Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 21
IUarkaftsbandalög Hvað verður um Efta? IMær markmiði sínu en nokkru sinni fyrr EFTA er nú nær sínu upp- haflega takmarki að sameina Vestur—Evrópu með næstum 300 milljónum manna í einn markað en það hefur nokkru sinni áður verið. Margar fyrri tilraunir til að ná samningum um þetta milli ríkja í EFTA og Efnahags- bandalagi Evrópu hafa farið út um þúfur, svo sem fríverzl- unarviðræðurnar árið 1958, til- raunir Breta og annarra þjóða til að ná samkomulagi um að- ild að EBE á árunum 1961 og 1962, tilraunir til að tengja bandalögin 1965 og önnur um- sókn Breta um aðild að EBE árið 1967. Nú hefur það hins vegar gerzt, að samningum er lokið um aðild Bretlands, Nor- egs og Danmerkur að Efna- hagsbandalaginu, og þessi ríki eru tilbúin að undirrita að- ildarsamninga í janúarmánuði 1972. Aðild Dana og Norð- manna er háð úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem fram fer síðar á þessu ári. Hin sex ríkin í EFTA, Austurríki, Finnland, ís- land, Portúgal, Svíþjóð og Sviss, höfðu öll byrjað samningavið- ræður við Efnahagsbandalagið, og var stefnt að sérstökum við- skiptasamningum, sem byggð- ust á meginreglunni um frí- verzlun með iðnaðarvörur og tækju enn fremur sérstak- lega til sjávarafurða og land- búnaðarafurða, að því er varð- aði Island og Portúgal. BYGGJA Á REYNSLUNNI f EFTA. í þessum margbreytilegu samningaumleitunum, sem munu gjörbreyta Evrópukort- inu í efnahagsmálum, gerir reynslan, sem hefur fengizt í EFTA, öllum níu ríkjunum kleift að venjast viðskiptum án verndar gegn samkeppni er- lendis frá. Þau geta þess vegna horft kvíðalaus fram á sam- keppni í framtíðinni í fríverzl- un við ríki Efnahagsbandalags- ins. EFTA-ríkin hafa einnig vanizt samstarfi sín á milli um öll viðskiptamál. og þeim mun veitast tiltölulega auðvelt að vinna með Efnahagsbandalag- inu um sams konar málefni, og jafnvel á víðara sviði. Það varp- ar til dæmis ljósi á breytt við- horf í þessum efnum, að bæði Svíþjóð og Sviss skuli vilja gera jafnvel víðtækari samn- inga, en þeim standa til boða hjá Efnahagsbandalaginu. Þessi ríki eru nú tilbúin til samstarfs á miklu víðara sviði. Reynslan í EFTA hefur enn fremur gert aðildarríkjunum og aukaaðilanum Finnlandi mögulegt að halda í við önnur ríki í Vestur—Evrópu í hag- vexti og aukningu viðskipta. Ár- ið 1959 nam innflutningur og útflutningur EFTA-ríkjanna samtals 39.000 millj. Banda- ríkjadollara. Árið 1971 mun heildarupphæðin hafa verið um 100.000 millj. dollara. Jafnvel þótt tekið sé tillit til verðlags- hækkana á þessu tímabili, þá er hér um merkilegan árangur að ræða. Samningaviðræðurnar árið 1971 voru engan veginn auð- veldar. í byrjun ársins miðaði mjög lítið í viðræðum Breta um aðild, og það var ekki fyrr en seint í maí, eftir langar einkaviðræður Edwards Heaths forsætisráðherra Bretlands og Georges Pompidous forseta Frakklands í París, að tryggt var, að góður árangur næðist. Þessi árangursríki „toppfund- ur“ hafði afleiðingar á stærra sviði, því að viðræður Dana og Norðmanna voru að sínu leyti komnar undir því, að Bretar kæmust að hagkvæmum kjör- um. KANNA ALLAR LEIÐIR TIL AÐ VIÐHALDA FRÍVERZLUNINNI. Fyrir þau sex EFTA-ríki, sem ekki sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu, urðu þáttaskilin í júlí, þegar ráð- herranefnd Efnahagsbandalags- ins samþykkti fríverzlunarfor- múlu, sem Evrópunefndin hafði lagt til að skyldi verða grund- völlur fyrir samningaviðræð- urnar, sem nú standa yfir milli þessara EFTA-ríkja og Efna- hagsbandalagsins. Öll þessi ríki vonast til. að samningar náist á miðju ári 1972, svo að þeir geti tekið gildi í ársbyrjun 1973, það er að segja á sama tíma og hin ríkin yrðu fullgildir að- ilar að Efnahagsbandalaginu. Starfsemi EFTA-ráðsins mið- aðist árið 1971 einkum við þau flóknu vandamál, sem orsak- ast af hinum breyttu viðhorfum í Evrópu, og sérstaklega beind- ist starfið að því að kanna allar þær tæknilegu leiðir, sem koma til greina til að viðhalda frí- Frá EFTA-ráðstefnunni, sem haldin var að Hótel Loftleiðum í maímánuði 1971. FV 1 1972 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.