Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 14
IZ FRJÁLS VERZLUN Lögf og réttur Stimpilgjaldið er fleigur í holdi viðskiptalífsins.... Ríkissjóður tók 120 milljónir í stimpilgjöldum á síðasta ári. Hálfrar aldar gömul lög í gildi. Ein af meginreglum skatt- lagningar í viðskiptalífi nútím- ans, er að leggja skatta fyrst og fremst á verðmætasköpunina um leið og hún verður til, en varast að leggja á skatta, sem í senn eru handahófskenndir, þ. e. bitna ekki jafnt á skattþegn- um, og er eingöngu ætlað að afla því opinbera tekna, án til lits til þess, hvort slík skattlagn- ing hefur neikvæð áhrif á verð- mætasköpun þá, sem knýr við- skiptalífið áfram. Dæmigerður skattur af þess- um neikvæða toga er stimpil- gjald það, sem ríkið tekur af afsölum, skuldabréfum og ýms- um öðrum verðskjölum. Þetta er hreinn skattur, tekinn án tillits til þess, hvort verðmæta- sköpun sé til grundvallar, enda er ekki svo. Stimpilgjaldið er því mörgum þyrnir í augum, ekki sízt útgerðarmönnum, sem þurfa að greiða stórfé til ríkisins í hvert sinn, sem þeir eignast nýtt skip. Á hverju ári er samþykkt á Alþingi, að heimila ríkisstjórn- inni að innheimta ýmsar álögur með viðauka. Þar á meðal er stimpilgjaldið, og er það aðal- reglan, að það er innheimt með 140% álagi. Undantekningar eru, að stimpilgjald af fast- eignaafsölum er innheimt með 100% álagi, þannig að gjald- ið er nú 2% af fasteignaverði, og að ekkert álag hefur verið lagt á stimpilgjald skipsafsala síðan 1968, og hefur það því verið 1 % af skipsverði síðan, en var áður 2.4%. Engu að síður er stimpilgjald af fasteignum og skipum mjög hátt, þar sem gjaldstofninn er hár. Það er lítið fiskiskip sem kostar ekki nema 10 milljónir, en stimpil- gjald við eigendaskipti á slíku skipi er þó 100 þúsund. Handalióf. Það verður naum- ast annað sagt en að talsvert handahóf ríki í álagningu stimpilgjaldsins í ýmsum til- vikum. Stimpilgjald af fast- eignum er að jafnaði 2% eins og áður segir, en sú undantekn- ing er þó gerð, að þegar fast- eign er afsöluð hlutafélagi, skai greiða tvöfalt stimpilgjald, eða 4%. Það er spurning: Hafa hlutafélög eitthvað til saka unn- ið og þetta sé refsingin? Svo fáránleg ástæða getur þó ekki legið til grundvallar, heldur sennilega frekar sú skoðun, að hlutafélög séu öðrum aðilum fjársterkari og geti því greitt tvöfalt gjald. En þegar betur er að gáð, er þessi ástæða þó ekki haldbetri en sú fyrrnefnda. Hlutafélög berjast oft í bökk- um með rekstur sinn, eins og aðrar reksturseiningar, og greiða þá að jafnaði lægri skatta en þegar vel gengur. Megjnmarkmið þeirra er at- vinnurekstur og þar sinna þau brýnasta vðfangsefni þjóðfé- lagsins, sem er verðmæta- og atvinnusköpun. Þurfi hlutafé- lag, sem á í fjárhagsörðugleik- um að kaupa fasteign einhverr- ar tegundar, til þess að geta bætt rekstur sinn, er það hagur þjóðfélagsheildarinnar, að sem minnst standi í vegi fyrir því. Aukaskattur á slíkt fyrirtæki myndi flestum þykja fáránleg ráðstöfun. En þetta er samt það, sem við blasir, þegar hluta- íélagið kaupir fasteignir. Þvi er gert að greiða tvöfalt stimpil- gjald miðað við aðra, og fast- eignin þarf ekki að vera dýr, svo að stimpilgjaldið nemi mörgum tugum eða hundruð- um þúsunda. Það er oft einkenni á lögum, sem ósanngjörn þykja eða ó- eðlileg, að misjafnlega tekzt til um framkvæmd þeirra, og á það ekki sízt við um fram- kvæmd skattalaga. Segja má, að innheirnta stimpilgjaldsins hafi verið tiltölulega einföld, þar sem afsal eða annað stimp- ilskylt skjal fæst ekki þinglýst, nema stimpilgjaldið sé greitt um leið. En margir reyna í lengstu lög að komast hjá greiðslu stimpilgjaldsins, og lenda oft í meiriháttar vand- ræðum út af því. Þá færast fast- eignir oft milli handa, án þess að nokkurt skriflegt afsal sé gert til þinglýsingar. Dæmi um það má nefna, að fyrirtæki sé afsalað til nýs aðila. Það kann að eiga margar fasteignir, og er þá ekki annað en dulbúið afsal fasteignanna að ræða, sem hvorki verður þinglýst né stimpilgjald greitt af að nýju. Fleiri atriði mætti vafalaust tína til um misjafnlega fram- kvæmd þessara laga. Er t. d. ekki grunlaust um, að verð á skipum og raunar ýmsum fast- eignum sé skráð lægra í afsöl- um en rétt er, beinlínis til að komast hjá því að greiða fullt stimpilgjald. Alvarlegasti agnúinn. Alvar- legasti agnúinn, sem fylgir stimpilgjaldinu, er þó sá, að við eigendaskipti á skipum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.