Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 8
Island
Erlent vinnuafl:
Vikið frá settum reglum um
atvinnuleyfi „ef þörf krefur”
Enginn veit með neinni vissu
hversu margir útlendingax eru
í vinnu á Islandi um þessar
mundir, því að engin opinber
stofnun annast samantekt á
skýrslum um atvinnuleyfi fyr-
ir þá, að því er FV var tjáð
í félagsmálaráðuneytinu. Blað-
ið fékk ennfremur þær upplýs-
ingar frá öðrum heimildum, að
útlendingaeftirlitið fylgi ekki
eftir ströngustu reglum varð-
andi dvala.rleyfi erlendra
manna, sem hingað koma í
atvinnuleit, ef ástandið á
vinnumarkaðinum er þannig,
að hrýn þörf sé á mannskap.
Um veitingu atvinnuleyfis
fyrir útlending gildir sú regla,
að hann á að eiga vísa vinnu,
þegar hann kemur til landsins,
og vinnuveitandi sækir raun-
verulega um leyfið. Yfirleitt
er slíkt leyfi veitt til 6 mán-
aða í senn, þó lengur í vissum
tilfellum, t.d., þegar viðkom-
andi hefur áður starfað á ís-
landi.
SKANDINAVAK EKKI
„ÚTLENDINGAR'.
Samkvæmt lagaákvæðum
um þetta efni nær hugtakið
,.útiendingur“ ekki yfir íbúa
Norðurlandanna og þannig
hafa t.d. Færeyingar komið
hingað til lands og fengið land-
vistarleyfi án þess að þeir
hefðu fyrirfram tryggt sér at-
vinnu. Hvað aðra útlendinga
snertir hefur líka verið horft
framhjá þessu atriði, þegar
skortur hefur verið á vinnuafli.
„Það er kannski ljótt að
segja, að ströngustu reglur hafi
verið brotnar en það er slæmt,
ef bátur bíður þess að fara á
sjó og einn mann vantar um
borð eða menn vantar tilfinn-
anlega í frystihúsið,“ sagði
starfsmaður hins opinbera,
sem glöggt þekkir til þessara
mála.
EKKI FLEIRI EN
STUNDUM ÁÐUR.
Langflestir þeirra útlend-
inga, sem hér stunda atvinnu
eru Norðurlandabúar. Þó er
þjóðerni mjög mismunandi. Al-
mennt töldu þeir, sem FV hafði
tal af í sambandi við þessi
mál, að ekki væru fleiri út-
lendingar við störf hér á landi
nú en síðustu tvö til þrjú árin
en í félagsmálaráðuneytinu var
þó talið, að umsóknum um at-
vinnuleyfi færi frekar fjölg-
andi. Dreifist fólkið til ým-
issa starfa víðs vegar um land-
ið. Flestir dveljast þó í Reykja-
vík og algengustu starfsgrein-
ar eru aðstoðarstörf í verk-
smiðjum og störf í sjávarút-
vegi.
Hjá ráðuneytinu fékk FV
ennfremur þær upplýsingar að
áberandi aukning væri á hing-
aðkomum manna frá Araba-
löndum og Tyrklandi.
MARGIR SKRIFA.
Forstjóri Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurborgar sagði,
að allmargir Arabar og írar
hefðu leitað til skrifstofunnar
Við glugga útlendingaeftirlitsins á Keflavíkurflugvelli.
8
FV 6-7 1972