Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 63

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 63
A markaðnum Fjölbreytt úrval af aðalvélum Strangar kröfur eru gerðar til vöruflutninga nú á tímum, einnig smáskipaferða, Flutn- ingatækin verða stöðugt dýr- ari, og hið sama á við um þær vörur, sem fluttar eru. Kröfur um hagkvæma og fljóta flutninga hafa valdið víðtækri endurskipulagningu og hagræðingu í öllum grein- um samgangna, og þá ekki sízt skipaflutningum. Góður árang- ur hefur einkum náðst í vöru- flutningum, og mikið fé spar- azt. Einnig hafa orðið miklar framfarir í gerð aðalvéla fyrir skip. Að undanförnu hefur áhugi farið vaxandi á aflmiklum vél- um, á sama tíma og dregið hef- ur verið úr stærð vélarrýmis til að auka lestarrými. Af þessu hefur leitt, að þróunin stefnir í átt til vélasamstæðna með mörgum mótorum. Minnk- un vélarrýmis hefur valdið minnkun eftirspurnar eftir stórum hæggengum vélum fyr- ir minni skip, en meðal-hrað- gengir mótorar verða vinsælli. Auðvitað skipta rekstrar- öryggi og hagkvæmni mestu við val véla. Aliar kunnustu skipavélar nú á tímum eru mjög full- komnar og sameina mjög góða endingu og gott öryggi í rekstri, ef rétt er með vélarnar farið hverju sinni. Það er ekki svo að skilja, að taka verði á þeim „með silkihönzkum“, en menn verða að taka nægilegt tillit til fyrirmæla framleið- enda um meðferð þeirra. Til að ná góðum árangri verða menn að taka tillit til kaupverðs, uppsetningar- og rekstrarkostnaðar, og viðgerða- og viðhaldskostnaðar. En það er sama, hverja af hinum þekktu vélum menn fá sér, góð- ur árangur mun alltaf byggj- ast á því, að fyrirmælum um notkun og viðhald verði fylgt. Þessi regla er því miður alltof oft brotin. Hér á eftir mun verða gerð grein fyrir nokkrum kunnum skipamótorum í stuttu máli. Mjög erfitt hefur reynzt að fá samræmdar og nægilegar upp- lýsingar á þeim stutta tíma, sem var til stefnu, og verður að líta á yfirlitið sem byrjun- arverk, sem FV mun síðan auka og bæta með ítarlegri þáttum. Yfirlit yfir gerðir mótora Wichmaii Wichman bátavélarnar eru norskar. Þær hafa verið not- aðar hér á landi síðan laust eftir aldamót, og nú eru um 60 íslenzk fiskiskip búin Wich- man aðalvél. Munu um 30000 Wichman hestöfl verða í notk- un hér á landi á þessu ári. Af skuttogurum, sem eru í smíð- um, munu 6 verða búnir 7AX Wichman aðalvél. Wichman díselmótor af gerð- inni AX er ventlalaus, túrbol- eraður 2 gengis mótor, sér- staklega gerður sem aðalvél í skip. Hann er seldur 3ja til 9 strokka. Strokkafl er 250 hö við 375 snún./mín. Mótorinn er meðal þeirra aðalvéla, sem mest afl hafa miðað við stærð, þar sem aflsvið hans er 750- 2250 hestöfl. ACA gerðin er 3ja til 9 strokka, strokkafl er 125 hö við snúningshraðann 375. — ACAT gerðin er einnig frá 3ja til 9 strokka. Þá er strokkaflið 165 hö við snúningshraðann 375. Wichman diselmótorar af gerðinni DM eru 2 gengis, ventlalausir, túrboleraðir, 3ja til 9 strokka. DM er meðal hæggengur mótor, yfirleitt 450 snúninga, samfellt strokkafl 75 hö. Gerðin DMG er frá 4 til 6 strokka, 4-6000 hestöfl. Snún- ingshraðinn er 600 fyrir mótor og 375 snún./mín. fyrir skrúfu. Tæknilegar upplýsingar fyr- ir 7AX mótora: Borun: 300 mm. Slaglengd: 450 mm. Fjöldi stimpla: 7. Samfellt álag V/375 snún/ mín 1750. Hámarks álag V/375 snún/ mín 1925. Nýtanlegur meðalþrýstingur við fullt álag 9,4 kp/cnr. Brennsluolíubruni sam- kvæmt DIN6270 g/BHkt 153. Þrýstihlutfall 1:12,5. Loftþörf mVt 11700. Þyngd m/sv. hjóli, án skrúfu og öxuls 27,5 tonn. Vélin er ventlalaus. Umboðsmaður á íslandi: Einar Farestveit. Vol vo Penta Volvo Penta framleiðir báta- vélar með aflsvið frá 7 til 240 hö, bensín- og díselmótora, og hefur óvenjulega víðtæka fram- leiðslu á mótorum. Þessar vél- ar finnast í flestum gerðum báta, og í vélasamstæðum Volvo Penta mótora má fá, sem afkasta 6-800 hestöfl. MD 2 eru tveggja strokka, fjórgengar díselvélar með beinni inndælingu. Mótorinn er lítill en sterkur, og hæfir því sérstaklega smábátum. Hann er sparneytinn, eyðir um tveimur lítrum af díselolíu á klukkustund. Samfellt afl er 16,5 hö við snúningshraðann 2300. Nettóþyngd um 190 kg. Sjókæling er stillt með termo- stat, svo að hitastigið er jafnan hið hagkvæmasta til rekstrar. TMD 100 A er sex strokka, fjórgengis díselvél. Samfellt afl við 1800/2000 snúninga á mínútu er 210/225 hestöfl. Tæknilegar upplýsingar fyr- ir Volvo Penta TMD 120: Vélargerð 1) R, vélargerð 2) FV 1 1972 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.