Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 23

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 23
FRJÁLS VERZLUN 21 reynt að kanna og fylgjast með rekstri fyrirtækja og unnið sé að því að skipuleggja lána- starfsemina betur en nú er, þá ber að hafa það í huga að of mikil skipulagning að þessu leyti er verri en engin og skap- ar enn meiri ringulreið í lána- kerfinu. Það er skoðun mín, að brjóstvit, hyggindi, mann- þekking og jafnvel hugboð muni enn um sinn halda velli sem nokkurt leiðarljós í lána- starfsemi á íslandi. Skipulagn- ing á lánastarfseminni er eitt, og þar má ekki ganga of langt á kostnað þess sveigjanleika, sem þarf og verður að vera í út- lánum bankanna, en á hitt vil ég minnast, að ærin ástæða er til að skoða og grisja þann ó- hugnanlega myrkvið, sem er allt sjóðafarganið í landinu. Sjóðir á sjóði ofan hafa verið framleiddir á færibandi á síð- ustu tímum, að því er viðist í algjöru skipulagsleysi, svo að venjulegt fólk og jafnvel kunn- áttumenn eiga þar erfitt með að fóta sig. Út á hvað og hven- ær lánar þessi sjóður og hven- ær lánar hinn sjóðurinn og hvenær lána báðir sjóðirnir og hvenær lánar hvorugur sjóður- inn eða enginn sjóður? í þessu efni er aðeins eitt víst og það er, að aldrei lána allir sjóðirnir. FELLA Á SJÓÐI INN í BANKAKERFIÐ OG LEGGJA NIÐUR SJÓÐI. Nýlega var gerð athyglisverð athugun á fjölda opinberra og há'lfopinberra nefnda, og er vissulega meiri ástæða til að gera hliðstæða heildarathugun á fjölda, verkefnum og ráðstöf- unarfé opinberra lánasjóða og síðan að hefjast handa um að skipuleggja og samræma starf- semi þeirra, sameina sjóði, fella sjóði inn i bankakerfið, leggja niður sjóði og hætta að stoína nýja sjóði og nýja banka um stund. Þarna er mikil gesta- þraut að glíma við. Það mundi vissulega auðvelda bönkunum að skipuleggja betur sína út- lánasarfsemi, ef einhverju skiulagi yrði komið á þessa glórulausa sjóðastarfsemi í land- jnu. SCA-N-I-A BÁTAVELAR Léttbyggðar dieselvélar, | viðurkenndar fyrir gangöryggi. Scania bátavélar 80—240 hestöfl. Scania vélasamstæður 400—1000 hestöfl. Hagstæðir greiðsluskilmálar. SCAIMIA SPARAK ALLÍ IXIEIUA AFLIÐ ISARIM H.F. RYKJANESBRAUT 13, REYKJAVÍK — SÍMI 20720. Alls konar DÝNUR, PÚÐAR, K0DDAR úr svampi. SVAMPÞJÓNUSTAN PÉTUR SNÆLAND HF., Vesturgötu 71 — Reykjavík — Sími 24060.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.