Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 25
Muskie. Nú getur hann aftur sameinazt — um hvorn heldur sem er. Það er þó miður hagstætt fyr- ir Humphrey að hann hlaut útnefningu síðast og tapaði í kosningunum. Það eimir enn eftir af beiskju ungra flokks- manna og hinna frjálslyndari í garð hans eftir illdeilur og upp- þot á flokksþingi demókrata 1968. Varðandi Muskie er talið, að verði úrslit nokkurra mikil- vaegustu prófkosninganna hon- um óhagstæð, verði mesti glans- inn farinn af honum, þegar hann kemur á flokksþingið í Miami. í prófkosningunum munu kjósendur ýmist velja á milli frambjóðendaefna eða kjósa fulltrúa á flokksþingið nema hvort tveggja sé. Barátta milli þeirra Hum- Humphrey leitar á sömu mið og Muskie. phreys og Muskies á flokks- þinginu kynni að leysa ýmis öfl úr læðingi. Á það munu aðrir frambjóðendur veðja. Þó er hætt við að slík barátta leiði ekki til annars en bræðrabyltu. Til vinstri við Muskie í flokkn- um eru frjálslyndir andstæð- ingar hans, sem þó eru ekki líklegir til að hljóta almennan stuðning flokksmanna nema einhver þeirra sýni áberandi velgengni í prókosningum. Að þessu sinni fara þær líklega fram í 23 eða 24 ríkjum Banda- ríkjanna. MARGIR UM HITUNA. Hin frjálslyndu öfl verða að treysta á prófkosningarnar. En sé bent á prófkosningarnar í Flórída, er fram eiga að fara 14. marz, sem dæmi, munu þrír til fimm frambjóðendur berjast um fylgi hins frjálslyndari arms flokksins í ríkinu. Hann ræður ekki yfir nema um þriðjungi allra atkvæða demókrata í Flór- ída. Einn þessara frambjóðenda er McGovern, öldungadeildarþing- maður frá Suður—Dakótu. Hann gaf kost á sér til útnefn- ingar 1968 eftir morðið á Ró- bert Kennedy. McGovern er andstæðingur stríðsins í Indó- kína og talsmaður ýmissa fé- lagslegra umbóta heima fyrir. Honum hefur samt ekki tekizt að hrífa fólkið með sér og sýni- legt fylgi hans er lítið. Lindsay, borgarstjóri í New York, er maður mjög geðþekk- ur. en hann er nýr í flokki demókrata, og þeir sem fyrir voru munu áreiðanlega um- gangast hann sem boðflennu. Auk þessara tveggja hafa aðrir tveir komið til greina sem fram- bjóðendur frjálslyndra demó- krata, öldungadeildarþingmað- urinn Vance Hartke frá Indiana og McCarthy, fyrrverandi þing- maður í öldungadeildinni. Báðir hafa lítið fylgi. WALLACE í FULLU FJÖRI. Til hægri við Hubert Hum- phrey stendur svo Henry Jack- son, öldungadeildarþingmaður frá Washingtonríki. Um hann hafa flykkzt hægrisinnaðir þingmenn úr norðurhéruðum Flórida og ætla með því að bregða fæti fyrir áróðursmeist- arann George Wallace frá Ala- bama. En Wallace lætur engan bilbug á sér finna. Hann bauð sig fram í nafni eigin flokks 1968, en hefur nú ákveðið að reyna að hljóta útnefningu demókrataflokksins. KENNEDY VINSÆLASTUR. Sennilegt er, að atkvæði í prófkosningum i Flórida dreif- ist mjög. Hið sama verður ekki endilega upp á teningnum í prófkjöri annars staðar. Sumir frambjóðendur skerast úr leik og aðrir hljóta aukið brautar- gengi, sem enginn virðist njóta nú umfram annan. Þó að einkennilegt megi virð- ast eftir slysið hjá Chappaquid- dick 1969, er það Edward Kenn- edy. sem mestra vinsælda nýt- ur meðal fylgismanna demó- krata, Byggist þetta á skoðana- könnun, er fram fór meðal flokksmanna um það, hvern þeir vildu helzt sem forsetaefni sitt. Kennedy er enn ekki fer- tugur og hefur næga möguleika á að komast á forsetastól þó að síðar verði. Þannig metur hann líka aðstæðurnar sjálfur. Hann hefur ekki í frammi neinn undirbúning fyrir kosningabar- áttu og hefur gert ráðstafanir til þess, að nafn hans birtist ekki á kjörseðlum, þar sem lög viðkomandi ríkja heimila hon- um það. Fjölhæfasta einangrunarefnið er POLY- URETHAN jafnt í frystihús og kæliklefa, skip og báta, heitavatnslagnir, panela og plötur. Þolir 100°C að staðaldri. Lambdagildi er 0.022. VELJUM ÍSLENZKT iSLENZKAN IÐNAÐ BÖRKUR HF. HJALLAHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI. SÍMI 52042. FV 1 1972 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.