Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 9

Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 9
FRJAL5 VERZLUN 9 inn enn lán. Skyldi veginum nú komið inn í Laugar. Sú varð þó ekki raunin, hinn eiginlegi Lauga- vegur hefur aldrei náð lengra en inn að Lækjarhvammi. Þar tók Þvottalaugavegurinn við. Fjárveitingarnar benda ekki til, að hér hafi neitt stórvirki verið á ferðinni. Laugavegurinn var moldarvegur unninn með tækni þeirra tíma, rekum og járnköll- um. Það sem olli straumhvörfum fyrir veginn, var lagning brúnna á Elliðaárnar. Þá varð hann aðal- umferðaræðin inn í bæinn, og menn fóru að sjá sér hag í að reisa þar verzlunarhús og sitja fyrir aðkomumönnum. Engin þessara verzlana er enn við líði. En í Bankastrætinu voru tvær verzlanir, sem starfræktar eru enn þann dag í dag; Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar og verzlun Jóns Þórðarsonar, fyrsta kjöt- verzlun bæjarins. Hin síðarnefnda er nú flutt inn á Laugaveg. Sig- geir Torfason var einn hinna fyrstu kaupmanna við Laugaveg. Siggeir var faðir Kristjáns, sem rekur húsgagnaverzlun á sömu lóð og verzlunarhús föður hans stóð á. Iðnaðarmenn voru allfjöl- mennir við götuna. Þar má nefna söðlasmið.nn Samúel Ólafsson, sem af forsjá reisti hús sitt í alfara- leið reiðmanna. Arinbjörn Þor- varðarson bókbindara; hús hans stendur enn, Laugavegur 41. Pét- ur Hjaltested úrsmíðameistara, og hans þekktu sölubúð neðar í göt- unni. Laugavegur um og eftir alda- mót er ekkert líkur þeim í dag. Hann hefur fengið núverandi mynd á síðustu tuttugu árum og er þó stöðugt að breytast. Elzt eru húsin nr. 1 {Verzl. Vísir), nr. 2 (Kjötverzl. Tómasar) og nr. 21 (hús „Óla norska“ á Klapparstígs- horninu). GATAN HEFUR AÐDRÁTTARÁFL F.V. hóf ferð sína um Laugaveg með því að líta þar inn í eina stœrstu og nýtízkulegustu verzlunina. — Er Laugavegurinn á undan- haldi sem verzlunargata, spyrjum við eigandann. — Nei, langt frá því. Stoðir Laugavegsverzlananna eru miklu traustari en nokkurra af þessum nýju, andlausu úthverfabúðum. Þær eru sálrænar. í hugum fólks- ins hefur Laugavegurinn alveg sér- stakt aðdráttarafl. Hér verzlar fólk af innlifun. Gatan hefur „tradisj- ón“. Líttu bara út um gluggann hérna og sjáðu þessar konur, með innkaupatöskurnar. Það er hátíð hjá þeim í dag. Þær hafa aurað saman fyrir einhverju og tekið strætisvagninn niður á Laugaveg. Síðan er gengið niður eftir, horft í gluggana og sums staðar litið inn. Þær hafa nóg að gera, peysan, búsáhöldin eða kjóllinn standa þeim ekki aðeis til boða á einum stað, heldur í mörgum tugum verzlana. Þegar svo könnunarleið- angri er lokið, einhvers staðar niðri í bæ, þá er kannski snúið upp eftir í ákveðna verzlun og kaupin gerð. Svona ganga við- skiptin fyrir sig á Laugavegi. Þetta skapar sérstakt andrúmsloft, sem önnur hverfi og nýrri geta áreið- anlega seint staðizt snúning. Vita- skuld er ekki þar með sagt, að

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.