Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 64

Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 64
62 FRJAL5 VERZLUN Erlendar fréttir Lr öllum álfum VÖRUFLUTNINGAR MEÐ FLUGVÉLUM STÓRAUKAST Síðasta áratug hafa vöru- flutningar með flugvélum auk- izt stórkostlega, einkum eftir að umbætur voru gerðar á skipu- lagi og tækni við lestun og los- un, er þotuflugið varð almennt. Framan af fluttu flugvélar einkum viðkvæman eða áríð- andi varning, svo og póst og blöð. Nú má segja að þær flytji allt milli himins og jarðar. Sem dæmi um aukninguna má nefna, að flutningamiðstöð í Kaupmannahöfn, sem tekin var í notkun 1967 og þótti þá risastór, er orðin svo ásetin, að á döfinni er að stækka hana um nær helming einungis vegna fyrirsjáanlegra þarfa á allra næstu árum. SAS flytur mikinn hluta af þeim vörum, sem um miðstöðina fara, en á síðasta starfsári SAS flutti fél- agið um 80 þús. tonn af vör- um. Gert er ráð fyrir að vöru- flutningar með flugvélum hafi fimmfaldazt 1975 frá árinu 1967. BEZTA KÚ í HEIMI? Dönsk kú, af svokölluðum Jerseystofni, er sögð bezta kú í heimi, enda hafa afurðir henn- ar síðustu 10 ár verið 5.078 kg. af smjöri. Kýr af þessum stofni hafa stórvaxið í áliti í Danmörku á síðustu árum, og á Fjóni, þar sem RDM stofn hefur verið nær einráður, eru nú 46% kúnna af Jerseystofni. MILLJÓN VW FRÁ V0LSW4GEN DO BRASIL Þann 8. júlí sl. var millj- ónasta Volkswagen bifreiðin afgreidd frá Volkswagen do Brasil, en þetta útibú þýzku VW verksmiðjanna er stærsta útibú þýzks iðnaðar erlendis. Rekstur Volkswagen do Brasil, sem er í Via Anchieta við Sao Paulo í Brasilíu, hófst 1953. Framleiðsla hófst 1957, í september, og til ára- móta var lokið við 370 bif- reiðar. Árið 1969 var lokið við 178.179 bifreiðar. Fram- leiðslan er sem næst 1.000 bifreiðar hvern vinnudag, og fer jafnt og þétt vaxandi. Starfsmenn Volkswagen do Brasil eru 23.000 talsins. Árið 1969 greiddi Volks- wagen do Brasil í opinber gjöld í Brasilíu rúmlega 500 miiljónir Cruzeiros. Önnur fyrirtæki í bifreiðaiðnaði í Brasilíu greiddu í opinber gjöld það ár álíka upp'hæð til samans. TVÆR MILLJÓNIR Á ÁRI Árið 1969 framleiddu all- ar verksmiðjur Volkswagen 2.094.438 bifreiðar, og eru þá meðtaldar bifreiðar af gerðunum NSU og AU, 264,- 414 talsins. Framleiðsluaukn- ingin frá 1968 nam 17.8%. Framleiðsla NSU og AU bif- reiða einna jókst um 72%. Á árinu 1969 voru fram- leiddar í heiminum um 29 milljónir bifreiða. EFNAIÐNAÐURINN MET- HAFI í AUGLÝSINGUM Rannsókn, sem nýlega var gerð í Austurriki á auglýsing- um, leiddi í ljós, að efnaiðnað- urinn á þar glæsilegt auglýs- ingamet, en hann greiðir um 33% af öllum auglýsingakostn- aði í landinu. Auglýsingar um efnavörur, mat- og nýlenduvör- ur voru um 60% allra auglýs- inga í Austurríki, þegar rann- sóknin var gerð. STÓRMARKAÐUR í GODTHÁB Nú er á döfinni, að byggja fyrsta stórmarkaðinn í Græn- landi, nánar tiltekið í Godtháb. Stofnað hefur verið félag til að annast uppbyggingu markaðs- aðstöðunnar. Að undanförnu hefur verið byggt mikið upp í Godtháb, og er nú talið nauð- synlegt, að stofna þar stórmark- að, þar sem verði verzlanir, þjónustufyrirtæki og stofnanir. FRÆG PÍANÓFRAMLEIÐSLA Austurríkismenn eru frægir píanósmiðir, og annarra þjóða píanósmiðir sækja í miklum mæli þekkingu til Austurríkis. 90% af píanóum, sem búin eru til í Austurríki eru seld til annarra landa, einkum Banda- ríkjanna, Vestur-Þýzkalands, Englands, Japans og Frakk- lands. Þar af eru 60% venju- leg píanó til einkanota, en 40% konsertflyglar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.