Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.06.1970, Qupperneq 49
FRJALS VERZLUN 47 Sjávarútvegur, fiskiðnaður IMiðursuðuiðnaðurinn er tækni- væddur, en sölukerfið vantar Viðtai við Tryggva Jónsson forstjóra Ora hf. í Kópavogi Hér höfum við húsnæ'ði og vélakost, sem myndi með smá- vægilegri viðbót við frystingu og kælingaraðstöðu nægja til að auka afköstin um meira en helming írá því sem nú er. Og með því að verksmiðjan snéri sér eingöngu að fiskafurðum, gætum við margfaldað fram- leiðsluverðmætin. Starfsfólkið, sem nú er 40—70 manns, yrði að staðaldri um 120 manns. Sannleikurinn er sá, að þetta dæmi gildir fyrir niðursuðuiðn- að okkar íslendinga í heild. Hann er tæknivæddur, en það sem vantar, er sölukerfið er- lendis. Ef það væri fyrir hendi, gæti niðursuðuiðnaðurinn þeg- ar í stað fjór- eða fimmfaldað magn og verðmæti útfluttra niðursuðuvara frá því sem var í fyrra, en þá nam útflutningur- inn 1.450 tonnum og tæpum 123 milljónum króna. Mögu- leikar okkar eru þó miklu stærri, þegar frá líður. Ég lít því svo á, að stórátak í sölu- málum niðursuðuiðnaðarins hafi nú grundvallarþýðingu fyrir þjóðarbúskapinn, jafnt frá sjónarmiði atvinnusköpun- ar og verðmætasköpunar. Það er Tryggvi Jónsson for- stjóri ORA hf. í Kópavogi, sem þetta segir, um leið og hann fylgir okkur um sali verk- smiðju sinnar, sem er í stuttu máli sagt glæsileg. Tryggvi er einn reyndasti iðnrekandi á þessu sviði hérlendis, og hefur því af miklu að miðla, þegar leitað er upplýsinga. 12—15 aðilar. Niðursuðu- verksmiðjur, sem starfræktar eru að staðaldri eru 12—-15 talsins á öllu landinu, en þar af eru 5 nokkuð stórar. Engin verksmiðjanna er það stór, að geta á eigin spýtur framleitt verulegt magn til útflutnings. Þar verður að koma til sam- vinna. Og niðursuðuiðnaðurinn, sem heild, megnar heldur ekki að koma á fót nauðsynlegu sölukerfi erlendis, nema veruleg aðstoð komi til í byrjun. Framleiðsla. Til þessa hefur framleiðsla verksmiðjanna mestmegnis verið úr síld. Rækja hefur einnig verið unn- in í verulegum mæli sum árin. Ýmislegt fleira hefur einnig verið reynt af og til. í fyrra var t. d. mikið unnið úr þorskfiski og grásleppuhrogn unnin í tölu- verðum mæli. Framleiðslan tvö síðustu ár var þessi: Hluti af vélum ORA hf. Niðursuðuiðnaðurinn býður stærri verk- efna, þar til sölukerfi kemst á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.