Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 47

Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 47
FRJALS VERZLUN 39 minnisvarði um Finsen skammt frá húsinu, enda telja Færeyingar hann meðal sinna merkustu sona. f Þórshöfn stendur líka minnis- varði um konungskomuna 1874, en Kristján níundi varð fyrstur hinna dönsku konunga til að heimsækja nýlendur sínar í Fær- eyjum og á fslandi. Og í grasgarð- inum í Þórshöfn er minnismerki um færeyska sjómenn, sem fór- ust í heimsstyrjöldinni síðari. Og enginn má láta hjá líða að koma á „Skansin", sem er gamalt virki, er Mogens Hejnesoen, þjóðhetja Færeyinga frá 16. öld, lét reisa. Frá Þórshöfn má aka til Kirkju- bæjar á vestanverðri Straumey, en það er einn fegursti staður á öllum Færeyjum. Þar bjuggu biskupar á miðöldum og enn má sjá þar rústir Magnúsarkirkjunn- ar og hinnar þúsund ára gömlu Ólafskirkju, sem enn er notuð sem safnaðarkirkja. LAX- OG SILUNGS VEIÐI í sjónum í kringum Færeyjar eru gjöful fiskimið eins og flestir kannast við. En uppi á eyjunum sjálfum er líka óvenjumikil veiði- von í ám og vötnum. Urriða er að finna í næstum öllum 40 helztu stöðuvötnum á Færeyjum. Á Vog- ey, þar sem flugvöllur Færeyinga er staðsettur, er stærsta vatnið á eyjunum, Sörvogsvatn, um þriggja kílómetra langt og 600 metra breitt. Nokkru norðar á Vogey er næststærsta vatnið, Fjallavatn, — og tvö smærri. Á straumey eru 14 veiðivötn, þar á meðal þrjú, sem eru virkjuð fyrir raforku- verið við Vestmannahöfn. Á Aust- urey eru sex vötn, jafnmörg á Sandey og 12 á Suðurey. Flest stöðuvötn í Færeyjum eru í allmikilli hæð, milli 250 og 350 metra yfir sjávarmáli, og til þess að komast að þeim verða menn að leggja á sig allerfiða fjallgöngu í sumum tilvikum. En uppi við vötnin er einstæð náttúrufegurð, sem vel hæfir veiðimanninum. Vegna þess. hve hátt vötnin liggja, er fiskistofninn í þeim gamall og traustur, því að nýr fiskur hefur ekki getað gengið í þau frá sjó- Raunar var fiskur fyrst fluttur í mörg þessara vatna fyrr á öldum, og þarna hrygndi hann í ám, sem í vötnin falla. Umhverfi vatnanna er einkanlega sandur og klettar, þar eru engin tré né runnar, svo að eðlilegast er að reyna fluguna. Vatnið er tært og venjulega held- ur fiskurinn sig nærri landi, og því er vísara að fara gætilega meðfram bökkunum til að styggja hann ekki. Vötnin eru bæði djúp og laus við gróður, svo að spúnn- inn getur líka reynzt vel. Stærð fisksins er allmisjöfn. Oftast er hann beztur með tilliti til stærðar og gæða í þeim vötn- um, sem hæst liggja. Meðalþyngd er um 1 pund, en fjögurra punda fiskur er líka algengur. Flestir veiðimenn sækjast eftir sjóbirt- ingi, þegar hann gengur í árnar í lok júní eða skömmu áður. Sjó- birtingur gengur í næstum allar ár á eyjunum og ber talsvert á honum í Ijósaskiptunum. Þá er líka gott tækifæri til að renna fyr- ir hann — annað hvort flugu eða spún. Veiði er leyfð í öllum ánum. Sjóbirtingur gengur aðeins í tvö af stöðuvötnunum, Sandsvatn á Sandey og Saksunnarvatn á Straumey, norðanverðri. í þessum vötnum er stærsta sjóbirtinginn að fá. Átta punda fiskur er ekki óalgengur, en sá stærsti, sem veiðzt hefur í Saksunnarvatni, var 14 pund. ÓDÝR VEIÐILEYFI í Færeyjum hafa verið starf- andi samtök stangveiðimanna í 20 ár og hafa þau unnið ötullega að því að bæta aðstöðu fyrir veiði- menn á eyjunum. Með aðstoð stjórnvaldanna hafa verið gerðir stigar fyrir göngufiskinn í ánum og klakstöðvum komið á fót og eru lax og silungur nú víða rækt- aðir. Laxinn var til skamms tíma óþekktur í Færeyjum, en á mörg- um árum hefur tekizt að rækta laxastofn í Saksunni og í Skála- botni á Austurey. Vegur laxinn yfirleitt þrjú til 10 pund eða þar yfir. Landeigendur á Færeyjum eiga sjálfir öll veiðiréttindi og geta að- komumenn fengið veiðileyfi fyrir 25—120 íslenzkar krónur fyrir stöngina á dag. Veiði er leyfð í vötnunum allan ársins hring, en í ánum er hún bundin við tímabil- ið 1. maí til 31. ágúst. Netaveiði er stranglega bönnuð í færeyskum ám og vötnum enda hefur sú ráðstöfun átt hvað mest- an þátt í því, að Færeyingum hef- ur tekizt að rækta stóran stofn laxfisks og silungs. í Færeyjum er hægur vandi að fá inni á þokkalegum gististöðum gegn hóflegu verði. í Þórshöfn eru þrjú gistihús, sem samanlagt geta tekið á móti liðlega 200 gestum. Þeirra stærst er Hótel Hafnia, sem er hið vistlegasta eftir gagngerð- ar endurbætur. Er fyllilega hægt að mæla með Færeyjaferð fyrir þá, sem vilja kanna nýjar slóðir, því að frændur vorir Færeyingar munu taka á móti gestum af al- kunnri vinsemd. ÁPRENTAÐIR plast- BURÐARPOKAR FYRIR VERZLUNAR OG ÞJÓNUSTU FYRIRTÆKI PLASTPRENT H/F. GRENSÁSVEG 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.