Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 38

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 38
36 FRJALS VERZLUN Sjávarútvegur, fiskiðnaður Gildi veiðitilrauna Grein eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing Er ég leit um borð í norska hafrannsóknarskipið G. O. Sars kvöld eitt, er veiðarfæraráð- stefna FAO stóð yfir hér í Reykjavík fyrir skömmu, rak ég strax augun í það að þilfars- rými var af mjög skornum skammti. Ég hjó því eftir því, hvað skýldi taka til barðs, ef afli yrði í betra lagi og ekkert pláss fyrir fiskipOkann á þil- fari. Því var svarað, að rann- sóknarskip fengi aldrei mikinn fisk í pokann. Slíkar sögur — oft ýktar um of — þekkjast víða að og sýna betur en flest annað, að illt er að standa afla- sælum skipstjórum á sporði, jafnvel þótt öll fullkomnustu fiskileitartæki séu fyrir hendi. En þá mætti spyrja, hvers vegna fiskifræðingar og verk- fræðingar eru að gera tilraun- ir með veiðarfæri. Því er til að svara, að markmið slíkra til- rauna er að reyna að betrum- bæta þau veiðarfæri og þau tæki, sem skipstjórarnir vinna með. En því ekki að láta skip- stjórana sjálfa um slíkt? Vegna þess, að árangur er ekki alltaf auðsær í fyrstu, en gæti komið í ljós eftir nokkurn tíma við aðrar aðstæður, eða eftir ein- hverjar breytingar á veiðar- færinu. Skipstjórar eru oft nok'kuð bráðlátir og því síður til tilrauna fallnir en þeir sem ekki eiga úr háum söðli að detta. Auk þess kosta tilraun- ir mikið fé, auk væntanlegs aflataps í fyrstu, þannig að út- gerðarfélög yeigra sér við slík- um útgjöldum, eins og skiljan- legt er. En hvert er þá gildi veiðitil- rauna gerðra af fiskifræðing- um eða verkfræðingum? Ekki gerðu íslenzkir fiskifræðingar og verkfræðingar veiðitilraun- ir á sjó með kraftblökk eða as- dik og urðu íslenzkir skipstjór- ar sarnt sem áður fyrstir til að tileinka sér þessi tæki. Fer ekki bezt á því að láta fiski- fræðinga fýlgjast með göngum fiska og gera alls lags rann- sóknir, sem m. a. miða að því, að reikna út, hver áthrif veið- anna eru á fiskistofnana og láta þar við sitja. Og er ekki gæfu- legast að láta verkfræðinga gera sínar tilraunir inni á rann- sóknarstofu og gefa síðan sjó- mönnum upplýsingar um val og meðferð tækja? Því er til að svara, að sú öra framþróun, sem átt hefur sér stað í íslenzk- um síldveiðum, er. örfáum framsýnum mönnum að þakka, sem sýndu bæði áræði, kænsku og þolinmæði. Ef þessara manna hefði ekki notið við, hefði gildi sérstakrar veiðar- færastofnunar getað komið að notum. Hér að lútandi má benda, á að meðal margra annara þjóða hafa einmitt fiski- fræðingar og verkfræðingar átt mikinn þátt í því að full- komna hringnótaveiðarnar. Enn hagstæðara dæmi um gildi veiðitilrauna, framkvæmd- um af fiskifræðingum og tækni- fræðingum er þróun flotvörpu- veiða í ýmsum löndum. í Þýzkalandi, Frakklandi, Jap- an og Bandaríkjunum hafa slíkar tilraunir verið fram- kvæmdar af opinberum aðilum. Mjög athyglisverðar eru þýzku tilraunirnar. Langan tíma tók að sannfæra þýzku skipstjór- ana um gildi flotvörpunnar. Þegar þýzku togararnir tóku þó upp þessa veiðiaðferð, var veiði tilraununum þó engan veginn hætt, heldur var enn leitazt 1. MYND. millinet (sía) höfudlína Langskurður af tveggja poka vörpu. Örvar merktar 1 sýna Ieið rækju, 2 leið fisks og 3 leið humars.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.