Frjáls verslun - 01.03.1971, Side 41
39
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971
áttust við, annars vegar Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem studdi
einkaverzlunina, hins vegar
Framsóknarflokkurinn, sem
studdi samvinnuverzlunina.
Mér finnst pólitíkin miklu
minna áberandi í þessum mál-
um en áður, og má þá minna
á. að stjórn Sambandsins, sem
áður var eingöngu skipuð Fram
sóknarmönnum, er það ekki
lengur.
Varðandi það atriði, að sam-
vinnufélögunum sé beitt fyrir
Framsóknarflokkinn, jafnvel
með viðskiptakúgunum, þá vil
ég algerlega neita því. Rekstur
kaupfélaganna og Sambandsins
miðast fyrst og fremst við það,
að hann gangi vel, og þar eru
menn ekki dregnir í pólitíska
dilka, eftir því sem ég bezt
veit.
SAMA SKATTLAGNINGIN.
FV: Hvernig eru samvinnu-
félögin skattlögð nú, samanbor-
ið við einkarekstur?
EE: Þau eru nú skattlögð á
svipaðan hátt og hlutafélög.
Þó er samvinnufélögunum
heimilt að endurgreiða tekju-
afgang eftir að ársuppgjöri lýk-
ur, sem ég tel nú meira forms-
GREINAR OG VIÐTÖL
atriði, þar sem aðrir geta veitt
afslætti við kaup. Sum sam-
vinnufélögin hafa einnig gert
það að einhverju marki eins
og t. d. KRON.
VERÐBÓLGAN ER
ÞRÁNDUR í GÖTU.
FV: Hver er skýringin á því,
að einstök samvinnufélög hafa
farið á hausinn að undanförnu,
og hver eru helztu vandamál
samvinnureksturs í landinu?
EE: Það gerist af og til, að
fyrirtæki verða gjaldþrota, og
það á ekki sérstaklega við um
kaupfélög, eins og sagan sýnir,
síður en svo. Nú, það hafa þrjú
kaupfélög orðið gjaldþrota síð-
ustu árin, og af ýmsum ástæð-
um. Það hefur verið erfitt að
reka verzlun úti á landsbyggð-
inni. Þá hafa komið til sérstak-
ar ástæður í sumum tilfellum.
Helzta vandamálið í rekstri
samvinnufélaganna, er að mínu
áliti sú verðbólguþróun, sem
gengið hefur yfir s. 1. 25 ár, og
sá óstöðugleiki í efnhagslífinu,
sem fylgt hefur eða jafnvel
verið undirrótin, Þetta hefur
bitnað á samvinnufélögunum,
eins og öðrum aðilum í við-
skiptum og atvinnurekstri. Og
ég tel að þetta sé það, sem
mestu hefur skipt. Það má
benda á, í samhengi við þetta,
að þróunin hefur orðið þannig,
að mjög erfitt hefur verið að
reka smásöluverzlun, sérstak-
lega á smærri stöðum út um
landið, ef veita á þá þjónustu,
sem viðskiptamenn og félags-
menn telja nauðsynlega. Það
hefur verið ákaflega erfitt, mið-
að við þær reglur sem nú gilda
um þessi mál. Þá er það einnig
sama vandamálið og í öðrum
rekstri, að oft vantar tilfinnan-
lega fjármagn, þar sem verð-
bólgan hefur étið látlaust af
því hvern bitann af öðrum og
oft í stórum stíl, þegar mest
hefur gengið á. Sjóðir, sem
höfðu safnazt á mörgum árum,
og áttu að vera til taks, hafa
brunnið upp í þessari verð-
bólgu. Þannig hefur verðbólg-
an á ýmsan hátt valdið sífelld-
um vanda í öllum rekstri, og
að mínum dómi verið sá Þránd-
ur í Götu, sem samvinnufélögin
og annar rekstur hefur liðið
mest fyrir..
FV: Hvaða umbætur eru mik-
ilvægastar í samvinnurekstrin-
um, og fara þær algerlega sam-
an við hagsmuni annars at-
vinnureksturs í landinu?
EE: Þeir hagsmunir, sem
varða sjálfan rekstrargrund-
völlinn. hljóta að vera svipaðir
hjá hinum ýmsu félagsformum.
Þegar kemur að því að úthluta
tekjuafgangi, skiljast leiðir hjá
samvinnufélögunum og einka-
rekstri. Þá má ekki gleymi því,
að samvinnufélög eru ekki að-
eins viðskiptastofnanir, heldur
einnig félagsmannasamtök.
Þeim ber skylda til þess, að
taka tillit til félagsmanna. En
oft eru það sömu vandamálin,
sem við er að stríða hjá sam-
vinnufélögunum og einkafyrir-
tækjum..
Fyrir utan það að ná tökum
á efnahagsþróuninni, sem er
auðvitað hagsmunamál allrar
þjóðarinnar, tel ég mikilvægast
fyrir okkur og það sem við get-
um sjálfir helzt ráðið við á eig-
in spýtur, að auka hvers konar
hagræðingu, skipulag og tækni,
en að þessu hefur verið unnið
hjá okkur undanfarin ár. Vil
ég minna sérstaklega á að við
höfum í vaxandi mæli notfært
okkur rafreikna við skýrslu-
gerð og bókhald, en þar er um
að ræða viss grundvallaratriði
til aukinnar 'hagkvæmni og
stjórnunar á rekstrinum. Fleiri
og fleiri kaupfélög notfæra sér
Aðrar höfuðstöðvar SÍS í Árm úla i Reykjavík.
Fiskverksmiðjan Ilarrisburg í Bandaríkjunum.