Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 22
2Q
FRJALS VERZLUN
unandi. Fyrirheit hafa margoft
verið gefin um úrlausn í þessu
augljósa máli, en efndir engar
orðið enn, og hlýtur áframhald-
andi aðgerðarleysi að leiða til
þess, að kannaður verði vilji
Alþingis í málinu og það strax
á næsta þingi. Sjálfs sín vegna
og viðskiptamanna sinna hlýtur
Búnaðarbankinn að gera kröfu
til þess að fá að sitja við sama
borð og hinir ríkisbankarnir,
enda fullnægir hann til þess
öllurn skilyrðum og hefur lengi
gert.
Að því er einkabankana
snertir sýnist mér, að ekki geti
orðið um að ræða að svo stöddu
að þeir fái fullkomin gjaldeyris-
réttindi, en takmarkaða heim-
ild til gjaldeyrisverzlunar i
einhverju formi nú eða síðar
að fullnægðum ákveðnum lág-
marksskiiyrðum mætti hugsa
sér.
SPARIFÉ Á BUNDNAR
BÆKUR í AUKNUM MÆLI.
NAUÐSYN AÐ VAXTA-
REGLURNAR VERÐI
ENDURSKOÐAÐAR.
F.V.: Þess hefur gætt, að
sparifjáreigendur leggi frekar
inn á bundnar bækur, með
hærri vöxtum. Hvaða áhrif
hefur þetta á reksturinn?
S.H.: Það er alveg rétt, að
þróunin hefur verið sú á und-
anförnum árum, að sparifé hef-
ur í vaxandi mæli flutzt á
bundnar bækur, sem bera frá
8 til 9 Vt % vexti. Þetta hefur
auðvitað óhagstæð áhrif á
rekstrarafkomu bankanna, og
er þeim erfiðast, sem ekki hafa
eignazt gilda varasjóði á tím-
um arðvænlegra gjaldeyrisvið-
skipta. Vaxtamunur inn- og út-
lánsvaxta er orðin svo lítill,
að hann stendur ekki undir
rekstrarkostnaði þrátt fyrir
skattfrelsi bankanna. Hér við
bætist, að viðskiptabankarnir
hafa allir orðið að sæta afleit-
um vaxtakjörum í Seðlabank-
anum, enda þótt þeim hafi ver-
ið stórlega mismunað í mögu-
leikum til tekjuöflunar og efl-
ingar varasjóða sinna, og á ég
þar enn við gjaldeyrisverzlun-
ina. Rétt er þó að geta þess hér,
að gjaldeyrisverzlunin er ekki
lengur eins arðvænleg og áður,
þar sem ríkið tekur nú til sín
60% af tekjum. bankanna af
gjaldeyrissölunni. Heimild til
gjaldeyrisverzlunar mundi því
ekki leysa rekstrarvandamól
bankanna, heldur ber nú
nauðsyn til að endurskoða
vaxtareglurnar í heild og þá
fyrst og fremst útlánsvextina,
forvexti, yfirdráttarvexti og
vanskilavexti. Væntanlega
verður svo gjaldskrá bankanna
tekin til endurskoðunnar bráð-
lega.
í árslok 1969 námu spariinn-
lán Búnaðarbankans 2.013,4
millj. kr., sem er 86,5% af
heildarinnlánum, þar af 1.129,2
millj. kr. eða 48,15% á almenn-
um bókum, en bundnar inn-
stæður í sparisjóði á 8% eða
hærri vöxtum námu 621,8 millj.
kr. eða tæpum 27% af heildar-
innlánum. Ávísanasjóður nam
aðeins 262,4 millj. kr. eða 11,
27% og hlaupar. 314,2 millj. kr.
eða 13,5%.
Bundin innstæða Búnaðar-
bankans í Seðlabankanum er
eins og ég hef áður sagt tæpar
500 milljónir kr. eða um 20%
af heildarinnlánum, og hafa
fram að þessu verið greiddir
aðeins um 7,5% vextir af þessu
fé, en nú verið hækkaðir um
%% eftir að reikningar Seðla-
bankans sýndu mikinn rekstr-
arhagnað hans á síðasta ári.
Þessi lagfæring kemur seint og
bætir lítið úr skák eftir síðustu
launa'hækkanir.
SJÓÐAFARGANIÐ OG
SKIPULAGNING
LÁNASTARFSEMINNAR.
F.V.: Hver er aðstaða banka-
stjóra til að fylgjast með hag
og afkomu viðskiptavina bank-
anna? Teljið þér ástand í þess-
um efnum fullnægjandi og
lánastarfsemina nógu vel skipu-
lagða?
S.H.: Þessari spurningu get
ég ekki svarað á neinn viðhlít-
andi hátt. Aðstaðan er mismun-
andi í bönkunum og því miður
verð ég að játa, að við í Bún-
aðarbankanum höfum ekki á
allra síðustu árum búið við full-
nægjandi eftirlit með rekstri
viðskiptafyrirtækja og má að
nokkru rekja það til hins öra
vaxtar bankans og aðstöðu-
skorts í gamla húsinu við Aust-
urstræti. En einmitt nú með
auknu olnbogarúmi er að taka
til starfa hagdeild við bankann
undir stjórn sérfræðings, sem
hefur það verkefni m.a. að
rannsaka fjárhagsstöðu og
rekstur viðskiptafyrirtækja
bankans. Verða slíkar upplýs-
ingar lagðar til grundvalhir við
mat á fýsileik lánveitinga. En
enda þótt í vaxandi mæli verði