Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 17
Útlönd Noregur Hlutabréfakaup — ný almenningsíþrótt? Áhugi á hlutabréfakaupum fer um Noreg eins og eldur í sinu. Fólk, sem aldrei áður hefur séð hlutabréf, fylgir nú straumnum inn á hlutabréfa- markaðinn, vegna þess hversu mörg fjölskyldufyrirtæki verða almenningshlutafélög. Sá tími er liðinn. þegar umræður um hlutabréf voru takmarkaðar við lítinn hóp útvaldra. Nú eiga fleiri hlutabréf en nokkru sinni áður í sögu Noregs, og það er ósköp venjulegt fólk, sem hefur bætzt við. Verkamenn og skrif- stofumenn hafa vaxandi áhuga á að eignast hlutabréf, að sumu leyti í von um ábata, og að sumu leyti eru þeir að hugsa um „spenninginn“, sem því fylgir. Eru kaup hlutabréfa að verða ný almenningsíþrótt þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinn- ar til að hindra þá þróun? Þegar G. Block Watne A/S varð almenningshlutafélag í haust, skrifaði starfsfólk fyrir- tækisins sig fyrir hlutabréfum fyrir 200.000 norskar krónum. — Hjá Tandbergs Radiofa- brikk A/S hefur starfsfólkið mikinn áhuga á hlutabréfa- kaupum, og auk þess fær það tvo fulltrúa í stjórn fyrirtækis- ins. — Svipaðan áhuga meðal starfsfólks má sjá í öðrum fjöl- skyldufyrirtækjum, sem hafa orðið almenningsfélög. — En áhuginn nær ekki að- eins til starfsfólks. Hlutafélög- in, sem hafa opnazt almenningi, hafa dregið til sín stóran hluta almennra borgara í Noregi. HLUTHÖFUM FJÖLGAR. Fjöldi hluthafa í félögum, sem eru skráð í kauphöll, óx á skömmum tíma úr 15.000 upp í 300.000 í ársbyrjun 1971. Við síðustu áramót mun talan hafa verið miklu hærri, og búizt er við, að hlutabréfaveltan hafi ár- ið 1971 verið þrisvar sinnum meiri en hún var tveimur ár- um áður! Her er orsök þessa skyndilega hlutabréfa,,æðis“ í Noregi? Þeir, sem hafa fylgzt með, telja, að aðalorsökin séu „gullnu“ fjölskyldufyrirtækin, sem hafa verið opnuð almenn- ingi á seinasta ári og tekið með sér margar þúsundir nýrra hlut- hafa, sem hafa fjárfest í þeim. Önnur orsök er þessi: Fólk hef- ur nú meiri peninga í höndun- um en nokkurn tíma áður. Aukinn áhugi kemur fram í hreinum tölum: Um 20.000 Norðmenn skrif- uðu sig fyrir hlutabréfum, þeg- ar Sverre Munck A/S varð al- menningshlutafélag í haust. Hjá G. Block Watne A/S var fjöldinn um 14.000. Og Helly- Hansen A/S fékk áskrift um 10.000 manna, þegar það var opnað almenningi fyrir ári. Þetta eru ekki lágar tölur, þegar menn vita, að aðeins tvö norsk hlutafélög, sem eru skráð í kauphöll höfðu fleiri hluthafa en 20.000. Það eru Norsk Hydro og Borregaard. Áhuginn á hlutabréfakaupum kom einnig greinilega fram, þegar nærri 44.000 hluthafar tóku þátt í stofnun Det Norske Oljeselskap A/S snemma í haust. Forgöngumenn stofnun- arinnar voru frá öllum lands- hlutum, og það voru hluthaf- arnir líka. Fjölskyldufyrirtækin fimm, sem hafa verið opnuð almenn- ingi á seinasta ári eða munu verða það, eru þessi: Helly— Hansen A/S, Norlett A/S, Sverre Munck A/S, G. Block Watne A/S og Tandbergs Rad- Fjöldi hlutabréfa óx úr 15000 í um 300000 í ársbyrjun 1971. FV 1 1972 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.