Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 83

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 83
FRJALS VER2LUN B3 öllum. Nú í sumar höfum við reyndar haft nóg að gera, en ekk- ert fram yfir það. Samdrátturinn er greinilega mestur í byggingar- iðnaðinum og það kemur náttúr- lega niður á okkur. — Eru ekki flest verk boðin út? — Undanfarin ár hafa stærri verkefni yfirleitt verið boðin út, og þróunin virðist stefna í þá átt. Er miður, að ekki skuli vera til fastari reglur um útboð og samn- inga, því að dæmi um misbresti eru mörg. Það koma alltaf ein- hverjir fram á sjónarsviðið, sem bjóða lægra heldur en fær staðizt og eyðileggja fyrir öllum aðilj- um. Oft gefast þessi fyrirtæki upp, og verkkaupandinn verður fyrir tjóni. — Hvernig var með fram- kvæmdir við Vesturlandsveginn? — Þær voru ekki boðnar út, heldur voru íslenzkir aðalverktak- ar fengnir til að framkvæma verkið, á þeirri forsendu að þeir gætu lánað til þess fé. Við erum að sjálfsögðu mjög óánægðir með þetta, og mótmælti Félag vinnu- vélaeigenda þessu opinberlega. Við teljum, að íslenzkum aðalverk- tökum hafi verið sköpuð óeðlileg forréttindi og þeir geti nú skák- að í skjóli þeirra. Verktakar í Reykjavík hefðu haft vélakost til að framkvæma þetta verk, nema þá e. t. v. að leggja niður steyp- una. Við vonum, að slíkur háttur verði ekki hafður á eftirleiðis og treystum reyndar þeim fyrirheit- um, er við höfum fengið. :— Hvað um samvinnu verk- taka? — Hún hefur nú verið af skorn- um skammti hingað til. Félag vinnuvélaeigenda var stofnað fyr- ir 15 árum, og erum við nú að reyna að efla það. — Hverjir eru helztu erfið- leikarnir, sem verktakafyrirtæki þurfa að glíma við? — Ætli það sé ekki sama sag- an hjá okkur og flestum öðrum. Rekstrarfjárskorturinn er mjög tilfinnanlegur. Þá er svo komið, að útilokað er að endurnýja vélakost- inn, og því eru gerðar út vélar, sem eru mjög dýrar og óhag- kvæmar í rekstri. Við getum nefnt sem dæmi, að 26 tonna jarðýta, sem kostaði um 2 millj. kr. árið 1963, kostar nú á sjöundu milljón. Til þess að nokkur grundvöllur sé til kaupa á slíkri vél, þurfa verk- efnin að vera meiri en þau eru núna. Varahlutir hafa einnig hækkað stórkostlega, a. m. k. um 100% núna á einu og hálfu ári. Þess ber auðvitað að geta, að við höfum fengið vélataxtana hækk- aða, en hvergi nærri nóg, og auk þess hefur sú hækkun komið löngu eftir á. En það má náttúr- lega segja, að nú síðustu árin hafi verið keypt það mikið inn af jarð- vinnutækjum, að sæmilega sé séð fyrir þörfinni, sagði Óli Pálsson að lokum. FRAMLEIÐUM ÝMEAR GERÐIR AF PLASTBÁTUM □ G HÚFUM í UNDIRBÚNINGI FRAMLEIÐSLU Á’ TRILLUBÁTUM ÚR HINU MARGREYNDA TREFJA- PLASTI. ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á ÞESSU GJÖRI SVD VEL AÐ HAFA SAMBAND VIÐ DKKUR. TREFJAPLAST HF. BLÖIMDUÓSI

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.