Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 37
hátt laða fólk að félaginu með
trúmennsku í störfum og ljúfu
viðmóti? Allt er þetta „mikið
rannsóknarefni11, og áreiðan-
lega mjög freistandi uppistaða
í grein um kynningarmál, þó
að ekki verði rætt að sinni.
í bókhaldi félagsins er þessi
starfsemi afmörkuð við það fé,
sem beinlínis er greitt fyrir
keyptar auglýsingar, útgáfu
kynningarrita eða kaup á þeim,
gerð fræðslumynda, kostnað
við móttöku þeirra gesta, sem
boðið er til þess að þeir geti
kynnzt starfsemi félagsins af
eigin raun og borið henni von-
andi gott vitni, svo að nefndar
séu helztu greinarnar á þess-
um meiði.
120 MILLJÓNIR 1971
Um það er spurt, hve miklu
fé sé varið til þessa árlega.
Það er dálítið breytilegt, en þó
jafnan miðað við vissan hundr-
aðshluta áætlaðra tekna. Mér
þykir sennilegt, að um það
leyti, sem reikningsskil síðast
liðins árs verða Ijós, þá reyn-
ist þessi fjárhæð hafa orðið hjá
Loftleiðum einhvers staðar í
námunda við 120 milljónir
króna, og er sú tala sambæri-
leg við þær hlutfallstölur, sem
önnur flugfélög verja í þessu
skyni.
Þessi tala er breytileg, mið-
að við sölusvæði. Þar sem fé-
iagið er orðið gamalgróið, er
hundraðstalan tiltölulega lág,
en há, þar sem reynt er að afla
nýrra markaða, eða róttæk
breyting verður á samkeppnis-
aðstöðunni, og er þar nærtæk-
ast og augljósast að minna á
þotuferðirnar til og frá Skand-
inavíu og Bretlandi.
Vitanlega eru ákvarðanir
um fjárhæðir, sem veittar eru
til kynningarmála á hinum
ýmsu sölusvæðum teknar í
Reykjavík, og þar er einnig
ákveðið, hve miklu sé hyggi-
legt að verja til þess, sem þeim
á að verða að sameiginlegum
notum, t. d. fræðslumynda og
upplýsingarita, sem dreift er
til þeirra allra. í Reykjavík
er einnig reynt að samræma
gerð auglýsinga, og efla um
þær samstarf milli stöðvanna,
en eftir að Reykjavík sleppir,
tekur Frankfurtskrifstofan við,
sem er tengiliður milli skrif-
stofa Loftleiða og umboðs-
manna í Evrópu, Asíu og
Afríku, og skrifstofan í New
York, sem hefur yfirstjórn
allra sölu- og kynningarmála
vestan hafs. Hér í Reykjavík
er yfirstjórn þessara mála skipt
milli sölu- og kynningardeilda,
sem starfa vitanlega undir
handleiðslu félagsstjórnarinn-
ar.
ÞÁTTUR FORST.TÓRA
SÖLUDEILDANNA
Sú hefur orðið skipan mála,
að eftir að hér sleppir taum-
um, fá forstjórar hinna ýmsu
söludeilda tiltölulega frjálsar
hendur um auglýsinga- og
kynningarmál. Reynslan hefur
sannað, að þeim er betur en
öðrum til þess treystandi að
velja sér góða aðstoðarmenn
við gerð auglýsinga, ákvarða
hvar hyggilegast sé að birta
þær, meta réttilega, hvaða
fréttamenn kunni að reynast
Loftleiðum velviljaðir, í stuttu
máli, að sjá betur en við,
hvernig hyggilegast sé að verja
því fé, sem ætlað er til kynn-
ingarstarfsemi á því sölusvæði,
sem þeim er ætlað að tryggja,
að verði Loftleiðum arðvæn-
iegt.
Nú má vitanlega taka til við
að segja eitthvað frá einhverj-
um einstökum þáttum, gera
t. d. grein fyrir öllum þeim
aragrúa bæklinga, sem annað
hvort eru að öllu levti gefnir
út á kostnað Loftleiða, og að
frumkvæði félagsins, eða þeim,
sem félagið kostar að ein-
hverjum hluta. Á sama hátt
má einnig reyna að skýra eitt-
hvað, er varðar sjónvarpsaug-
lýsingar, undirbúningsvinnu
við auglýsingar í blöðum og
tímaritum, eða eitthvað annað
það, sem reynt er við að
glíma. En þar sem ég var beð-
inn að minnast eitthvað á ís-
landskynningu í sambandi við
starfsemi Loftleiða, þá er ef til
vill rétt að einskorða sig ein-
göngu við það aö' þessu sinni,
og reyna þá að hafa hliðsjón
Loítleiðir leggjct mikla áherzlu á að hvetja farþega sína til
að dveljast nokkra daga á Islandi á leið sinni yfir hafið. Frá
1963 er tala þessara gesta á Islandi orðin 75000.
FV 1 1972