Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 36

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 36
34 FRJALS VERZLUN Á tólfta hundrað nýir áskrifendur að FV Að undanförnu hefur Frjáls Verzlun eignazt marga nýja lesendur, í áskrifendahópinn hafa bætzt hvorki meira né minna en á 12. hundrað áskrifendur síðustu vikurnar. Þetta er árangur af áskrifendasöfnun, sem unnið hefur verið að með tvennum hætti, annars vegar sérstakri kynningu á blaðinu, hins vegar verðlauna-skoðanakönnun. Áskrifenda- söfnunin heldur áfram. Þessi mikla fjölgun áskrifenda er útgefanda og ritstjórn mikið ánægjuefni, og jafnframt mikil hvatning til þess að bæta blaðið að efni og útliti. Má vonandi sjá þess nokkur merki þegar í þessu blaði, að um framfarir sé að ræða. Á næstunni verður unnið úr skoðanakönnuninni, og verður hún vafalaust til leiðbeiningar um efnisval í náinni framtíð, enda var þátttaka í könnun þessari góð. Utgefandi þakkar þeim mörgu, sem gerzt hafa áskrifend- ur blaðsins að undanförnu, og jafnframt þeim fjölmörgu, sem haldið hafa tryggð við blaðið með kaupum og lestri um áraraðir. Traustur hópur kaupenda og lesenda er blaði af þessu tagi lífanker. Og í því sambandi er það að sjálf- sögðu eitt höfuðatriðið, að lesendur hafi sem mest og tíðast samband við blaðið með álit sitt á því og óskir um efni og útlit. Skoðanakönnun blaðsins var hvatning til þess. Tii Kultisuk með FE Eins og vikið er að i pistli hér að ofan, var efnt til skoð- anakönnunar á vegum Frjálsrar Verzlunar. Skoðanakönnun þessi fjallaði um blaðið, en jafnframt var spurt um álit þátttakenda á frjálsri eða opinberri verðlagsmyndun. Seðl- um var dreift um mest allt Reykjavíkursvæðið, og bárust svo mörg svör, að ekki hefur unnizt tími til að ljúka yfir- ferð þeirra. Þátttakendum var heitið því, að dregið yrði úr svarseðl- unum um ferð fyrir tvo til Kulusuk á Grænlandi með Flug- félagi íslands hf. Þar sem sumarið er fljótt að líða, var ekki beðið með að draga úr svarseðlunum. Farmiðana hlaut Sig- ríður Jónsdóttir, Hvassaleiti 73 í Reykjavík, 20 ára ný- stúdent, sem vinnur í sumar í læknamiðstöðinni í Domus Medica. Óskum við henni góðrar ferðar og skemmtunar. Innlendar fréttir IJr ýmsum áttum ÍSLENZK FYRIRTÆKI Fyrir nokkru kom út 400 blaðsiðna rit, íslenzk fyrirtæki, sem Frjálst Framtak h.f. gefur út. í bók þessari eru upplýsing- ar um fjölmörg fyrirtæki, sem hafa óskað eftir skráningu, og er þeim upplýsingum skipt í 5 kafla, en að auki er skrá yfir umboð og önnur yfir vöru- merki. Upplýsingar eru um nöfn og heimili fyrirtækj- anna, stjórnendur og starfs- menn, svo og umboð eða tegund vöru eða þjónustu. Auk fyrirtækja eru skráð ýmis fél- ög, svo og allmargar stofnanir, sem skipta við almenning. Ætl- unin er að þessi bók verði end- urnýjuð með reglulegu millibili og við hana verði aukið jafnt og þétt. íslenzk fyrirtæki má mMtlauitkiKt&Ki i vm/u v oc juvmji ISLENZK FYRIHTÆKII fá hjá útgefanda. Er pöntunum veitt móttaka í síma 82300, eða í pósthólf 1193. 43.576 BIFREIÐAR Bifreiðaeign okkar íslend- inga var í árslok 1969 43.576 bifreiðar, en í árslok 1960 var hún „aðeins” 21.621 bifreið. Sýnir þessi mikla fjölgun bif- reiða á tæpum áratug betur en flest annað hversu miklar og almennar framfarir hafa orðið í þjóðlífinu að undanförnu, þrátt fyrir áföll og margháttuð vandamál, enda er aukningin öll í fólksbifreiðaeign.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.