Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 9
FRJÁLS VERZLUNl
7
sem kostar alla íslendinga stór-
fé og mannorðshnekki, á ekki
að geta þrifizt á okkar tímum
og við okkar aðstæður. Burt
með skemmdarvargana.
Og hver er svo niðurstaðan?
Enginn er nokkru nær eftir
samningana. Eyðileggingin var
slík, að hvorki þessir né aðrir
samningar á svipuðum grund-
velli geta bætt þar úr. Kjara-
bæturnar, sem voru sjálfsagð-
ar, eru þegar orðnar að hégóma,
vegna siðleysis pólitísku spila-
gosanna. Burt með þá.
Launþegi í Rvík.
Kurteisi kostar ekkert.
Verzlunarmenntun hér á
landi virðist ekki vera í nógu
góðu lagi, þrátt fyrir tvo verzl-
unarskóla. Þessu hef ég veitt
athygli sérstaklega á sviði al-
mennrar þjónustu, þar sem
ekki er krafizt langskólamennt-
unar, eins og þegar ég kem í
verzlanir og geri þar viðskipti
eða hringi í fyrirtæki og óska
eftir uppiýsingum. Hvimleiðast
af öllu í þessum málum er þó
hve verzlunarfólkið er oft van-
kunnandi í mannasiðum og á-
hugalaust um að greiða úr
vandamálum eða koma vinnu-
veitendum sinum að liði með
lipurri þjónustu. Stundum
gengur yfir mann sú afgreiðsla
sem maður fær.
í þessu sambandi hef ég velt
því fyrir mér, hvort ekki sé
hægt að hjálpa þessu fólki, sem
í hlut á, með átaki af hálíu
verzlunarskólanna og samtaka
verzlunarfólksins, t. d. með
námskeiðum, eins og Stjórnun-
arfélagið hélt fyrir símastúlk-
ur og ég hef heyrt rómað. Má
ekki athuga þetta?
Jóhannes Helgason,
Reykjavík.
Vél: model 8
Aths. Þessi tillaga Jóhann-
esar virðist mér vera mjög
tímabær, þótt það geti verið, að
einhverjir aðrir aðilar en þeir
sem nefndir eru, væru heppi-
elgir samverkamenn, enda eiga
margir hagsmuna að gæta.
Verzlunarkennsla beinist nú
að verulegu leyti að undirbún-
ingi fyrir framhaldsmenntun
og enda þótt almenn kennsla sé
nokkur, sérstaklega í Sam-
vinnuskólanum og á námskeið-
um í Verzlunarskóla íslands,
eru þeir allt of fáir, sem eiga
kost á að njóta þess. Þörfin
fyrir almenna verzlunarkennslu
er örugglega mjög veruleg og
fer stórvaxandi með hverju ári,
svo að hér þarf úr að bæta með
töluvert róttækum aðgerðum,
að því er virðist. — Ritstj
Meira um verzlunina.
Sem kaupandi að Frjálsri
Verzlun — og lesandi, vil ég
láta í ljósi ánægju mína yfir
þeim bata, sem blaðið tók nú
síðast, eftir töluverðan las-
leika um skeið. Ég var íarinn
að halda að Frjáls Verzlun væri
orðin karlæg. Þetta síðasta blað,
sem ég er með í höndunum, er
gott, þótt það gæti auðvitað ver-
ið enn betra. Bendir það von-
andi til þess, að þið hafið nú
tekið verulega við ykkur.
Ég vil sérstaklega fagna um-
ræðum um efnahagsmál, sem
ekki er of mikið af á almennum
vettvangi, og á ég þá við opin-
skáar umræður, sem ekki mark-
ast fyrst og fremst af nagi póli-
tízku blaðanna. Og ýmislegt
fleira væri vert að nefna, sem
vel er. Ég vil aðeins finna að
einu hér, og það er skortur á
upplýsingum og umræðum um
verzlunina sjálfa en á slíku er
mikil þörf, að mínum dómi.
Verzlunin er mikilvægari en
flestir aðrir atvinnuvegir okk-
ar, þegar á það er litið, að ár-
angur hinna veltur mjög á
verzluninni, ef ekki að mestu.
Verzlunin er eins konar mátt-
arstólpi í þjóðarbúskapnum,
sem hjólið snýst um. Og nú á
verzlunin við mörg óeðlileg
vandamál að glíma, sem Frjáls
Verzlun ætti að beita sér fyrir
að yrðu leyst.
Með beztu þökkum og kveðj-
um.
Kristján Pálsson.
Aths. Við þökkum góðar
kveðjur. Það er rétt, að nú þarf
að kynna málefni verzlunarinn-
ar rækilega. Frjáls Verzlun er
yfirleitt með efni um verzlun-
ina í einhverju formi, en nú er
í undirbúningi viðameira efni
um málefni hennar, og er m.
a. ætlunin að helga eitt blað
þeim málefnum, líklega í ágúst.
— Ritstj.
Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidiel'bergensis prentuðu fyrstu fótsóla sina á leir-
inn á Rínarlbökkuin. Þetta van- seinlegt. Fyrir 110 árum byrjuðu þeir svo að framleiða
prentvðlar (þær beztu í heiini) og núna í desember síðaslliðinnn voi-u þeir búnir að
franileiða 220.000 vólar — og tilkynma yður jjað hér með.
HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JÚNSSON & CO.