Frjáls verslun - 01.02.1971, Side 35
sig í sín störf, eins og flestir
aðrir. Það er sérstakt fyrirbæri,
ef kaupmaður þarf ekki að
hafa sig allan við. Ég þekki
ekki slíkt dæmi.
— En kaupmennskan, hvern-
ig er hún annars?
— í mínum augum er hún
ábyrgðarmikið þjónustustarf.
Verzlunarþjónustan er vafa-
laust einhver mikilvæeasta
þjónusta í nútímaþjóðfélagi,
um hana fara miklir fiár-
maensstraumar, sem mikil-
vægt er að skili öllum almenn-
ingi, og kaunmönnum þar
með, árangri af striti hvers-
dagsins. Hagkvæmni í verzlun-
arrekstri er sparnaður fyrir
alla, við getum sagt með ein-
földum orðum, að hún auki
kaupmátt launanna.
— Og hvernig líkar þér
starfið?
— Það er fjölbrevtt og að
mörgu levti skemmtileet. Mað-
ur er í rrnðri hringiðunni og
kvnnist fiölda fólks í samstarfi
og viðskiptum. Ánægjuieg
kynni við viðskiptavini, st«tt-
arbræður og samstarfsfólk
bæta margt upn, sem aflaga
fer. En vandamálin eru dag-
legt brauð, og mér þykir verst,
að flest eru þau raunverulega
sprottin af úreltum hugsunar-
hætti, sem enn ræður mestu
um stöðu verzlunarinnar hér
á landi. Þetta er vanþróaður
hugsunarháttur, íslenzk verzl-
un er áratugum á eftir hvað
þjóðhagslegan árangur snertir,
af því að frjáls samkeppni og
hagkvæmur rekstur fær ekki
að njóta sín. Okkur kaupmönn-
um er í flestum atriðum alger-
lega meinað að ná meiri hag-
kvæmni. og er hreinlega refsað
fyrir viðleitni í þá átt, þar sem
við getum bætt um. Hér er
gengið rakleitt á hlut nevtenda
og alls almennings í landinu.
Það er staðreynd, að við ís-
lendingar evðum daglega stór-
fé í neyzluvörur og þjónustu
umfram það, sem eðlilegt getur
talizt, þetta eru peningar, sem
aðrar þjóðir græða á íslenzk-
um miðaldafordómum. Þessi
vandamál eru mér og öðrum
kaupmönnum þyrnir í augum,
af því hve þau skerða stórlega
möguleika okkar til þess að
gegna því hlutverki, sem felst
í eðli verzlunarreksturs, Ég
held að fátt sé okkur íslend-
ingum nauðsynlegra en að
endurmeta gildi verzlunarinn-
ar og þjónustuatvinnuveganna
yfirleitt.
MYNDIR:
1. Oskar Jóhannsson kaup-
maður í verzlun sinni, Sunnu-
búðinni í Mávahlíð 26, en
Sunnubúðin er einnig í Sörla-
skjóli 42.
2. Óskar ásamt konu sinni,
Elsu Friðriksdóttir, og börnum.
Börnin eru, f. v. Frið'rik Þór,
verzlunarskólanemi og kunnur
frjálsírbtóttamaður, Guð'ný
Rósa, gjaldkeri í Verzlunar-
banknum, Helga Guðrún, inn-
kaupastjóri í Sunnubúðinni,
hálfsystirin Sigrún, húsmóðir -
og skrifstofustúlka lijá bæjar-
fógetanum í Hafnarfirði Ósk-
ar Jóhann, gagnfræðaskóla-
nemi.