Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 12

Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 12
Viðskiptalönd Eru Kínverjarnir að koma? Vaxandi viðskipti við Kínverja Stiórnmálasamband íslands og Kína, sem staðfest var með undirritun sendiherra landanna í Kaupmannahöfn 8. desember síðastliðinn, leiðir hugann að því, hvort líkindi séu til, að Kínverjar opni skrifstofu sendi- fulltrúa eða viðskiptafulltrúa hérlendis. Samkvæmt upplýs- ingum Péturs Thorsteinssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu, er hugsanlegt, að fulltrúar kínversku stjórnarinn- ar verði hér staðsettir með föstu aðsetri en endanleg ákvörðun um það verður tekin í Peking fyrir marzlok. Verlunarviðskipti íslands og Kína hafa farið vaxandi og sam- kvæmt nýjustu skýrslum Hag- stofunnar nam innflutningur frá Kína fyrstu 10 mánuði árs- ins 1971 rúmum 14 milljónum króna en rúmum 9 milljónum á jafnlöngum tíma árið áður. Aðallega er þarna um að ræða vefnaðarvöru, ýmsar iðnaðar- vörur og ávexti og grænmeti. Obbann af þessum viðskiptum annast innflutningsfyrirtækin Hnitberg og ístorg í Reykjavík. í samtali við Sigurvin Ossur- arson, forstjóra Hnitbergs, kom fram, að fyrirtæki hans hefur flutt inn kínverska dúka, hanzka og loðhúfur, sem hér hafa verið mjög eftirsóttar. Reykjavíkurlögreglan hefur t.d. keypt nokkurt magn af húfun- um fyrir vetrarbúning sinn. Af öðrum vörutegundum, sem fyr- irtæki Sigurvins hefur flutt inn má nefna hunang, te, kakó, leik- föng, hljóðfæri og ávexti. Viðskiptasambönd Sigurvins við Kína hófust árið 1959, er hann var staddur í Moskvu og notaði tækifærið til viðræðna við viðskiptafulltrúa Kínverja þar. Fimm árum síðar fór Sig- urvin á vörusýningu í Shanghai og festi þá kaup á kínverskum vörum í stærri stíl. Að sögn Sigurvins eru ýmsir örðugleikar í viðskiptum við Kína. Kínverjar hafa ekki dreif- ingarmiðstöð í Evrópu heldur verður að flytja pantanir alla leið að austan. Aðalástæðan er sú, að vörumagnið sem Kínverj- Kínverskar vörur í hillum og d veggjum í verzluninni ístorg í Reykjavík. Japanskur kaupsýslumaður gerir viðskipti d vörusýningu í Kanton. 8 FV 1 1972

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.