Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 9
FRJAL5 VERZLUN 9 inn enn lán. Skyldi veginum nú komið inn í Laugar. Sú varð þó ekki raunin, hinn eiginlegi Lauga- vegur hefur aldrei náð lengra en inn að Lækjarhvammi. Þar tók Þvottalaugavegurinn við. Fjárveitingarnar benda ekki til, að hér hafi neitt stórvirki verið á ferðinni. Laugavegurinn var moldarvegur unninn með tækni þeirra tíma, rekum og járnköll- um. Það sem olli straumhvörfum fyrir veginn, var lagning brúnna á Elliðaárnar. Þá varð hann aðal- umferðaræðin inn í bæinn, og menn fóru að sjá sér hag í að reisa þar verzlunarhús og sitja fyrir aðkomumönnum. Engin þessara verzlana er enn við líði. En í Bankastrætinu voru tvær verzlanir, sem starfræktar eru enn þann dag í dag; Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar og verzlun Jóns Þórðarsonar, fyrsta kjöt- verzlun bæjarins. Hin síðarnefnda er nú flutt inn á Laugaveg. Sig- geir Torfason var einn hinna fyrstu kaupmanna við Laugaveg. Siggeir var faðir Kristjáns, sem rekur húsgagnaverzlun á sömu lóð og verzlunarhús föður hans stóð á. Iðnaðarmenn voru allfjöl- mennir við götuna. Þar má nefna söðlasmið.nn Samúel Ólafsson, sem af forsjá reisti hús sitt í alfara- leið reiðmanna. Arinbjörn Þor- varðarson bókbindara; hús hans stendur enn, Laugavegur 41. Pét- ur Hjaltested úrsmíðameistara, og hans þekktu sölubúð neðar í göt- unni. Laugavegur um og eftir alda- mót er ekkert líkur þeim í dag. Hann hefur fengið núverandi mynd á síðustu tuttugu árum og er þó stöðugt að breytast. Elzt eru húsin nr. 1 {Verzl. Vísir), nr. 2 (Kjötverzl. Tómasar) og nr. 21 (hús „Óla norska“ á Klapparstígs- horninu). GATAN HEFUR AÐDRÁTTARÁFL F.V. hóf ferð sína um Laugaveg með því að líta þar inn í eina stœrstu og nýtízkulegustu verzlunina. — Er Laugavegurinn á undan- haldi sem verzlunargata, spyrjum við eigandann. — Nei, langt frá því. Stoðir Laugavegsverzlananna eru miklu traustari en nokkurra af þessum nýju, andlausu úthverfabúðum. Þær eru sálrænar. í hugum fólks- ins hefur Laugavegurinn alveg sér- stakt aðdráttarafl. Hér verzlar fólk af innlifun. Gatan hefur „tradisj- ón“. Líttu bara út um gluggann hérna og sjáðu þessar konur, með innkaupatöskurnar. Það er hátíð hjá þeim í dag. Þær hafa aurað saman fyrir einhverju og tekið strætisvagninn niður á Laugaveg. Síðan er gengið niður eftir, horft í gluggana og sums staðar litið inn. Þær hafa nóg að gera, peysan, búsáhöldin eða kjóllinn standa þeim ekki aðeis til boða á einum stað, heldur í mörgum tugum verzlana. Þegar svo könnunarleið- angri er lokið, einhvers staðar niðri í bæ, þá er kannski snúið upp eftir í ákveðna verzlun og kaupin gerð. Svona ganga við- skiptin fyrir sig á Laugavegi. Þetta skapar sérstakt andrúmsloft, sem önnur hverfi og nýrri geta áreið- anlega seint staðizt snúning. Vita- skuld er ekki þar með sagt, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.