Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 64
62 FRJAL5 VERZLUN Erlendar fréttir Lr öllum álfum VÖRUFLUTNINGAR MEÐ FLUGVÉLUM STÓRAUKAST Síðasta áratug hafa vöru- flutningar með flugvélum auk- izt stórkostlega, einkum eftir að umbætur voru gerðar á skipu- lagi og tækni við lestun og los- un, er þotuflugið varð almennt. Framan af fluttu flugvélar einkum viðkvæman eða áríð- andi varning, svo og póst og blöð. Nú má segja að þær flytji allt milli himins og jarðar. Sem dæmi um aukninguna má nefna, að flutningamiðstöð í Kaupmannahöfn, sem tekin var í notkun 1967 og þótti þá risastór, er orðin svo ásetin, að á döfinni er að stækka hana um nær helming einungis vegna fyrirsjáanlegra þarfa á allra næstu árum. SAS flytur mikinn hluta af þeim vörum, sem um miðstöðina fara, en á síðasta starfsári SAS flutti fél- agið um 80 þús. tonn af vör- um. Gert er ráð fyrir að vöru- flutningar með flugvélum hafi fimmfaldazt 1975 frá árinu 1967. BEZTA KÚ í HEIMI? Dönsk kú, af svokölluðum Jerseystofni, er sögð bezta kú í heimi, enda hafa afurðir henn- ar síðustu 10 ár verið 5.078 kg. af smjöri. Kýr af þessum stofni hafa stórvaxið í áliti í Danmörku á síðustu árum, og á Fjóni, þar sem RDM stofn hefur verið nær einráður, eru nú 46% kúnna af Jerseystofni. MILLJÓN VW FRÁ V0LSW4GEN DO BRASIL Þann 8. júlí sl. var millj- ónasta Volkswagen bifreiðin afgreidd frá Volkswagen do Brasil, en þetta útibú þýzku VW verksmiðjanna er stærsta útibú þýzks iðnaðar erlendis. Rekstur Volkswagen do Brasil, sem er í Via Anchieta við Sao Paulo í Brasilíu, hófst 1953. Framleiðsla hófst 1957, í september, og til ára- móta var lokið við 370 bif- reiðar. Árið 1969 var lokið við 178.179 bifreiðar. Fram- leiðslan er sem næst 1.000 bifreiðar hvern vinnudag, og fer jafnt og þétt vaxandi. Starfsmenn Volkswagen do Brasil eru 23.000 talsins. Árið 1969 greiddi Volks- wagen do Brasil í opinber gjöld í Brasilíu rúmlega 500 miiljónir Cruzeiros. Önnur fyrirtæki í bifreiðaiðnaði í Brasilíu greiddu í opinber gjöld það ár álíka upp'hæð til samans. TVÆR MILLJÓNIR Á ÁRI Árið 1969 framleiddu all- ar verksmiðjur Volkswagen 2.094.438 bifreiðar, og eru þá meðtaldar bifreiðar af gerðunum NSU og AU, 264,- 414 talsins. Framleiðsluaukn- ingin frá 1968 nam 17.8%. Framleiðsla NSU og AU bif- reiða einna jókst um 72%. Á árinu 1969 voru fram- leiddar í heiminum um 29 milljónir bifreiða. EFNAIÐNAÐURINN MET- HAFI í AUGLÝSINGUM Rannsókn, sem nýlega var gerð í Austurriki á auglýsing- um, leiddi í ljós, að efnaiðnað- urinn á þar glæsilegt auglýs- ingamet, en hann greiðir um 33% af öllum auglýsingakostn- aði í landinu. Auglýsingar um efnavörur, mat- og nýlenduvör- ur voru um 60% allra auglýs- inga í Austurríki, þegar rann- sóknin var gerð. STÓRMARKAÐUR í GODTHÁB Nú er á döfinni, að byggja fyrsta stórmarkaðinn í Græn- landi, nánar tiltekið í Godtháb. Stofnað hefur verið félag til að annast uppbyggingu markaðs- aðstöðunnar. Að undanförnu hefur verið byggt mikið upp í Godtháb, og er nú talið nauð- synlegt, að stofna þar stórmark- að, þar sem verði verzlanir, þjónustufyrirtæki og stofnanir. FRÆG PÍANÓFRAMLEIÐSLA Austurríkismenn eru frægir píanósmiðir, og annarra þjóða píanósmiðir sækja í miklum mæli þekkingu til Austurríkis. 90% af píanóum, sem búin eru til í Austurríki eru seld til annarra landa, einkum Banda- ríkjanna, Vestur-Þýzkalands, Englands, Japans og Frakk- lands. Þar af eru 60% venju- leg píanó til einkanota, en 40% konsertflyglar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.