Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 73

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 73
FRJÁLS VERZLUt'J 73 JAPAN MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Japanska efnahagsundrið hefur fœtt af sér mörg ný nöfn í heimi alþjóðavið- skipta. Eitt hinna þekktari er Sony, útvarps- og sjón- varpsfyrirtœkið, sem gerð- ist frumkvöðull „transistor" tœkninnar. Hér verður lauslega rakinn ótrúlegur ferill þessa japanska stór- fyrirtœkis. OFT HAFA FYRIRTÆKI verið stofnuð með meiri viðhöfn og gildari höfuðstóli en Tolcyo Tsushin Kogyo (Fjarskiptaté- lag Tókíó — nú Sony). Tírn- arnir voru ekki beint upplifg- andi, síðari heimsstyrjöldin rétt um garð gengin og Tókío- borg rústir einar. í þröngum húsakynnum verzlunar nokk- urrar komu saman til fundar 8 verkfræðingar, undir forystu Masaru Ibuka, og ákváðu að stofna fyrirtæki. Höfuðstóllinn hljóðaði upp á það, sem satn- svarar rúmlega 40 þúsundum íslenzkra króna. Afráðið var að reka iðnað, en um væntanlegar framleiðsluvörur var allt á huldu. Skömmu eftir stofnfundinn slóst í hópinn Akio Morita, eðlisfræðingur að menntun og fyrrverandi sjóliðsforingi. Mor- ita hafði nokkra reynslu af til- raunum Ibuka með infra-rauð leitartæki og trúði á hæfileika hans. Mörgum þótti sem Mor- ita væri illa í ætt skotið með þessu tiltæki sínu. Hann var erfingi að víðfrægu fjölskyldu- fyrirtæki, sem bruggað hafði Saki (hrísgrjónabrennivín — þjóðardrykkur Japana) í 14 ættliði. En um þverbak þótti keyra, þegar Morita tókst að fá fjölskyldu sína til að leggja fé í hið nýstofnaða fjraskiptu- félag. UPPHAF. Fyrsta verk félags- ins var að ráðast í framleiðslu á útbúnaði, sem gerði venju- legum útvarpstækjum kleift, að ná sendingum á stuttbylgj- um. Stuttu síðar komst félagið Litsjónvarpstæki. á samning við japanska útvarp- ið, um að sjá því fyrir tækja- búnaði í upptökuherbergi. Það var í einu þeirra, sem Ibuka rak fyrst augun í segulbands- tæki, lánstæki frá bandaríska hernum. Það hvarlaði strax að Ibuka, að segulbandstæki væru rétta varan til framleiðslu fyrir hið unga félag. Verkkunnátta þeirra félaganna væri hvað bezt á þessu sviði, en það sem mestu varðaði fjárvana fyrir- tæki: Segulbandstæki voru ekki framleidd á Japanseyjum á þessum tíma (1950) og því engin hætta á, að sterkir keppi- nautar ryddu fyrirtækinu úr vegi í fyrstu lotu. Framleiðsl- an hófst, en salan gekk hægt. Nú kom til kasta Morita. Hann varð sér úti um gamla og skröltaiidi vörubifreið og hlóð hana segulbandstækjum. Síðari var haldið upp í sölu- og kynn- isferð í skóla um gjörvallar Japanseyjar. Morita sýndi kennurum og nemendum frar-.i á gagnsemi segulbandstækja. Að ferðinni lokinni stóð ekki á eftirspurninni, salan tók mik- inn kipp, og fyrirtækið var reynslunni ríkari. — „Þetta sannaði okkur gagnsemi þess að fylgja sölunni eftir með vitk- um hætti,“ sagði Morita í blaða- viðtali löngu síðar. Sveltur sitjandi krána. Engum dettur í hug að kaupa nýja og óþekuta framleiðslu, nema framleiðand- inn skýri fyrir fólki, hvers konar vara þarna sé á ferðurn og hvaða not það geti haft af henni. ÓSKASTUND þeirra félaga rann upp árið 1954. Það ár aíl- aði Tokyo Tsushin sér fram- leiðsluréttar á smárum (trans- istorum). Smárinn var banda- rísk uppfinning, en á þessu herrans ári kom engu banda- rísku fyrirtæki það til hugar, að hægt væri að gera hann að almennri söluvöru. Smáriun kostaði í framleiðslu 6 dali stykkið og því engin von til þess, að hann gæti nýtzt í sam-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.