þegar fyrir 1953. Það var þó ekki fyrr en á árinu 1953, að sala á almennum ábyrgðartrygg- ingum hófst fyrir alvöru, eins og drepið er á í grein Stefáns G. Björnssonar, framkvæmdastjóra, annars staðar í blaðinu. Nú eru almennar ábyrgðar- tryggingar orðnar mjög útbreidd- ar hér á landi. Flestir stórir at- vinnurekendur og fjölmargir aðr- ir telja sér nauðsynlegt að hafa slíka vátryggingu. Um ástæðurnar fyrir því má m. a. vísa til þess, er segir í næsta kafla. 2. Skaðabótaréttur og ábyrgðartrygging. f íslenzkum lögum, skráðum og óskráðum, eru vissar reglur, sem kallast skaðabótareglur. f lög- fræði eru þessar reglur oft nefnd- ar skaðabótaréttur. Skv. íslenzk- um skaðabótarétti á sá maður. sem bakar öðrum manni tjón með saknæmri, ólögmætri hegðun, að bæta hinum síðarnefnda tjónið með fé. Einnig gildir hér sú regla, að atvinnurekandi ber skaðabóta- ábyrgð á skaðaverkum starfs- manna sinna, ef þeir valda tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Síðarnefnd regla er geysi- lega þýðingarmikil. Hún er oft Arnljótur Björnsson. kölluð reglan um húsbóndaábyrgð, vegna þess að húsbóndi tjónvalds er að jafnaði skaðabótaskyldur fyrir mistök eða yfirsjónir hins síðarnefnda. Reglan um skaða- bótaábyrgð húsbónda hefur haft úrslitaáhrif á þróun ábyrgðar- trygginga. Aðeins eru 2—3 áratugir síðan ísl. dómstólar fóru að beita hús- bóndaábyrgðarreglunni að nokkru ráði. Má raunar segja, að á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og næstu árum þar á eftir verði bylt- ing í þessum efnum hér á landi. Á þessum tíma verður mikil aukn- ing dómsmála um skaðabætur ut- an samninga, en síðustu 10—15 árin hefur þó tala umfangsmikilla skaðabótamála hækkað enn meir. Jafnframt fjölgun mála hefur i sumum tilvikum mátt sjá, að dóm- stólar hafa ekki gert ýkja strang- ar kröfur um skilyrði þau. sem fyrir hendi þurfa að vera, til þess að um skaðabótaskyldu sé að ræða. Ennfremur virðast fjárhæð- ir bóta fyrir slys á mönnum stund- um hafa hækkað meir en sem nemur almennu verðlagi í land- inu, enda eru bætur fyrir tjón á líkama hærri hér en t. d. í Dan- mörku. Allt þetta hefur gefið ábyrgðar- tryggingunni byr undir báða vængi. Því víðtækari, sem skaða- bótarétturinn verður, þeim mun meiri verður útbreiðsla ábyrgðar- trygginga. Reynslan hefur líka sýnt, að til- vist ábyrgðartrygginga veldur aukningu skaðabótakrafna. Bæði fjölgar kröfunum og margir tjón- þolar gera hærri kröfur en þeir myndu hafa gert, ef ábyrgðar- trygging væri ekki fyrir hendi. Þessar víxlverkanir skaðabóta-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.