Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 21

Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 21
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 21 I lÁlI A Bezta tegunef turtoferti mmm msstíJöR Kaupfébg Eywfinga Mf. SMJÖ9MKISGÍ&0 ISAWA60AS? urgreiðslurnar byrjuðu. Hér hefur þó ekki ver- ið tekið með í reikninginn, að innheimta skatt- anna og greiðsla niðurgreiðslanna hefur haft ein- hvern aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkis- sjóð, þannig að raunveruleg skattahækkun yrði nokkru meiri. Niðurgreiðslur valda röskun á verðhlutföllum innan atvinnugreina. Þegar ein afurð einhvers atvinnuvegar er níð- urgreidd, en aðrar ekki, veldur það röskun á framleiðsluhlutföllum innan atvinnuvegarinns. Tökum dæmi úr landbúnaði. Gerum ráð fyrir, að afurðaverð til bænda sé ákveðið í samræmi við framleiðslukostnað. Yrðu þá til dæmis ákveðin verðhlutföll milli dilkakjöts. nauta- kjöts og svínakjöts. Ef ein kjöttegundin verður greidd niður, breytast verðhlutföllin gagnvart neytendum, og eftirspui'n eftir þeirri kjötteg- und eykst á kostnað hinna tegundanna. T. d. gæti sauðfjái'bóndinn selt afurð sína, ef dilka- kjöt yrði greitt niður, en hinir bændurnir, sem framleiddu nauta- og svínakjöt sætu eftir með sárt ennið. Svipuð röskun getur einnig átt sér stað, séu tvær eða fleiri afurðir framleiddar sam- hliða, ef ein er niðurgreidd en hinar ekki. Við sauðfjárrækt eru höfuðafurðirnar kjöt, ull og gærur. Verð til framleiðenda á ull og gærum hefur ákvarðazt af heimsmarkaðsverði á þess- um afurðum. Verð á kjöti hefur hins vegar hækkað langt upp fyrir heimsmarkaðsverð, en með niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum hefur útsöluverði verið haldið nógu mikið í skefjum, til þess að unnt er að selja það. Gagn- vart framleiðandanum snýr sú mynd, að hann fær langmest fyrir kjötframleiðslu sína, og þar af leiðandi hlýtur hann að leggja sig mest eftir að auka hana, án þess að hugsa jafn mikið um hinar afurðirnar. Raunverulegt framleiðslu- verðmæti getur verið allt annað, en niðurgreiðsl- urnar hafa brenglað öllum hlutföllum. Seint mun ganga að kveða niður niður- greiðslumóra, en látum okkur ekki loka augun- um fyrir því, sem hann hefst að. Bifreiðaviðgerðir Réttingar Sprautun Önnumst hvers konar viðgerðir, réttingar og sprautun á öllum tegundum bifreiða. Höfum umboð fyrir SKODA á Vestfjörðum. Reymð viðskiptin við stærsta bifreiðaverkstæði Vestfjarða. BÍLAVERKSTÆÐI tSAFJARÐAR H.F. SELJALANDSVEGI 84, ISAFIRÐI. SlMI 94 3379.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.