Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Síða 15

Frjáls verslun - 01.08.1969, Síða 15
FRJÁLS VERZLUN ,15 OTTO SCHOPKA: STAÐA SKIPASMfDAiDNADARINS Þjóðhagslega mikilvœgt að tryggja skipasmiðjum nœgileg verkefni og nýta framleiðslugetu þeirra. MIKIL UPPBYGGING. Á undanförnum árum hefur farið fram mikil uppbygging í skipasmíðaiðnaðinum hér á landi og er nú svo komið, að innlendar skipasmiðjur hafa tæknilegt bolmagn til þess að annast endurnýjun og aukn- ingu alls fiskiskipastóls lands- manna og geta enn fremur smíðað lítil vöruflutninga- og farþegaskip. Hér á landi er eðlilega stór markaður fyrir fiskiskip af öllum tegundum, en af ýmsum orsökum hefur eftirspurn eftir skipum verið háð miklum sveiflum. Af því hefur leitt, að afkastageta skipasmiðjanna hefur ekki nýtzt sem skyldi að undan- förnu, og hefur það valdið þeim erfiðleikum. Því hafa samtök skipasmiðjanna beitt sér fyrir því, að greitt verði fyrir smiðj- unum um smíði skipa, án þess að samningur sé þegar fyrir hendi við væntanlegan kaup- anda. SEINVIRKT LÁNAKERFI. Seinni hluta vetrar og nú í vor fór að gæta vaxandi eftir- spurnar eftir litlum fiskiskip- um, tréskipum 16-50 tonna, og stálskipum 50-105 tonna. Þær skipasmiðjur, sem eingöngu fást við smíði tréskipa, hafa næg verkefni, sem líklega munu endast þeim fram á næsta vor. Hins vegar hefur gengið öllu verr hjá stálskipa- smiðjunum að tryggja sam- felld verkefni og viðunandi af- kastanýtingu. Megin orsökin fyrir því er seinvirkt lánakerfi, en venjulega líða margir mán- uðir, frá því að smíðasamning- ur er gerður, þangað til viðeig- andi lánastofnanir hafa veitt samþykki sitt til að veita ián til smíðanna. Þannig hafa 4 skipasmiðjur, sem hafa haft undirritaða smíðasamninga, verið mjög verkefnalitlar í allt sumar, meðan beðið hefur ver- ið eftir vilyrði um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá þeim lána- stofnunum, sem málin varða. Þetta, drátturinn á fjárhags- legri fyrirgreiðslu, er megin- vandamál skipasmiðjanna í dag. Auðvitað liggur ljóst fyr- ir, að orsök þessarar tregðu í lánakerfinu er fyrst og frernst fjármagnsskortur þeirra lána- stofnana, sem hafa því hlut- verki að gegna að lána til skipasmíða. Þessi fjármagns- skortur á að sumu leyti rætur sínar að rekja til þeirra miklu skipakaupa, sem fram fóru á árunum 1963-1967, en þau skip voru seld með erlendum lánum til tiltölulega skamms tíma, sem Fiskveiðasjóður yfirtók og veitti í stað þeirra lán til lengri tíma. Núna og á næstu árum fer því nokkur hluti af ráðstöf- unarfé Fiskveiðasjóðs til þess að greiða niður þessi erlendu lán og skei’ðir því útlángetu sjóðsins á innlendum markaði. ERLENI) LÁN. Með tilliti til þess, að end- urnýjun og aukning fiskiflot- ans á undanförnum árum hefur verið fjármögnuð að miklu leyti með ei’lendum lánum, hefur verið talið nauðsynlegt að halda slíkri fjármögnun á- fram, a. m. k. að einhverju marki, enda er innlendur lána- markaður mjög þröngur og ekki þess umkominn að taka að fullu við fjármögnun þeirra skipasmiða, sem nauðsynlegor eru í náinni framtíð. Hefur því Fiskveiðasjóður ákveðið, að lána ekki til smíða skipa, sem eru stærri en 75 tonn, nema skipasmiðjurnar taki erlend ’án fyrir efni, vélum og tæknibún- aði og fjármagni þannig hluta af kostnaðarverði skipanna með erlendum lántökum til 5-7 ára. Samtök skipasmiðjanna telja þó eðlilegra, að Fiskveiða- sjóður taki erlent lán, sem verði varið til kaupa á efni, vélum og tækjum, enda hljóta slík lánsviðskipti, sem Fisk- veiðasjóður setur að skilyrei fyrir lánveitingum sínum að leiða til hærra verðs á efni, vélum og tækjum og gera þann- ig skipin dýrari en ella. SAMEIGINLEG INNKAUP. Eins og kunnugt er, ákvað Atvinnumálanefnd ríkisins að verja 50 millj. kr. til lána til skipasmíða innanlands og er ætlunin að fjármagni þessu verði m. a. varið til lána ul skipa, sem ekki hafa verið seld, þegar smíði þeirra hefst. Iðn- aðarmálaráðuneytið hefur gert áætlun um skiþasmíðar og fjár- mögnun þeirra á næstu 2 ár- um og er þar m. a. gert ráð fyr- ir að skipasmiðjurnar taki er- lend lán til kaupa á efni og vélum. Ef tryggt væri nægi- legt fjármagn að öðru leyti þannig að fyrirsjáanlegt væri, að unnt væri að smíða þau skip, sem áætlunin gerir ráð fyrir á eðlilegum tíma, væri hugsanlegt fyrir skipasmiðj- urnar að sameinast um að leita tilboða í efni, vélar og tæki og gera kaupin þar sem hag- stæðast verð og lánakjör byð- ust. Við slík skilyrði væri eðií- legt að skipasmiðjurnar önnuð- ust þessar erlendu lántökur og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.