Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 39

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 39
FRJÁLS VERZLUN 37 við að betrumbæta vörpurnar og tækin. Það æxlaðist þannig að vísindamennirnir á rann- sóknarskipinu „Walther Her- vig” voru yfirleitt um ári á undan venjulegu togurunum í þróuninni, þ.e. skipstjórar tog- aranna tóku upp nýjungarnar, sem „Walther Hervig” gerði til- raunir með, yfirleitt ári síðar. Ekki ber að skilja þetta þann- ig, að skipstjórar og nótagerð- armenn hafi alls engan þátt tekið í þróun þessa veiðarfær- is. Þeir lögðu vissulega margt nýtilegt til, en prófun nýjung- anna var þó yfirleitt fram- kvæmd á „Walther Hervig”. Hvað varðar veiðiaðferðina með flotvörpunni, lögðu skip- stjórarnir að sjálfsögðu stærsta skerfinn af mörkum. Hér er gott dæmi um ákjósanlega og giftudrjúga þróim. Um íslenzkar veiðitilraunir á vegum opinberra aðila á síð- ustu árum er vart hægt að skrifa langt mál. Hafrannsókn- arstofnunin hefur haft með höndum slíkar tilraunir tvö s.l. ár. Á þessum tíma hefur verið gerð tilraun með nýja gerð af síldarnót, reynt hefur verið að veiða ýmsar fisktegundir í flot- vörpu, tilraunir með nýjar gerðir af rækjuvörpum standa ýfir og rannsóknir á eiginleik- um efna í veiðarfæri hafa ver- ið framikvæmdar. Um niður- stöður þessara rannsókna hef- ur höfundur þessarar greinar ritað bæði í tímaritið Ægi og í ársskýrzlur Hafrannsóknar- stofnunarinnar og væri of langt mál að endurtaka þær hér. Rétt 2. MYND. er þó að minnast lítillega á hagnýtt gildi þessara tilrauna. Tilraunirnar með síldarnótina sýndu, að bæta má gerð þessa veiðarfæris og gera það ódýr- ara jafnframt. Tilraun sem þessi getur því haft þýðingu í framtíðinni, ef síldveiðarnar ná að rétta við aftur. Flotvörputil- raunirnar hafa sýnt, að erfið- leikum er bundið að fá nægi- legt fiskimagn í flotvörpur við núverandi aðstæður. Tilraun- irnar með nýjar gerðir af rækjuvörpum standa enn yfir og er erfitt að segja fyrir um, hver árangur þessara tilrauna kann að verða, en þó er sýnt nú þegar, að mögulegt er að veiða rækju og fisk í eina og sömu vörpu, þannig að rækjan og fiskurinn lendi í sitt hvoru- um poka. Á sama hátt er mögu- legt að veiða rækju og humar í sameiningu. Við framfcvæmd þessara tilrauna fundust og allfengsæl rækjumið út af Norðurlandi, sem vonandi verða nýtt í framtíðinni. Tilraunirnar á efnum í veiðarfæri hafa þeg- ar komið bæði kaupendum og íslenzkum seljendum veiðar- færa að notum. Sem dæmi um tilhögun veiði- tilrauna er ekki úr vegi að minnast ögn nánar á yfirstand- andi rækjuveiðitilraunir. Flest- ar rækjutegundir lifa fast við botn eða jafnvel grafa sig nið- ur í botninn, okkar rækja þó sennilega í mun minna mæli en flestar aðrar tegundir. Er styggð kemur að rækjunni, sem er á botninum, hefur hún þá áráttu að synda upp. Þessi atr- iði verður að hafa í huga, þeg- ar rækjuvörpur eru hannaðar. Ennfremur vitum við, að hér finnst oft rækja saman með fiski eða humri. Því hafa verið gerðar tilraunir með vörpugerð sem sýnd er á 1. mynd. Pokar vörpu þessarar eru tveir og er rækjunni ætlað að lenda í hin- um efri, en fiski og/eða humri í hinum neðri. Til þess að aftra fiski frá því að lenda í efri poka er sérstöku neti, svokall- aðri síu, komið fyrir eins og sýnt er á myndinni, í gegnum hverja rækjunni er ætlað að fara. Þetta hefur reynzt nokk- uð vel, en stundum eru þó brögð að því, að rækjan hoppi ek'ki nógu hátt upp og lendi því í neðri poka, þaðan sem hún á greiða leið út í gegnum hið stórriðna fiskinet. Annar mögu- leiki er sá að snúa kerfinu við og láta fínriðna rækjupokann vera neðan við stórriðna fisk- pokann og láta netsíuna fyrir op neðri pokans svo sem sýnt er á 2. mynd. Með því móti er æskilegt að toga hraðar, svo að rækjan fái of nauman tíma til að komast upp í efri pokann. Og með hraðara togi er farið yfir stærra svæði, svo að fisk- afli eykst og einnig rækjuafli þó því aðeins að netið skafi botninn nógu vel. Ætlunin er að reyna slífca vörpu í sumar. Varðandi veiðitilraunir í framtíðinni kemur nýja rann- sóknarskipið „Bjarni Sæmunds- son” til með að verða mjög þýð- ingarmikið. Þar um borð verða gerðar ýmsar tilraunir með nýj- ar botn- og flotvörpur af þeirri stærð, sem henta mundi togur- um okkar. Langskurður af tveggja poka vörpu með öðru fyrirkomulagi millinets. Örvar 1 sýna leið rækju og 2 leið fisks. Þessi gerð er ekki ætluð til humarveiða.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.