Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 53

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 53
,, Vanuamann eiga rot sina aö reicja tii hinnar skyndilegu breyt- ingar írá tréskipasmíði yíir í stálskipasmíði." ið. Slíkt gerist mjög sjaldan á réttum tíma. Við þurfum að fá lán með betri kjörum en nú gerist. Eg hef sjálfur orðið að treysta á ýmis laus lán með háum vöxt- um. Þessum lausu lánum þarf að breyta í vaxtalág lán til langs tíma, 15-20 ára. Réttast væri að hætta þessu alveg. Nú er reksturinn meira metnaðarmál en að fjárhags- grundvöllur sé eins og hann ætti að vera. Og það eru líka hreinar línur, að fyrr loka ég, en að ég fái ríkið til að kaupa hluta í stöðinni. Varðandi hlutaféð, sem ríkið hefur lagt í Slippstöðina á Akureyri, finnst mér, að stjórnvöld hefðu átt að láta rannsaka allar stöðvarnar og kanna, hvar meinið raunverulega er. Jón Sveinsson, Arnarvogi: „Opinbert sleifarlag bitnar á okkur“ Hvernig eignast maður fiski- skip? Sumir embættismenn ríkisins hafa það á orði um þessar mundir, að allir geti eignazt skuttogara eða bát. Þetta er að vísu nokkuð orð- um aukið, en leiðir samt hug- ann að þeirri fyrirgreiðslu, sem áhugasamir athafnamenn geta fengið, ef þeir vilja afla sér þessara atvinnutækja. FV hafði samband við Jón Sveinsson, forstjóra Stálvíkur h.f., og spurðist fyrir um skipakaup. Sagði Jón, að Stál- vík gæti nú boðið 105 lesta stálskip með 8-10 mánaða af- greiðslufresti fyrir 35 milljón- ir. Af þessari upphæð þarf kaupandi að leggja fram 10% eigið fé, en 90% fær hann að láni úr opinberum sjóðum. Þegar smíði skipsins er lok- ið, fer fram mat á því, og sagði Jón, að reynslan hefði leitt í ljós, að það væri oftast um 10% undir verði skipsins. „Eina skýringin á þessu er sú, að þeir aðilar, sem þetta mat annast, hafa ekki nægi- lega þekkingu á skipasmíði. Þá hefur opinbert sleifarlag í af- greiðslu matsins bitnað mjög illa á okkur. Sem dæmi má nefna, að skip nr. 16, sem smíðað var hjá okkur í fyrra, var tilbúið 11. júní og þá fór fram lokamat á því. Hins veg- ar var matið ekki tilbúið fyrr en 10. nóvember, og reyndist þá vera um 10% undir verði skipsins. Við vorum löngu bún- ir að afhenda skipið og höf- um átt í mjög mixlum enið- leikum með að innheimta þess- ar 3,5 milljónir til viðbótar hjá eigendum þess. Það má því segja, að þótt ríkið veiti 90% lán vegna skipasmíða hér inn- anlands á pappírnum, sé lánið í rauninni ekki nema 80%. Þessir bakreikningar fara auð- vitað mjög í taugarnar á út- gerðarmönnum, sem margir hverjir eru farnir að hugsa sig alvarlega um að kaupa frekar notuð skip í útlöndum, heldur en að láta smíða fyrir sig hér heima.“ Samkvæmt upplýsingum Jóns fóru eigendur skips nr. 16 í Stálvík fram á það við viðkomandi yfirvöld, að matið yrði endurskoðað, en því er enn ólokið. Jón sagði, að eigendur Stál- víkur íhuguðu nú alvarlega að afhenda alls ekki skip fyrr en lokamat lægi fyrir og fjár- málaástandið væri fullkomlega ljóst, jafnvel þó að áhöfn biði og bullandi fiskirí væri. „Ástandið í þessum málum er mjög alvarlegt, og ég yrði ekkert hissa á því, þó að út- gerðarmenn færu frekar til Færeyja og keyptu þar gamla dalla, heldur en að láta smíða innanlands,“ sagði Jón Sveins- son. Stefán Jóhannsson, Seyðisfirði, „Aðalvanda- málið skortur á fagmönn- um“ Þetta er allt á byrjunarstigi. Stöðvarnar hafa flestar þróazt upp úr gömlum viðgerðar- stöðvum og mjög víða er skipu- lagningu og vinnuhagræðingu ábótavant. Sumar stöðvarnar virðast líka hafa þróazt of ört. Skipasmíðastöðvarnar eru líka of margar að mínum dómi. Hér á Seyðisfirði, sem er 900 manna bær, eru þrjár skipa- smíðastöðvar með um 60 manna starfslið samtals. Þeg- ar stöðvarnar eru svona litlar, geta þær aldrei orðið góðar. Þessi iðnaður útheimtir stór og dýr tæki, sérstaklega lyftitæki og flutningatæki. Ég held, að meiri samvinna milli stöðva sé óhjákvæmileg, sérstaklega varðandi innkaup FV 1 1972 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.