Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Síða 73

Frjáls verslun - 01.08.1969, Síða 73
FRJÁLS VERZLUt'J 73 JAPAN MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Japanska efnahagsundrið hefur fœtt af sér mörg ný nöfn í heimi alþjóðavið- skipta. Eitt hinna þekktari er Sony, útvarps- og sjón- varpsfyrirtœkið, sem gerð- ist frumkvöðull „transistor" tœkninnar. Hér verður lauslega rakinn ótrúlegur ferill þessa japanska stór- fyrirtœkis. OFT HAFA FYRIRTÆKI verið stofnuð með meiri viðhöfn og gildari höfuðstóli en Tolcyo Tsushin Kogyo (Fjarskiptaté- lag Tókíó — nú Sony). Tírn- arnir voru ekki beint upplifg- andi, síðari heimsstyrjöldin rétt um garð gengin og Tókío- borg rústir einar. í þröngum húsakynnum verzlunar nokk- urrar komu saman til fundar 8 verkfræðingar, undir forystu Masaru Ibuka, og ákváðu að stofna fyrirtæki. Höfuðstóllinn hljóðaði upp á það, sem satn- svarar rúmlega 40 þúsundum íslenzkra króna. Afráðið var að reka iðnað, en um væntanlegar framleiðsluvörur var allt á huldu. Skömmu eftir stofnfundinn slóst í hópinn Akio Morita, eðlisfræðingur að menntun og fyrrverandi sjóliðsforingi. Mor- ita hafði nokkra reynslu af til- raunum Ibuka með infra-rauð leitartæki og trúði á hæfileika hans. Mörgum þótti sem Mor- ita væri illa í ætt skotið með þessu tiltæki sínu. Hann var erfingi að víðfrægu fjölskyldu- fyrirtæki, sem bruggað hafði Saki (hrísgrjónabrennivín — þjóðardrykkur Japana) í 14 ættliði. En um þverbak þótti keyra, þegar Morita tókst að fá fjölskyldu sína til að leggja fé í hið nýstofnaða fjraskiptu- félag. UPPHAF. Fyrsta verk félags- ins var að ráðast í framleiðslu á útbúnaði, sem gerði venju- legum útvarpstækjum kleift, að ná sendingum á stuttbylgj- um. Stuttu síðar komst félagið Litsjónvarpstæki. á samning við japanska útvarp- ið, um að sjá því fyrir tækja- búnaði í upptökuherbergi. Það var í einu þeirra, sem Ibuka rak fyrst augun í segulbands- tæki, lánstæki frá bandaríska hernum. Það hvarlaði strax að Ibuka, að segulbandstæki væru rétta varan til framleiðslu fyrir hið unga félag. Verkkunnátta þeirra félaganna væri hvað bezt á þessu sviði, en það sem mestu varðaði fjárvana fyrir- tæki: Segulbandstæki voru ekki framleidd á Japanseyjum á þessum tíma (1950) og því engin hætta á, að sterkir keppi- nautar ryddu fyrirtækinu úr vegi í fyrstu lotu. Framleiðsl- an hófst, en salan gekk hægt. Nú kom til kasta Morita. Hann varð sér úti um gamla og skröltaiidi vörubifreið og hlóð hana segulbandstækjum. Síðari var haldið upp í sölu- og kynn- isferð í skóla um gjörvallar Japanseyjar. Morita sýndi kennurum og nemendum frar-.i á gagnsemi segulbandstækja. Að ferðinni lokinni stóð ekki á eftirspurninni, salan tók mik- inn kipp, og fyrirtækið var reynslunni ríkari. — „Þetta sannaði okkur gagnsemi þess að fylgja sölunni eftir með vitk- um hætti,“ sagði Morita í blaða- viðtali löngu síðar. Sveltur sitjandi krána. Engum dettur í hug að kaupa nýja og óþekuta framleiðslu, nema framleiðand- inn skýri fyrir fólki, hvers konar vara þarna sé á ferðurn og hvaða not það geti haft af henni. ÓSKASTUND þeirra félaga rann upp árið 1954. Það ár aíl- aði Tokyo Tsushin sér fram- leiðsluréttar á smárum (trans- istorum). Smárinn var banda- rísk uppfinning, en á þessu herrans ári kom engu banda- rísku fyrirtæki það til hugar, að hægt væri að gera hann að almennri söluvöru. Smáriun kostaði í framleiðslu 6 dali stykkið og því engin von til þess, að hann gæti nýtzt í sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.