Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 37

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 37
FRJÁLS VERZLUNÍ 35 ICELAND IN A HURRY Frjálst Framtak h.f. hefur nú nýlega gefið út í stóru upp- lagi á okkar mælikvarða bækl- ing fyrir erlenda ferðamenn hér á landi, Iceland in a hurry. og er honum dreift ókeypis fyrst um sinn. í bæklingi þess- um eru ýmsar samandregnar og handhægar upplýsingar. Á- skrifendur Frjálsrar Verzlunar eiga þess kost að fá bæklinginn fyrir erlenda vini sína og gesti, og má vitja hans á skrifstofu blaðsins að Suðurlandsbraut 12. 4,2 MILLJARÐAR Heildarumsetning Sambands íslenzkra samvinnufélaga á ár- inu 1969 var 4.281.3 milljónir króna, eða 1.209.3 millj. meiri en árið 1968. Tekjuafgangur án afskrifta og endurgreiðslna var 112.5 millj., en að frádregnum afskriftum og endurgreiðslum 21.9 millj. Starfsfólk sambands- ins var í árslok 1969 1.078 manns, 45 færra en í árslok 1968. Starfsfólkinu hefur fækk- að um 247 manns á síðustu þrem árum, bæði vegna þess að sumar smærri starfsgreinar hafa verið lagðar niður og hins að unnið hefur verið að vinnu- hagræðingu með góðum ár- angri. FÆREYINGAR í HEIMSÓKN Á næstunni er væntanlegur hingað til lands hópur kaup- sýslumanna og iðnrekanda frá Færeyjum í kynnisferð, að því er Ulfur Sigurmundsson for- stöðumaður Útflutningsskrif- stofu FÍI tjáði blaðinu. Koma Færeyingarnir væntanlega um líkt leyti og næsta fatakaup- stefna verður haldin í haust. íslendingar hafa átt talsverð og vaxandi viðskipti við Fær- eyinga um árabil, og hefur ver- ið unnið að Því af hálfu íslend- inga, að auka þau enn frekar nú undanfarið. 2 MILLJARÐAR Heildarvelta Loftleiða h.f. á árinu 1969 var rúmlega 2.000 milljónir kr., eða tæplega 602 millj. hærri en árið 1968. Tekju- afgangur var 68.7 millj., en afskriftir námu 404.9 millj. í árslok 1969 voru starfsmenn Loftleiða h.f. 1138 talsins, 33 fleiri en í árslok 1968. 573 HEILDVERZLANIR Skv. bráðabirgðaathugun á vegum Félags íslenzkra stór- kaupmanna, eru 573 heildverzl- anir starfandi hér á landi. Þar af eru 546 einkafyrirtæki. í FÍS eru 183 félagar. Verulegur hluti þessara mörgu heildverzl- ana, getur naumast talizt til heildverzlana í eiginlegri merk- ingu. Þar er um mjög smáan rekstur að ræða í mörgum til- fellum, og öðrum aðeins um hliðarrekstur að ræða. Álagn- ingarreglur þær, sem í gildi eru, ýta mjög undir fjölgun inn- flytjenda, og má rekja heild- verzlun, sem hliðarrekstur, til þess að stórum hluta. 25 ÁRA AFMÆLI Þann 11. júlí s.l. var aldar- fjórðungur liðinn frá fyrsta flugi fslendinga með farþega og póst milli landa. Þá fór Kata- lína—flugbátur Flugfélags ís- lands h.f., sem kallaður var Pétur gamli, frá Reykjavik til Glascow. Það var 11. júlí 1945. Farþegar í þessu fyrsta milli- landaflugi okkar voru 4, en þetta fyrsta ár millilandaflugs- ins alls 56. Fiskibátar í höfn. 5 MILLJARÐAR Vöruútflutningur okkar ís- lendinga fyrstu 5 mánuði þessa árs var fyrir 5.018.838 milljón- ir króna, en á sama tíma árið áður fyrir 2.759.246 milljónir. Vöruinnflutningurinn fyrstu 5 mánuðina í ár var hins vegar fyrir 4.734.589 milljónir króna, en á sama tírna árið áður fyrir 3.848.040 milljónir. — Aukning vöruútflutnings hefur orðið í öllum helztu greinum, þó lang mest í útflutningi sjávarafurða, en einnig geysileg í útflutningi iðnaðarvara, og munar þar mest um álið, en útflutningur á því hófst ekki fyrr en seinni helming ársins í fyrra.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.