Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 44
Stálfiskibátur, sem Bátalón í Hafnarfirði hefur smíðað fyrir Indverja. gerðar sérstakar ráðstafanir til að beina þessum skipakaupum til innlendra skipasmíðastöðva, ef þær bjóða sambærileg kjör. Yrði það framkvæmt með þeim hætti, að stjórnvöld neituðu kaupendum um leyfi eða fyrir- greiðslu til smíði fleiri þess- ara skuttogara erlendis, þar til innlendum skipasmíðastöðvum hefðu verið tryggð verkefni til rýmilegs tíma. Eigi þetta ekki aðeins að gilda um skut- togara, heldur líka aðrar stærðir fiskiskipa, sem henta til smíða hérlendis. Að dómi nefndarinnar á það að vera meginhlutverk ís- lenzku skipasmíðastöðvanna að annast smíði minni fiskiskip- anna auk viðgerða, en hún tel- ur jafnframt nauðsynlegt, að þær íslenzkar skipasmíðastöðv- ar, sem færar eru til þess, fái stærri verkefni, t. d. 400-500 brúttórúmlesta skuttogara, svo að þær geti þróazt eðlilega í smíði sem flestra algengra stærða og gerða íslenzkra fiski- skipa. Það munu vera 3-4 skipa- smíðastöðvar á íslandi, sem geta smíðað skuttogara af stærðinni 400-500 brl, þ.e.a.s. Slippstöðin á Akureyri, Stál- vík í Garðahreppi, Þorgeir og Ellert á Akranesi og Marsellíus Bernharðsson á ísafirði. Samn- ingur er þegar til við Slipp- stöðina á Akureyri um smíði á tveimur skuttogurum í öðrum stærðarflokki, eða um 1000 brl. MEÐALALDUR FISKI- SKIPA 16,1 ÁR Við athugun á meðalaldri ís- lenzkra fiskiskipa komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að árið 1961 var meðalaldur- inn á þilfarsskipum 19,3 ár, en 16,1 ár 1971. í ljós kemur, að nýjustu skipin eru í stærðar- flokkunum 200-500 brl. og eru þau 99 talsins, en næstyngst eru skip 100-200 brl. Þau eru 104 talsins samkvæmt skrám 1971. Þá var kannaður meðalaldur skipanna miðað við brúttó- rúmlestir til að fá gleggri hug- mynd um þörfina fyrir verð- mætaendurnýjun. Sá meðal- aldur reynist vera 11 ár, en þá eru togarar yfir 500 brl. ekki taldir með. Þegar endurnýjun fiskiskip- anna er höfð í huga gerir nefndin ráð fyrir, að meðal- aldur aukist ekki frá 11 árum, þ.e.a.s. að meðalhámarksaldur yrði 22 ár. Hins vegar er bent á, að ekki sé víst, að skipting skipanna í stærðarflokka hald- ist óbreytt og einnig, að gera megi ráð fyrir, að heildarstærð flotans aukist með fleiri og stærri skipum. Endurnýjunin færi fram með þeim hætti, að smíðuð væru skip af þeim gerð- um og stærðum, sem bezt þættu henta hverju sinni vegna áhrifa frá breyttri veiði- tækni, breyttum veiðiaðferð- um og breyttum ákvæðum um veiðiheimildir á ákveðnum svæðum. Endurnýjunarþörfin er áætl- uð 3800 brl. á ári. HVAÐ RÆÐUR ÁKVÖRÐUNUM UM STÆRD SKIPA? í skýrslu Fiskiskipasmíða- nefndar er að finna fróðlegar upplýsingar um það, hvernig lagaákvæði og aðrar reglur hafa áhrif á stærð skipastóls- ins; Áhugi útgerðarmanna á stærð- inni 100-105 brl. hefur verið áberandi undanfarin ár, og virðist, sem hann muni hald- ast. Lægri mörkin, 100 brl., miðast við frjálsa tryggingu skipa yfir þeirri stærð, en skyldutryggingu hjá Sam- ábyrgð Islands á fiskiskipum fyrir minni skip. Efri mörkin, undir 105 brl., eru vegna ákvæða um ákveðin veiði- svæði fyrir þessa stærð skipa. Þessi stærðarflokkur, 100-105 brl., er því til kominn fyrst og fremst vegna ákvæða í lög- um. Nefndin telur, að yrðu þessi efri mörk hækkuð að því er varðar heimild til sömu veiði- svæða, þá væri ekki efi á því, að áhugi útgerðarmanna myndi beinast að því að fá skip af stærð rétt neðan við ný mörk. Mörg skip hafa nú þegar ver- ið byggð af þessari stærð, sem getur talizt hentug til veiða á svæðum næst landi, og er gert ráð fyrir áframhaldandi áhuga á skipum af þessari stærð. Leyfi til dragnótaveiða á ákveðnum svæðum fyrir skip undir 45 brl. stuðla að öflun skipa af stærðarflokknum 40- 45 brl. Hinn mikli áhugi, sem vart hefur orðið á tveggja þilfara skuttogurum af stærðinni 400- 500 brl., er skýrður með því, að efri stærðarmörkin, undir 500 lestum, ákvarðist vegna ákvæða um stærð áhafnar, en að nokkru líka vegna aukins búnaðar, ef skipin verða yfir 500 brl. SAMIÐ UM 37 SKUT- TOGARA Áhugi útgerðarmanna er nú mestur á smíði skuttogara, 400- 500 brl. Tögarar þessir eru all- ir um 46 metrar á lengd. Nú þegar hefur verið samið um erlendis, eða samningar undir- búnir, um 27 togara af þess- ari stærð auk 10 skuttogara 800-900 brl. eða 1000-1100 brl. Samningar þessir hafa þó ekki allir verið endanlega sam- 40 FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.