Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 57

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 57
Fjölmiðlar Tímamót hjá Frjálsri verzlun Flutt í nýtt húsnæði — l\iýr ritstjéri ráðinn Fyrir tæpum fimm árum urðu þáttaskil í útgáfu tíma- ritsins Frjálsrar verzlunar. Fram til þess tíma, frá árinu 1939, höfðu ýmsir áhugamenn úr samtökum kaupsýslu- og verzlunarmanna haft útgáfuna með höndum í frístundum. En vegna þess hve menn eru al- mennt önnum kafnir nú á dög- um kom í ljós, að breyting á starfstilhögun var eðlileg. >að voru nokkrir ungir menn undir forystu Jóhanns Briem, sem tóku að sér útgáfu Frjálsr- ar verzlunar sumarið 1967. Um leið var ákveðið, að tímaritið skyldi ekki einungis vera fé- lagsblað verzlunarmanna, held- ur ná til víðari lesendahóps, og ennfremur voru á því gerðar verulegar útlitsbreytingar. Blaðið varð almennur vettvang- ur hins frjálsa framtaks á ís- landi. Á ERINDI VÍÐA. Ljóst var, að hagsmunamál hinna ýmsu lesenda voru ólík en þó að mörgu leyti skyld. Hin- ir nýju útgefendur settu sér það mark að reyna að gefa út vel skrifað blað og fjalla um þjóðmál, viðskipti og atvinnu- og efna'hagsmál auk fjölmargra annarra málaflokka á ábyrgan hátt. Efni blaðsins var slíkt, að það átti erindi til miklu fleiri en þeirra, sem í daglegu starfi voru meira eða minna viðriðnir þau mál, sem um var fjallað í Frjálsri verzlun. Áskrifenda- söfnun var því hafin í stórum stíl um land allt og mönnum gefinn kostur á kynningar- áskrift um skeið. Á stuttum tíma var verulegum fjárhæðum varið til kynningarstarfsemi og sífellt bættust við nýir, fastir áskrifendur. GÓÐ SAMVINNA. Þegar við breytinguna 1967 hófst mjög náið og ánægjulegt samstai'f hinna nýju útgefenda við ýmis félög og samtök, sér- staklega Verzlunarráð íslands, Jóhann Briem: F ramkvœmdastj órn. Markús örn Antonsson: Ritstjórn. sem hefur haft mikinn skilning á þörf fyrir þann vettvang, sem Frjáls verzlun er. Blaðið hefur líka lagt sig fram um að kynna sjónarmið verzlunarinnar, m.a. í viðtölum við ýmsa athafna- menn í fyrirtækjarekstri. Útgáfa Frjálsrar verzlunar hefur ekki verið og er ekki dans á rósum. Hún hefur þvert á móti reynzt mjög erfið á stundum. Þess vegna hefur fyr- irtækið Frjálst Framtak h.f., sem að Frjálsri verzlun stendur, hafið útgáfu nokkurra rita ann- arra til að treysta enn betur fjárhagsgrundvöll fyrir Frjálsa verzlun. Þessi rit eru viðskipta- skrárnar íslenzk fyrirtæki og Inside Iceland, auk handbókar fyrir ferðamenn, sem nefnist Iceland in a Hurry. FLUTT í NÝ HÚSAKYNNI. Um síðustu áramót flutti Frjálst framtak h.f. alla starf- semi sína í ný húsakynni að Laugavegi 178, þar sem rit- stjórnarskrifstofur Vísis voru áður. Hefur öll starfsaðstaða hjá blaðinu stórum batnað við flutningana. Um áramótin urðu einnig þær breytingar hjá blað- inu, að Markús Örn Antonsson var ráðinn ritstjóri þess. Mark- ús hefur mikla reynslu sem blaðamaður og fréttamaður, fyrst hjá Morgunblaðinu og síð- ar í sjónvarpi, og vænta útgef- endur sér mikils af starfi hans fyrir blaðið. ÁTTA FASTIR STARFSMENN. Hjá Frjálsri verzlun og fyrir- tækinu Frjálsu framtaki h.f. eru fastráðnir starfsmenn nú átta talsins. Er það allt ungt og dugmikið fólk og mun meðal- aldur starfsmanna vera um 26 ár. En auk þessa fastráðna fólks koma fjölmargir aðrir við sögu hvers blaðs. blaðamenn og greinahöfundar, ljósmyndarar, prentarar, sölumenn og inn- heimtufólk. Það er áberandi, hversu annt þessu unga starfs- liði er um hag blaðsins. And- FV 1 1972 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.