Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 25

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 25
FRJALS VERZLUNf 25 sem árlega koma hingað, til lengri eða skemmri dvalar á vegum fé- lagsins. Það er dálítið breytilegt eftir árum, en í gestabók kynning- ardeildar eru undanfarin ár færð að meðaltali um 300 nöfn þeirra, sem sú deild hefir greitt fyrir um lengri eða skemmri tíma, hér á landi, og þegar þetta er ritað, eru nöfn þeirra orðin 272, það sem af er þessu ári. Flestir eru frétta- eða ferðaskrifstofumenn, sumir í boði Loftleiða í tveggja, þriggja eða fjögurra daga íslandsdvöl, aðrir að einhverjum hluta. Allt kemur þetta fólk vegna ís- landskynningar Loftleiða erlendis, vegna þess. að félagið trúir því, og ég vona með réttu að það sé einmitt íslandskynningin, sem vekur athygli á flugferðunum, að flest af þessu fólki teldi það hreint ekki frásagnarvert, að unnt væri að komast með íslenzku flugfélagi til Ameríku eða Evrópu, ef það væri ekki einmitt tengt möguleik- anum til dvalar á íslandi. íslandsdvölin er þess vegna beit- an. sem notuð er vegna flugferð- anna, og hún hefir — sem betur fer — sannarlega ekki reynzt fé- laginu nein tálbeita. Það er hún og lágu fargjöldin, sem áreiðan- lega hafa orðið félaginu heilla- drýgst að undanförnu. Náttúrlega gefur félagið út kynstur af bæklingum, þar sem ísland er kynnt. í flugáætluninni einni saman, sem árlega er gefin út í um einni milljón eintaka, er verulegur hluti ætlaður íslenzkri landkynningu. Þar að auki gefur félagið árlega út kynningarbækl- inga um ísland, í eintakafjölda, sem nemur hundruðum þúsunda. „Hver er svo hundraðstala Is- landskynningarinnar?“ Eins og fyrr er sagt, veit ég VEIÐIMENN FERÐAFÓLK fr OSTA-OG SMJORSAUISE það ekki, en ég fullyrði, að hún er mjög há. Miðað við gengi í dag, er það mjög varlega áætlað, að Loftleiðir muni á yfirstandandi ári verja sem svarar einni milljón Banda- ríkjadala — eða um 88 milljón- um íslenzkra króna — til kynn- ingarstarfsemi félagsins allrar. „Hver er hugur útlendinga, sem notfæra sér áningardvalir Loft- leiða, til lands og þjóðar, eftir slíka dvöl?“ Þessari spurningu er auðvelt að svara. Ég held, að ef engin óvænt óhöpp verða, tafir á ferðaáætlun eða eitthvað annað, sem telja verð- ur til slysa, svo sem dólgshættir í umgengni, þá beri fólk okkur yfirleitt allvel söguna. Það kemur ekki fyrirfraim hingað með sér- lega háar hugmyndir um okkur ís- lendinga, og ef við reynum að skýra sérstöðu okkar vegna fá- mennis og harðbýlis; reynum að auðsýna hjartahlýju og alúð í framkomu, án þeirrar undirgefni og sleikjuháttar, sem margir virð- ast setja í samband við fyrir- greiðslu vegna útlendinga, þá get- um við vel við unað við þann vitnisburð, sem okkur er oftast gefinn. Auðvitað tala flestir útlending- ar með aumkunarblandinni for- undran um miðvikudagsvitleys- una, bjórleysið, dýrtíðina, sterti- mennskuna og óstjórnina, sem engum getur dulizt, jafnvel eftir skamma íslandsdvöl. En það virð- ist, þrátt fyrir allt þetta, vera ým- islegt í fari okkar, sem útlending- um kemur skemmtilega á óvart, og verður þeim síðar þægilegt, svo sem jafnréttishugsjón okkar, og að vissu leyti fyrirlitning á að fara í manngreiningarálit eftir sömu reglum og ýmsir aðrir menn telja í ætt við náttúrulögmál. „Hvað er það, sem við getum boðið útlendingum, er aðrir hafa ekki yfir að ráða?“ Þetta er spurning, sem gaman væri að glíma við, en nú er ég orðinn allt of langorður, og þess vegna verð ég að standast freist- inguna og reyna að verða stuttorð- ur. Svar mitt er: Sennilega ekkert. Ég fullyrði ekki, að ísland sé að þessu leyti sú eyðimörk, sem ég óttast að landið muni vera, þar sem ég veit ekki um þann lækn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.