Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 21
IUarkaftsbandalög
Hvað verður um Efta?
IMær markmiði sínu en nokkru sinni fyrr
EFTA er nú nær sínu upp-
haflega takmarki að sameina
Vestur—Evrópu með næstum
300 milljónum manna í einn
markað en það hefur nokkru
sinni áður verið.
Margar fyrri tilraunir til að
ná samningum um þetta milli
ríkja í EFTA og Efnahags-
bandalagi Evrópu hafa farið
út um þúfur, svo sem fríverzl-
unarviðræðurnar árið 1958, til-
raunir Breta og annarra þjóða
til að ná samkomulagi um að-
ild að EBE á árunum 1961 og
1962, tilraunir til að tengja
bandalögin 1965 og önnur um-
sókn Breta um aðild að EBE
árið 1967. Nú hefur það hins
vegar gerzt, að samningum er
lokið um aðild Bretlands, Nor-
egs og Danmerkur að Efna-
hagsbandalaginu, og þessi ríki
eru tilbúin að undirrita að-
ildarsamninga í janúarmánuði
1972. Aðild Dana og Norð-
manna er háð úrslitum þjóðar-
atkvæðagreiðslu, sem fram fer
síðar á þessu ári. Hin sex ríkin í
EFTA, Austurríki, Finnland, ís-
land, Portúgal, Svíþjóð og Sviss,
höfðu öll byrjað samningavið-
ræður við Efnahagsbandalagið,
og var stefnt að sérstökum við-
skiptasamningum, sem byggð-
ust á meginreglunni um frí-
verzlun með iðnaðarvörur og
tækju enn fremur sérstak-
lega til sjávarafurða og land-
búnaðarafurða, að því er varð-
aði Island og Portúgal.
BYGGJA Á REYNSLUNNI
f EFTA.
í þessum margbreytilegu
samningaumleitunum, sem
munu gjörbreyta Evrópukort-
inu í efnahagsmálum, gerir
reynslan, sem hefur fengizt í
EFTA, öllum níu ríkjunum
kleift að venjast viðskiptum án
verndar gegn samkeppni er-
lendis frá. Þau geta þess vegna
horft kvíðalaus fram á sam-
keppni í framtíðinni í fríverzl-
un við ríki Efnahagsbandalags-
ins. EFTA-ríkin hafa einnig
vanizt samstarfi sín á milli um
öll viðskiptamál. og þeim mun
veitast tiltölulega auðvelt að
vinna með Efnahagsbandalag-
inu um sams konar málefni, og
jafnvel á víðara sviði. Það varp-
ar til dæmis ljósi á breytt við-
horf í þessum efnum, að bæði
Svíþjóð og Sviss skuli vilja
gera jafnvel víðtækari samn-
inga, en þeim standa til boða
hjá Efnahagsbandalaginu. Þessi
ríki eru nú tilbúin til samstarfs
á miklu víðara sviði.
Reynslan í EFTA hefur enn
fremur gert aðildarríkjunum
og aukaaðilanum Finnlandi
mögulegt að halda í við önnur
ríki í Vestur—Evrópu í hag-
vexti og aukningu viðskipta. Ár-
ið 1959 nam innflutningur og
útflutningur EFTA-ríkjanna
samtals 39.000 millj. Banda-
ríkjadollara. Árið 1971 mun
heildarupphæðin hafa verið um
100.000 millj. dollara. Jafnvel
þótt tekið sé tillit til verðlags-
hækkana á þessu tímabili, þá er
hér um merkilegan árangur að
ræða.
Samningaviðræðurnar árið
1971 voru engan veginn auð-
veldar. í byrjun ársins miðaði
mjög lítið í viðræðum Breta
um aðild, og það var ekki fyrr
en seint í maí, eftir langar
einkaviðræður Edwards Heaths
forsætisráðherra Bretlands og
Georges Pompidous forseta
Frakklands í París, að tryggt
var, að góður árangur næðist.
Þessi árangursríki „toppfund-
ur“ hafði afleiðingar á stærra
sviði, því að viðræður Dana og
Norðmanna voru að sínu leyti
komnar undir því, að Bretar
kæmust að hagkvæmum kjör-
um.
KANNA ALLAR LEIÐIR TIL
AÐ VIÐHALDA
FRÍVERZLUNINNI.
Fyrir þau sex EFTA-ríki,
sem ekki sækja um aðild að
Efnahagsbandalaginu, urðu
þáttaskilin í júlí, þegar ráð-
herranefnd Efnahagsbandalags-
ins samþykkti fríverzlunarfor-
múlu, sem Evrópunefndin hafði
lagt til að skyldi verða grund-
völlur fyrir samningaviðræð-
urnar, sem nú standa yfir milli
þessara EFTA-ríkja og Efna-
hagsbandalagsins. Öll þessi ríki
vonast til. að samningar náist
á miðju ári 1972, svo að þeir
geti tekið gildi í ársbyrjun 1973,
það er að segja á sama tíma
og hin ríkin yrðu fullgildir að-
ilar að Efnahagsbandalaginu.
Starfsemi EFTA-ráðsins mið-
aðist árið 1971 einkum við þau
flóknu vandamál, sem orsak-
ast af hinum breyttu viðhorfum
í Evrópu, og sérstaklega beind-
ist starfið að því að kanna allar
þær tæknilegu leiðir, sem koma
til greina til að viðhalda frí-
Frá EFTA-ráðstefnunni, sem haldin var að Hótel Loftleiðum í
maímánuði 1971.
FV 1 1972
17