Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 49

Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 49
Rætt við Gunnar Ragnars, framkv.st]. Slippstöðvarinnar — Það háir Slippstöðinni mjög, að engin ákveðin stefna hefur verið tekin um uppbygg- ingu flotans Það var byrjað hér á fiskiskipum af ýmsum stærð- um, síðan var ráðizt í byggingu strandferðaskipanna, þar næst teknir fyrir 100 tonna bátar og nú er verið að byrja á 1000 tonna skuttogurum. Þannig mælti Gunnaj' Ragn- ars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri í viðtali við FV á dögunum. Sem kunnugt er hefur Slipp- stöðin átt við fjárhagserfiðleika að glima að undanförnu, en ný- lega var ákveðið að auka hluta- fé hennar upp í 83 milljónir króna og eru ríkið og Akureyr- arbær stærstu hluthafar. LOSA SIG VIÐ LAUSASKULDIR. — Það er ætlunin, sagði Gunnar, að nota þetta fjármagn til að losa okkur við lausaskuld- ir og ganga frá mannvirkjum og afla nýrra tækja og verk- færa. Við höfum því miður horft upp á það, að 20 menn hafa verið verklausir því að ekki voru til verkfæri handa þeim. Þau lágu á hafnarbakkan- um. en fyrirtækið hafði ekki fjármagn til að leysa þau út. Ég vona, að nú sé endi bundinn á slíka erfiðleika. — Bent hefur verið á nauð- syn þess, að stöðvarnar fái að smíða skip í seríum. Eru horf- ur á að svo verði? — Vísir að þessu er fyrir hendi en ekki meira. Það er um það að ræða, að smíða 10 skip sem virðast sams konar, en við núverandi aðstæður er alveg jafnlíklegt, að í þau færu vélar af 10 mismunandi gerðum. Til þess þarf sérteikningar og ég tel, að slík dreifing verkefn- anna sé óheppileg eins og í ljós kom varðandi teikningar að undirstöðum fyrir ljósavéi i Esju, sem gerðar voru í Dan- mörku. Þá hafa skipstjórar, t.d. á fiskiskipum, ákveðnar séróskir um ýmsa tilhögun í brúnni og staðsetningu tækja, sem taka verður tillit til. Allt þetta rýrir mjög tækifæri til raunverulegr- ar seríusmíði. ÓÆSKILEGAR SKYNDIRÁÐSTAFANIR. — Er líklegt, að þið eigið þess kost á næstu árum að smíða skuttogara í seríum? — Nú er ákveðið, að við smíð- um tvo 1000 tonna skuttogara. Önnur verkefni hefur ekki ver- ið samið um. í ársbyrjun 1970, þegar smíði Esjunnar var að Ijúka stóðum við uppi verkefna- lausir. Þá vildum við smíða 500 tonna skuttogara á færibandi, ef svo mætti segja, en það var ekki hljómgrunnur fyrir því. Þess vegna var byrjað á 100 tonna bátunum, samkvæmt heimild til að smíða á lager. Efni og vélar voru því pöntub blint. En þegar okkur skorti fé úr Fiskveiðasjóði var bent á það, þrátt fyrir þessa heimild til smíða án fyrirframgerðra samninga, að kaupanda aðskip- Systurskipin Esja og Hekla, stœrstu skip, sem smíðuð hafa verið innanlands. Slippstöðin hlaut dýrmceta reynslu af þessum verk- efnum. Samstarf við þýzka skipa- smíðastöð til athugunar FV 1 1972 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.