Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 11
FRJÁLS VERZLUN
9
Ostaófestar fregnir
\ FLAKKI
Hvað gerir Alþýðuflokkurinn ?
Alþýðuflokkurinn glímir við innri vanda eft-
ir ósigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykja-
vík, enda þótt hlutur hans yrði að öðm leyti
sæmilegur í kosningunum. Ósigurinn í Reykja-
vík varð á þeim tíma, sem þreytumerki voru
vaxandi innan stjórnarflokkanna, eftir allnokk-
ur átök við afgreiðslu ýmissa meiriháttar mála
í þinglok í vor. Háværar kröfur innan Alþýðu-
flokksins um endurskoðun á afstöðu til ríkis-
stjórnarinnar hafa náð fram að ganga, og í bæj-
arstjórnum hafa Alþýðuflokksmenn greinilega
verið sérlega varir um sig í sambandi við
myndun meirihluta allviða. Af hálfu þeirra ó-
ánægðu heyrast nú ýmsar fullyrðingar, sem
ekki er hægt að skilja öðru vísi en að samstarfs-
hæfni Alþýðuflokksins í ríkisstjórn hafi beðið
verulegan hnekki. Það má alveg eins búast við
að endurskoðun á þátttöku flokksins í ríkis-
stjórninni leiði til stjórnarslita áður en langt
um líður.
Sjálfstæðismenn á varðbergi
Vegna þessara nýju viðhorfa og þess, að
þreyta er einnig fyrir hendi innan Sjálfstæðis-
flokksins, þykir ýmsum Sjálfstæðismönnum
vissara að búast við öllu. Eru jafnvel uppi radd-
ir innan flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn
eigi að búa sig undir haustkosningar og stofna
sjálfur til þeirra, ef Alþýðuflokkurinn gerir það
ekki. Vilja þeir halda því fram, að flokksleg
staða Sjálfstæðisflofcksins sé það sterk eftir
sveitarstjórnarkosningarnar, að sjálfsagt sé að
nota tækifærið, úr því þreytan er orðin slí'k,
sem raun ber vitni. og Alþýðuflokkurinn á orð-
ið í baráttu um stjórnarsamstarfið.
Framsóknarmenn búa um sig
Á meðan Alþýðuflokkurinn hefur fjarlægzt
fyrri stöðu sína, og ekki áttað sig á á-
standinu. hefur Framsóknarflokkurinn sezt í
meirihluta með öðrum flokkum í öllum bæiar-
stjórnum nema þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hreinan meirihluta. Eru ár og dagar síðan
Framsóknarflokkurinn hefur sózt svo eftir sam-
vinnu við Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnar-
málum, sem nú. en þessir flokkar starfa nú
saman einir í fjórum kaupstöðum, þar af bæði
í Kópavogi og á Akureyri. Lesa margir þetta
sem teikn um þróun mála eftir næstu þingkosn-
ingar, hvort sem þær verða í haust eða næsta
vor. Sé það óhætt, hefur Framsóknarflokkurinn
í bili gefið á bátinn vinstri hugsjónina, sem
mestu hefur ráðið um árabil. Líldegra er þó, að
forystumenn flokksins vilji nú hafa báðar leiðir
opnar, og geta legið til þess augljósar ástæður.
Verðgæzlufrumvarpið enn í óvissu
Hið furðulega og fræga fall verðgæzlufrum-
varpsins á Alþingi hinu síðasta, hefur til skamms
tíma verið ofarlega á baugi í viðskiptaheiminum,
svo sem vonlegt er. Á síðustu vikum fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar, hélt viðskiptamálaráð-
herra því fram, að frumvarpið næði vafalaust
fram að ganga í haust og myndi því taka gildi
ekki síðar en ráð var fyrir gert. Var þetta tekið
nánast sem loforð. Þetta loforð þótti merkilegt,
eftir allt sem á undan er gengið. Nú er það svo,
að engum er Ijóst hvernig viðskiptamálaráð-
herra hefur ætlað sér að efna loforðið. Afstaða
í hans flokki er örugglega ekki jákvæðari nú
eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Efndirnar
velta því á Framsóknarflokknum, sem viðskipta-
málaráðherra treysti á í vetur, þegar frumvarp-
ið féll. Hér er því enn allt í sömu óvissunni og
nauðsyn að hagsmunasamtök í viðskiptalífinu
haldi vöku sinni í baráttu fyrir framgangi frum-
varpsins — og raunar herði á.
Verður gripið til örþrifaráða?
Kaupmenn urðu að vonum mjög óánægðir
með afgreiðslu verðgæzlufrumvarpsis í vetur.
Hin ströngu verðlagshöft hafa bitnað harkalega
á verzlunrrfyrirtækjum, eins og gefur að skilja,
og þróun í verzlunarrekstrinum hefur á ýmsa
lund orðið mjög óhagstæð frá þjóðhagslegu sjón-
armiði. Nú eru að skapast, ný viðhorf í verzlun-
inni með aðild okkar að EFTA, sem gera stór-
auknar kröfur. Verzlunin er vanbúin að standast
þær. eins og í nottinn er búið, og það getur
orðið okkur dýrkeyotur fiötur um fót. Þetta
var kaunmönnum lióst, að siálfsöeðu En ó-
ánægia þeirra risti þó enn dýnra. Friáls verð-
laísmvndun innan þeirra eðlilegu aðhaldsmarka,
sem gert var ráð fvrir í frumvaroinu. hefur
marfrsannað ótvírætt. kiarabótagildi sitt fyrir
nertend.ur, þar sem hún hefur náð fótfestu En
bað var einmitt á fragnstaaðum sjónarmiðum. sem
frumvprnið féll. Þar með var mælirinn fullur.
Það ótrúlega skilningsieysi. sem birtist í þessu.
er vissulega óbolandi. Það er því ekki að undra
þótt nú heyrist um bað raddir, að kaupmenn
verði að prina t.il örþrifaráða og hundsa verð-
lagseftirlitið, neita að hlíta þeirri verðlagningar-
meðferð. sem nú er viðhöfð, og knýia hannig
fram friálsa verðlagsmyndun. Slík aðgerð væri
vitaskuld óæskileg í hæst.a máta og kauomönn-
um þvert um geð að grípa til hennar. En hug-
myndin sýnir alvöru málsins og algera nauðsyn
skjótra úrbóta.
Kólfur.