Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 17

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 17
Útlönd Noregur Hlutabréfakaup — ný almenningsíþrótt? Áhugi á hlutabréfakaupum fer um Noreg eins og eldur í sinu. Fólk, sem aldrei áður hefur séð hlutabréf, fylgir nú straumnum inn á hlutabréfa- markaðinn, vegna þess hversu mörg fjölskyldufyrirtæki verða almenningshlutafélög. Sá tími er liðinn. þegar umræður um hlutabréf voru takmarkaðar við lítinn hóp útvaldra. Nú eiga fleiri hlutabréf en nokkru sinni áður í sögu Noregs, og það er ósköp venjulegt fólk, sem hefur bætzt við. Verkamenn og skrif- stofumenn hafa vaxandi áhuga á að eignast hlutabréf, að sumu leyti í von um ábata, og að sumu leyti eru þeir að hugsa um „spenninginn“, sem því fylgir. Eru kaup hlutabréfa að verða ný almenningsíþrótt þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinn- ar til að hindra þá þróun? Þegar G. Block Watne A/S varð almenningshlutafélag í haust, skrifaði starfsfólk fyrir- tækisins sig fyrir hlutabréfum fyrir 200.000 norskar krónum. — Hjá Tandbergs Radiofa- brikk A/S hefur starfsfólkið mikinn áhuga á hlutabréfa- kaupum, og auk þess fær það tvo fulltrúa í stjórn fyrirtækis- ins. — Svipaðan áhuga meðal starfsfólks má sjá í öðrum fjöl- skyldufyrirtækjum, sem hafa orðið almenningsfélög. — En áhuginn nær ekki að- eins til starfsfólks. Hlutafélög- in, sem hafa opnazt almenningi, hafa dregið til sín stóran hluta almennra borgara í Noregi. HLUTHÖFUM FJÖLGAR. Fjöldi hluthafa í félögum, sem eru skráð í kauphöll, óx á skömmum tíma úr 15.000 upp í 300.000 í ársbyrjun 1971. Við síðustu áramót mun talan hafa verið miklu hærri, og búizt er við, að hlutabréfaveltan hafi ár- ið 1971 verið þrisvar sinnum meiri en hún var tveimur ár- um áður! Her er orsök þessa skyndilega hlutabréfa,,æðis“ í Noregi? Þeir, sem hafa fylgzt með, telja, að aðalorsökin séu „gullnu“ fjölskyldufyrirtækin, sem hafa verið opnuð almenn- ingi á seinasta ári og tekið með sér margar þúsundir nýrra hlut- hafa, sem hafa fjárfest í þeim. Önnur orsök er þessi: Fólk hef- ur nú meiri peninga í höndun- um en nokkurn tíma áður. Aukinn áhugi kemur fram í hreinum tölum: Um 20.000 Norðmenn skrif- uðu sig fyrir hlutabréfum, þeg- ar Sverre Munck A/S varð al- menningshlutafélag í haust. Hjá G. Block Watne A/S var fjöldinn um 14.000. Og Helly- Hansen A/S fékk áskrift um 10.000 manna, þegar það var opnað almenningi fyrir ári. Þetta eru ekki lágar tölur, þegar menn vita, að aðeins tvö norsk hlutafélög, sem eru skráð í kauphöll höfðu fleiri hluthafa en 20.000. Það eru Norsk Hydro og Borregaard. Áhuginn á hlutabréfakaupum kom einnig greinilega fram, þegar nærri 44.000 hluthafar tóku þátt í stofnun Det Norske Oljeselskap A/S snemma í haust. Forgöngumenn stofnun- arinnar voru frá öllum lands- hlutum, og það voru hluthaf- arnir líka. Fjölskyldufyrirtækin fimm, sem hafa verið opnuð almenn- ingi á seinasta ári eða munu verða það, eru þessi: Helly— Hansen A/S, Norlett A/S, Sverre Munck A/S, G. Block Watne A/S og Tandbergs Rad- Fjöldi hlutabréfa óx úr 15000 í um 300000 í ársbyrjun 1971. FV 1 1972 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.