Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Síða 31

Frjáls verslun - 01.01.1972, Síða 31
króna, enda bjóst ég þá við að hafa lítið þægilegt fyrirtæki, því innflutningshöft voru á flestum sviðum. T. d. fékk ég aðeins innflutningsleyfi fyrir 20 saumavélum fyrsta árið, en á árunum á eftir komst salan í allt að 1000 saumavélar ár- lega og hefur legið síðan milli 500-1000 á ári. Það hefur geng- ið á ýmsu á þessum tólf árum. Sveiflur hafa orðið nokkrar, en þó ekki jafn alvarlegar eins og fyrir 1960. Örðugleikar voru ýmsir á vegi innflytjanda, sér- staklega er það fjármagnsþörf- in, en með tilkomu Tollvöru- geymslunnar batnaði ástandið mikið. Það var Páll heit- inn Melsted, sem hugmyndina átti að Tollvörugeymslu í Verzlunarráðinu í lok stríðs- ins, en síðan tók ég upp þráð- inn aftur um 1953 eða 54 og er glæsilegt að sjá, hvernig Tollvörugeymslan er rekin í dag, með miklum ágætum, og hvað hún léttir á innflutnings- verzluninni. Þau erlendu fyrir- tæki, sem Gunnar Ásgeirsson h.f. verzlar við, eiga flest vör- una hér í geymslu, þar til við tökum hana út smám saman. Þannig getum við tekið út eft- ir hendinni, eins og við vilj- um eða þurfum á hverjum tíma, í stað þess að panta utan- lands frá í hvert skipti og láta þá jafnvel vöruna liggja hér á hafnarbakkanum eða festa mikið fé í henni. En ekki má gleyma gengisfellingunum, sem gerðu mikið strik í reikning- inn, bæði hjá mér og öðrum. Maður var lamaður á eftir, og svo lamaður var ég jafnvel, að Frá viðgerðaverkstœðinu fyrir saumavélar. við höfum margir verið í árum saman, enda er þessi grein ein af þeim, sem alltaf vefur upp á sig meira fjármagn, meiri lager, stærra húsrými, miklar kröfur frá neytendun- um. Til þess að mæta öllu þessu í dag, þýðir ekki að byrja, nema þá að byrja í mjög smáum stil og láta það þrosk- ast, en ekki að fara í það með stóru stökki og standa svo í vandræðum. — Nú hefur verið stofnað svonefnt Bílgreinasamband. — Hvert er lilutverk þess? — Bílgreinasambandið var stofnað við samruna Félags bifreiðainnflytjenda og Sam- bands bílaverkstæða. Þetta nýja samband vinnur að ýms- um hagsmunamálum aðila sinna gagnvart yfirvöldum og viðskiptamönnum. T. d. ætlar sambandið að gangast fyrir, að skipuð verði nefnd með þátt- töku eins fulltrúa frá samband- inu sjálfu, eins tæknimanns og eins fulltrúa tilnefndum af F.Í.B. til að fjalla um kvart- anir, sem berast út af þjón- ustu aðila Bílgreinasambands- ins, í stað þess að hlaupa þurfi í lögfræðing. Slíkar nefndir eru nú komnar víðast hvar í Evrópu og hafa gefizt sérstak- lega vel. Sambandið beitti sér fyrir breytingum á námi bif- vélavirkja, fékk til lands- ins Svía frá Bílgreinasambandi Svíþjóðar, sem þaulkunnugur er þessum málum, en breyting- in felur það í sér, að nemarn- ir fara fyrst í undirbúnings- deild í níu mánuði og síðan kannske á verkstæði í þrjá mánuði, síðan fara þeir í skóla tvisvar sinnum níu mánuði. — Við megum víst ekki láta þetta viðtal snúast eingöngu um bíla, því að viðskipti þín eru á ýmsum öðrum sviðum? — Já. Við Sveinn Björns- son ákváðum að skipta fyrir- tækinu okkar um áramótin 1959-60. Sveinn hafði áfram umboð fyrir ýmsar neyzluvör- ur, en ég tók að mér vélar og tæki, þar á meðal voru um- boð fyrir Volvo, Volvo-Penta bátavélar, Husquarna, Blau- punkt o. fl. Hinn 9. janúar 1960 var svo fyrirtækið Gunnar Ás- geirsson h.f. stofnað. Starfslið- ið var 6 manns fyrsta árið og umsetningin 12 milljónir Raitœkjaaeild. FV 1 1972 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.