Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Page 59

Frjáls verslun - 01.03.1971, Page 59
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 57 hlutverki og mikilvægi kaup- stefnunnar. Manni gremst, þeg- ar af 200 viðskiptavinum fram- leiðanda, aðeins fjórðungur kemur til að skoða kaupstefnu sem þessa, en þetta á eftir að lagast með tímanum. Það má kannski einnig segja það um kaupstefnur að þær verða til þess, að maður fer síður á staði úti á landi, sem er dálítið slæmt, því að nauðsynlegt er að halda sambandi við við- skiptavinina. Ég fór t. d. hér áður fyrr alltaf hringferð um landið vor og haust, en hef ekki getað komið því í verk sl. tvö ár og þykir það miður. FV: Hvað um starf sölu- mannadeildarinnar? KH: Hún hefur unnið mikið og jákvætt starf og á eftir að gegna æ mikilvægara hlutverki í sambandi við sölumennsku. Námskeiðin og fundirnir þjóna góðum tilgangi og hafa leitt margt gott af sér og ég tel, að það sé nauðsynlegt fyrir alla sölumenn að notfæra sér þau tækifseri, sem deildin býður uppá. í framtíðinni munum við beita okkur fyrir samningum og áframhaldandi menntun fé- lagsmanna og ég held t. d. að það verði nauðsynlegt að end- urtaka námskeiðið, sem nú stendur yfir í sölutækni, að ári. FV: Hver er munurinn á starfi sölumanns, sem starfar við heildsölu og þess, sem starfar fyrir framleiðanda? KH: Hann er mikill. Sölu- maður hjá heildsölu, sem sel- ur út af lager, kemur til sinna starfa og getur selt beint af lagernum. Sölumaður hjá fram- leiðanda er aftur á móti meira og minna í tengslum við fram- leiðsluna og talsverður tími hans fer í ýmis störf í sam- bandi við hana. Sölumaðurinn er fulltrúi fyrirtækisins gagn- vart viðskiptavinum og einnig tengiliður milli kaupmannanna og framleiðanda. Einnig hlýtur það, sem hann kynnist í sam- bandi við starf sitt, að hafa áhrif á framleiðsluna og inn- kaup til hennar. FV: Að lokum. KH: Ég held, að kaupstefnur séu framleiðendum hvatning til að vanda meira til framleiðsl- unnar og það er mjög mikil- vægt. TIL ALLRA ÁTTA LOFTLEIBIR

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.