Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 40

Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 40
38 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 Samvinnuverzlun og þjónusta á Patreksfirði og Tálknafirði KAUPFÉLAG PATREKSFJARÐAR KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR Samvinnuverzlun og þjónusta í Bíldudal í Arnarfirði KAUPFÉLAG ARNFIRÐINGA, BlLDUDAL Samvinnuverzlun og þjónusta á Þingeyri í Dýrafirði KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA, ÞINGEYRI svo, að stjórnmál hafa bland- azt inn í þetta, ekki bara hér á íslandi. heldur og ekkert síður í nágrannalöndunum. Það eru viss pólitísk öfl, sem hafa talið sig meira félagshyggjusinnandi en önnur og hafa reynt að greiða götu samvinnuhreyfing- arinnar. Svo eru aftur önnur öfl, sem hafa talið annað fyrir- komulag heppilegra, þannig að þarna hefur verið um pólitísk- an ágreining að ræða, og stjórnmálin hafa blandazt inn í. Hér á íslandi var það svo, þegar samvinnuhreyfingin var að hazla sér völl, þá naut hún stuðnings ákveðins stjórnmála- flokks, og þar voru hugsjóna- tengsl á milli, sem ég held að séu enn fyrir hendi. Það er ekki óeðlilegt að þeir stjórnmála- flokkar, sem hneigjast fremur en aðrir að félagshyggju, styðji samvinnufélögin. FV: Er þá eðlilegt, að sam- vinnuhreyfingin beinlínis launi stjórnmálaflokki sérstaklega þessi hugsjónatengsl og stuðn- ing, sem að sjálfsögðu kann að vera umdeildur? Því hefur oft verið fleygt, að kaupfélögin séu notuð í þágu Framsóknar- flokksins, jafnvel með við- skiptakúgun, en flestir stjórn- endur samvinnufélaganna eru jú Framsóknarmenn og flokksbundnir. EE: Hvað þessari spurningu viðvíkur, vil ég vísa til þess, sem ég sagði áðan, að sam- vinnuhreyfingin studdist veru- lega við Framsóknarflokkinn, þegar hún var að vaxa upp, og það var Framsóknarflokkurinn, sem beitti sér fyrir því. að sett voru sérstök lög um samvinnu- félögin á sínum tima. Það var ekki óeðlilegt, að það væru frekar Framsóknarmenn, sem stjórnuðu kaupfélögunum þá, ef stjórnendurnir voru pólitískt sinnaðir, þegar málin eru skoð- uð í því ljósi, sem þá ríkti. Ég held að það hafi orðið mik- il breyting á þessu í seinni tíð og flokkspólitíkin hafi minnk- að, hvað þetta snertir. Og póli- tísku viðhorfin, sem að sam- vinnuhreyfingunni snúa, hafa breyzt í heild, ekki aðeins hjá Framsóknarflokknum. heldur einnig hjá öðrum flokkum, og á ég þá sérstaklega við Sjálf- stæðisflokkinn, sem sýnt hefur samvinnuhreyfingunni meira hlutleysi en áður. En eins og menn vita, stóð oft hörð bar- átta um verzlunina í landinu, þá voru oft tvær fylkingar, sem

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.