Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 13
FRJÁLS VER2LUN 11 einkum vegna ótrúlega hárra gagntilboða at- vinnurekenda í framhaldi af hrikalegum kröfum launþega, en þó má með fullum rétti velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið réttast og hags- munum þjóðarheildarinnar fyrir beztu, að hækka gengið, þrátt fyrir andstöðu samningsaðila á vinnumarkaðnum. Kjarabæturnar vandamál. Kjarabætur þær, sem um samdist til verkafólks, og fordæmi það, sem með þeim var gefið, ásamt með endurvakn- ingu vísitölukapphlaups milli kaupgjalds og verðlags, skapa stærra vandamál í íslenzku þjóð- félagi en ætla hefði mátt, að aðilar teldu sér fært að stofna til miðað við aðstæður og á þeim örlagatímum, sem nú fara í hönd. Venjulegur rekstur ber þær ekki, nema til komi sérlega hagstætt 'árferði og veruleg hagræðing í atvinnu- rekstrinum í heild. Árferðinu fáum við ekki ráð- ið enn sem komið er, og takmarkað er, hve langt verður komizt á sviði hagræðingar á skömmum tíma. Það verður því auðna ein, sem mestu um ræður um framhaldið. Reynzlan hefði átt að hafa kennt okkur önnur vinnubrögð. Óðaverðbólga? En fari svo, að árferðið haldi áfram að batna til svo mikilla muna, að hin gífurlega tilfærsla á fjármunum frá atvinnuveg- unum til launþega standist í reynd, a.m.k. nokk- urn veginn, leysir það ekki allan vanda. Með því má örugglega reikna með mikilli þenslu í efnahagslífi okkar og verðbólgu. Er næst að halda að stökkið sé svo stórt. að kalli á óða- verðbólgu, ef það fær staðizt gagnvart atvinnu- lífinu. Það virðist því um tvo kosti að ræða, annars vegar erfiðleika hjá atvinnuvegunum að standa við gerða samninga og þá almenn rekst- ursvandamál, hins vegar mikla verðbólgu. Hvor- ugt er heillavænlegt, og úr vöndu að ráða. Óhæf vinnubrögð. Eftir þau átök, sem þegar hafa átt sér stað á vinnumarkaðnum á þessu ári, má segja að það sé nokkuð samdóma álit allra, að þau vinnubrögð sem beitt hefur verið við kjaraákvarðanir séu úreít og ó'hæf. Þetta er ekki ný uppgötvun. En spurningin er sú, hvort aðilar manni sig nú upp í, að semja um betri vinnubrögð og framfylgja slíkum samningi. Al- þingi gæti einnig gripið í taumana með breyt- ingum á vinnulöggjöfinni. en um það hefur ekki náðst neitt samkomulag hingað til, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnarflokkanna um það á sín- um tíma. Alþýðuflokkurinn hefur hummað fram af sér að standa við það. Nú á hann e.t.v. léttara með að taka þátt í breytingum, þar sem allir eru sammála um nauðsyn breytinga. Skal þó ekki um það spáð. En breytingar eru þjóðar- nauðsyn. Við íslendingar, sem erum aðeins 200 þúsund og teljum okkur menningarþjóð, getum ekki heimskað okkur lengur á því að rifa niður eignir okkar og hamingju með árlegum verkföll- um, sem engin þörf er á og koma launþegum ekki síður í koll en atvinnuvegunum. Verkföll- in og hin sífellda óvissa á vinnumarkaðnum er þjóðarböl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.