Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Síða 47

Frjáls verslun - 01.01.1972, Síða 47
100 tonna stálbátur tilbúinn til sjósetningar hjá Stálvík við Arnarvog. þykktir af íslenzkum stjórn- völdum, eða aðeins 6 af stærð- arflokki 400-500 brl. og 6 af stærðinni 800-1100 brl. Fiskiskipasmíðanefnd gerir ráð fyrir, að allir þeir stærð- arflokkar, sem hér hafa verið upp taldir, muni setja svip sinn á fiskiskipaflotann í næstu framtíð. Auk þess gerir hún ráð fyrir skuttogurum af stærðinni 250-350 brl. með einu þilfari, sem gætu hentað í minni verstöðvum, og enn- fremur úthafstogurum, 2000 brl. og stærri. Þar yrði um að ræða frystiskip og verksmiðju- skip til úthafsveiða. Um þessa stærð skipa hafa verið mjög skiptar skoðanir, en rétt þótti nefndinni að gera ráð fyrir þessum stærðarflokki, þó að ekki væri tekin afstaða tii smíða á slíkum skipum að öðru leyti af hennar hálfu. Auk þessa ræddi nefndin um, að til greina kæmu 25-30 brl. bátar, 70-75 brl. bátar og ný gerð skipa i flotanum, um það bil 150 brl. rækjubátar, til veiða á úthafsrækju, ef reynsl- an leiddi í ljós, að slíkar veið- ar á landgrunninu væru arð- bær atvinnuvegur. Varðandi minnstu skip flotans, 11-15 brl., bendir nefndin á, að þau séu mörg aðeins nýtt í atvinnu- skyni bezta hluta ársins frá veðurfarslegu sjónarmiði. Þessi skip séu viðráðanleg fyrir ein- staklinga, en bent hafi verið á, að þau gætu ekki að öllu leyti talizt þjóðhagslega hag- kvæm eða heppileg, vegna til- tölulega mikils fjölda manna, sem á þeim eru, miðað við tímabundna afkastagetu og takmörkuð veiðisvæði á grunn- miðum. Ýmsir aðilar, bæði útgerðar- menn og skipstjórar, voru í grundvallaratriðum sammála nefndarmönnum um, að gera mætti ráð fyrir þeirri stærð- arflokkun, sem getið hefur verið hér að framan. Um fjölda skipa. sem bvggja ætti í hverj- um flokki var hins vegar erf- iðsra að fá tölulegar niður- stöður, enda þar um miög skintar skoðanir að ræða. Var talið. að þær færu eftir ytri aðstæðum á hverjum tíma, bæði aflamagni og ákvæðnm um veiðitakmarkanir og veiði- svæði miðað við stærðir skip- anna. Fiskiskipasmíðanefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að til þess, að meðalaldur ís- lenzkra fiskiskipa haldist ó- breyttur, þurfi árleg endur- nýjun að vera minnst um 3800 brl. á ári. AFKASTAGETA 5400 BRL. UMFRAM SAMNINGA NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN Heildarafköst íslenzkra skipasmíðastöðva til nýsmíði á árunum 1972-74 eru áætluð 9300 brl., þar af tréskip um 2000 brl., en stálskip um 7300 brl. Er þá gert ráð fyrir, að afkastagetan 1972 verði sama og 1971, en nokkur aukning á henni 1973 og 1974, sem mið- ist við eðlilega og mögulega raunhæfa aukningu starfsliðs og búnaðar. Þá er heldur ekki reiknað með neinni fjölgun skipasmíðastöðva frá því sem nú er, en hæfileg afkastageta stöðvanna til viðhalds skipum áætluð. Miðað við umsamin verkefni í desember 1971 gætu íslenzkar skipasmíðastöðvar smíðað til viðbótar gerðum samningum tréfiskiskip um það bil 1400 brl. og stálfiski- skip um það bil 4000 brl. Ef Slippstöðin á Akureyri smíð- aði 6 skuttogara 400 brúttó- x-úmlesta í stað tveggja 1000 brl, eins og enn mun vera ráð- gert, mundi heildar brúttórúm- lestafjöldi nýrra stálskipa verða 6400 brl. á þessu þriggja ára tímabili. Með þessari hugs- anlegu brevtingu á verkefnum Slippstöðvarinnar mætti smíða 15 stykki af 400 brl. skuttog- urum í innlendum skipasmíða- stöðvum næstu þrjú ár. SKÖR Á ALLA FJÖL- SKYLDUNA, ♦ Skóverzlun Sigurbjörns Þorgeirssonar h.f. Háaleitisbraut 58-60. FV 1 1972 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.