Frjáls verslun - 01.03.1971, Side 38
36
GREINAR OG VIÐTOL
FRJALS VERZLUN NR. 3 1971
Samvinnuverzlun og þjónusta í Hafnarfirði og Garðahreppi
Samvinnuverzlun og þjónusta í Mosfellssveit
KAUPFÉLAG KJALARNESÞINGS, BRÚARLANDI
Samvinnuverzlun og þjónusta í Grundarfirði
KAUPFÉLAG GRUNDFIRÐINGA, GRUNDARFIRÐI
ig eru gefin út rit, Hlynur og
Samvinnan, svo og er nýlega
hafin útgáfa fréttabréfs, Sam-
bandsfrétta.
Þá er eftir að geta starf-
semi erlendis. Kaupmanna-
hafnarskrifstofa var stofnuð
1915 og var hún rekin til 1958.
Sambandið rekur nú skrifstofu
í Hamborg og aðra í Londan,
sem áður var í Leith. Þá rekur
Sambandið í samvinnu við
frystihúsin verksmiðju og sölu-
félag í Bandaríkjunum, sem
vinnur og selur sjávarafurðir.
Þetta eru megindrættirnir.
FRÆÐSLUSTARFSEMI
ÞÝÐINGARMIKIL.
FV: Nú hefur samvinnu-
hreyfingin haldið úti fræðslu-
starfsemi, eins og þú minntist
á. Hvernig gengur sú starf-
semi og hvers virði telur þú að
hún sé?
EE: Jú, það hefur verið reynt,
að halda úti fræðslu- og kynn-
ingarstarfsemi í nokkrum
mæli, og ég held að sá þáttur
þyrfti að aukast. Hins vegar er
það visst vandamál. Nú troða
fjölmiðlar svo miklu bæði í
gegn um eyru og augu af alls
konar efni, að það er orðið erf-
iðara að reka öfluga kynning-
arstarfsemi en áður var. Nú er
í athugun eitt atriði, sem ég
vil sérstaklega víkja að, en það
er svokölluð leshringastarfsemi
innan kaupfélaganna, að
norskri fyrirmynd, sem hefur
þar í landi gefið góða raun.
Þessi starfsemi snýst bæði um
samvinnuhreyfinguna og störf,
sem unnin eru innan hennar
vébanda. Ég tel mjög æskilegt
og raunar mikilvægt, að hinn
almenni félagsmaður geti
fylgzt með rekstri samvinnu-
félaganna frekar en nú er. Og
þegar rætt er um þessi mál á
breiðari grundvelli, þá tel ég
að almenningur þurfi að fá
miklu meiri fræðslu og vitn-
eskju um efnahagsmál og at-
vinnulífið, hvernig verðmæti
skapast og hvernig þeim er
ráðstafað, m. a. í hinum ein-
stöku fyrirtækjum. f þessu
efni held ég að við séum eftir-
bátar nágrannaþjóðanna. En
almenn þekking á þessum mál-
um held ég að myndi skapa
raunhæfara almenningsálit í
efnahagsmálum.
TILRAUN MEÐ SAM-
VINNUNA.
FV: Einn þátturinn, sem
rekinn hefur verið innan
fræðslustarfseminnar, útgáfa