Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 25

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 25
Muskie. Nú getur hann aftur sameinazt — um hvorn heldur sem er. Það er þó miður hagstætt fyr- ir Humphrey að hann hlaut útnefningu síðast og tapaði í kosningunum. Það eimir enn eftir af beiskju ungra flokks- manna og hinna frjálslyndari í garð hans eftir illdeilur og upp- þot á flokksþingi demókrata 1968. Varðandi Muskie er talið, að verði úrslit nokkurra mikil- vaegustu prófkosninganna hon- um óhagstæð, verði mesti glans- inn farinn af honum, þegar hann kemur á flokksþingið í Miami. í prófkosningunum munu kjósendur ýmist velja á milli frambjóðendaefna eða kjósa fulltrúa á flokksþingið nema hvort tveggja sé. Barátta milli þeirra Hum- Humphrey leitar á sömu mið og Muskie. phreys og Muskies á flokks- þinginu kynni að leysa ýmis öfl úr læðingi. Á það munu aðrir frambjóðendur veðja. Þó er hætt við að slík barátta leiði ekki til annars en bræðrabyltu. Til vinstri við Muskie í flokkn- um eru frjálslyndir andstæð- ingar hans, sem þó eru ekki líklegir til að hljóta almennan stuðning flokksmanna nema einhver þeirra sýni áberandi velgengni í prókosningum. Að þessu sinni fara þær líklega fram í 23 eða 24 ríkjum Banda- ríkjanna. MARGIR UM HITUNA. Hin frjálslyndu öfl verða að treysta á prófkosningarnar. En sé bent á prófkosningarnar í Flórída, er fram eiga að fara 14. marz, sem dæmi, munu þrír til fimm frambjóðendur berjast um fylgi hins frjálslyndari arms flokksins í ríkinu. Hann ræður ekki yfir nema um þriðjungi allra atkvæða demókrata í Flór- ída. Einn þessara frambjóðenda er McGovern, öldungadeildarþing- maður frá Suður—Dakótu. Hann gaf kost á sér til útnefn- ingar 1968 eftir morðið á Ró- bert Kennedy. McGovern er andstæðingur stríðsins í Indó- kína og talsmaður ýmissa fé- lagslegra umbóta heima fyrir. Honum hefur samt ekki tekizt að hrífa fólkið með sér og sýni- legt fylgi hans er lítið. Lindsay, borgarstjóri í New York, er maður mjög geðþekk- ur. en hann er nýr í flokki demókrata, og þeir sem fyrir voru munu áreiðanlega um- gangast hann sem boðflennu. Auk þessara tveggja hafa aðrir tveir komið til greina sem fram- bjóðendur frjálslyndra demó- krata, öldungadeildarþingmað- urinn Vance Hartke frá Indiana og McCarthy, fyrrverandi þing- maður í öldungadeildinni. Báðir hafa lítið fylgi. WALLACE í FULLU FJÖRI. Til hægri við Hubert Hum- phrey stendur svo Henry Jack- son, öldungadeildarþingmaður frá Washingtonríki. Um hann hafa flykkzt hægrisinnaðir þingmenn úr norðurhéruðum Flórida og ætla með því að bregða fæti fyrir áróðursmeist- arann George Wallace frá Ala- bama. En Wallace lætur engan bilbug á sér finna. Hann bauð sig fram í nafni eigin flokks 1968, en hefur nú ákveðið að reyna að hljóta útnefningu demókrataflokksins. KENNEDY VINSÆLASTUR. Sennilegt er, að atkvæði í prófkosningum i Flórida dreif- ist mjög. Hið sama verður ekki endilega upp á teningnum í prófkjöri annars staðar. Sumir frambjóðendur skerast úr leik og aðrir hljóta aukið brautar- gengi, sem enginn virðist njóta nú umfram annan. Þó að einkennilegt megi virð- ast eftir slysið hjá Chappaquid- dick 1969, er það Edward Kenn- edy. sem mestra vinsælda nýt- ur meðal fylgismanna demó- krata, Byggist þetta á skoðana- könnun, er fram fór meðal flokksmanna um það, hvern þeir vildu helzt sem forsetaefni sitt. Kennedy er enn ekki fer- tugur og hefur næga möguleika á að komast á forsetastól þó að síðar verði. Þannig metur hann líka aðstæðurnar sjálfur. Hann hefur ekki í frammi neinn undirbúning fyrir kosningabar- áttu og hefur gert ráðstafanir til þess, að nafn hans birtist ekki á kjörseðlum, þar sem lög viðkomandi ríkja heimila hon- um það. Fjölhæfasta einangrunarefnið er POLY- URETHAN jafnt í frystihús og kæliklefa, skip og báta, heitavatnslagnir, panela og plötur. Þolir 100°C að staðaldri. Lambdagildi er 0.022. VELJUM ÍSLENZKT iSLENZKAN IÐNAÐ BÖRKUR HF. HJALLAHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI. SÍMI 52042. FV 1 1972 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.