Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 44

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 44
42 FRJALS VERZLUN HRAÐFRYSTING SKREIÐARVERKUN SALTFISKVERKUN ÚTGERÐ BEITUSALA ÍSSALA STARFRÆKJUM FISKBÚÐ. HtfflHiÍlilÍlitÍllllSlf SlMAR: SKRIFSTOFA 3727 - FISKBÚÐ 3497 llllliiiiilíiilllllil!il!llllllliilllllilllllll!il!iiiiimlilU!iiiííilillilíllíilll!lllll!S!liiil!!illiil{lilliiiiiíilHlllllllli»llilini: HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 & til frekari vinnslu í verksmiðj- um dótturfyrirtækja S.H. og S.Í.S. Vegna tollmúra er úti- lokað eins og stendur að full- vinna fiskinn hér heima fyrir Bandaríkjamarkað. Það væri hins vegar að líkindum mögu- legt fyrir EFTA-markaðinn, en eftirspurnin er nú slík í Banda- ríkjunum, að trúlega yrði að skerða söluna þangað til þess að sinna EFTA-markaðnum. Ef við íslendingar verðum svo á einhvern h'átt aðilar að EBE, opnast og markaður á þeim vettvangi. Við þurfum að sjálf- sögðu að hatfa vakandi auga á öllum möguleikum til frekari vinnslu hraðfrysta fisksins hér heima, þótt Bandaríkjamarkað- urinn sé svo hagstæður nú, sem raun ber vitni, enda má ekki gleyma því, að mikið verðfall hefur átt sér stað varðandi blokkina og það getur átt sér stað aftur. En sölumöguleikarn- ir eru yfirleitt þannig, að á- stæðulaust er að ætla annað en hraðfrystiiðnaðurinn geti selt allt það fiskmagn, sem hann annar. Vissulega er fisk- urinn í sjónum ekki ótæmandi uppspretta, en á hinn bóginn getur hraðfrystiiðnaðurinn átt fyrir höndum þýðingarmesta og jafnframt vaxandi hlutverk í sköpun útflutningsverðmæta. Þessu hlutverki gegnir hami eins og sakir standa, og á það ber því að leggja rika áherzlu, að veita honum svigrúm og lið til að aðlaga sig nýjum kröfum um vinnubrögð og vörugæði, og eftir atvikum fjölbreyttari og enn verðmætari framleiðslu. Starfsfólk í frystihúsunum er yfirleitt gott, og á það ber að leggja áherzlu að skapa því góð vinnuskilyrði, svo að frysti- húsin hafi áfram gott fólk í þjónustu sinni. Ef þróunin verð- ur sú, að fiskiðnaðurinn getur ekki keppt við aðrar starfsgrein ar, er hætta á ferðum. Framá- mönnum í fiskiðnaðinum er þetta ljóst, og ég held að við getum leyft okkur að vera nokkuð bjartsýnir. Þróunin stefnir áfram að verðmætari vinnslu, aukinni framleiðni og auknum vörugæðum, og frysti- húsin munu kappkosta að fylgj- ast með þeirri þróun.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.