Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 15

Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 15
komustaður gestanna í félags- heimilinu. Henni er skipt í tvennt. Annars vegar er mat- stofa, en í hinni, sem búin er þægilegum húsgögnum, er bor- ið fram kaffi og te. Þarna er sjónvarpstæki og dansgólf og hljóðflutningsútbúnaður. Fyrir þá, sem vilja vera í ró og næði við lestur bóka eða blaða er lesstofa á næstu grösum. SÉRSTAKT TILLIT TIL BÆKLAÐRA. Mikil áherzla hefur verið lögð á að gera félagsheimilið eins þægilegt fyrir bæklaða og unnt er. Þetta kemur fram í hönnun snyrtiaðstöðu, breidd dyra og í lyftum. Nýja félagsheimilið, sem nefnist Sörredsgárden, er fyrst og fremst ætlað starfsfólki Volvo-verksmiðjanna og fjöl- skyldum þeirra og fyrrver-andi starfsfólki hjá fyrirtækinu. Hins vegar er engum utanað- komandi bannað að heimsækja heimilið. m : r í á í nýtizkulegri sundlauginni í Sörresgárden. Fjármál: Dönsk ríkisskuldabréf seld erlendum ferðamönnum Ferðamenn í Danmörku, sem orðnir eru leiðir á að kaupa smástyttur af Litlu hafmeyj- unni eða myndir frá Tivolí sem minjagripi, eiga þess nú kost að kaupa glænýtt fyrir- bæri danskrar útflutningsfram- leiðslu — dönsk ríkisskulda- bréf. Fyrir meira en fjörutíu ár- um var sett algjört bann við frjálsum útflutningi eða inn- flutningi fjármagns milli Dan- merkur og annarra landa í þessu formi. En vegna undir- búnings fyrir inngöngu Dana i Efnahagsbandalag Evrópu, sem leiða mun til niðurfellingar allra takmarkana á þessu sviði, hafa reglurnar nú þegar verið mildaðar verulega. Þar með hafa skapazt ný og eftirsókn- arverð tækifæri til fjáríesting- ar að mati sumra erlendra fjármálamanna. í fyrra ákváðu dönsk yfir- völd að leyfa sölu á skulda- bréfum fyrir 100 milljónir danskra króna (markaðsverð) til útlendinga. Þetta spurðist ekki nægilega vel út og aðeins helmingur þessarar upphæðar mun hafa selzt. Á þessu ári var aftur ákveðinn 100 milljón króna kvóti fyrir útlendinga og hefur salan að þessu sinni gengið vel, svo vel, að ákveðið er að bæta öðrum 75 milljón- um við kvótann. Bréfin seljast vegna þess hve vextir af þeim eru háir — 11% eða meira eftir eðli bréf- anna. Vextir í Danmörku eru óvenjuháir af ýmsum ástæðum, meðal annars þeim, að stjórn- völd berjast stöðugt við halla á greiðslujöfnuði og hvetja því fyrirtæki til að nota erlenda peningamarkaði í staðinn fyrir innlend lán. Skuldabréfin eru af ýmsu tagi. Það má velja bréf til lengri eða skemmri tíma og mikið er með þau verzlað þannig að þau seljast auðveld- lega. í Danmörku eru engir skattar lagðir á höfuðstól né vexti útlendinga. Bréfin er hægt að fá geymd í bönk- um í Danmörku og þeir sjá um að innheimta vexti. Vilji menn frekar fá þau úr landi er það vissulega hægt. Vegna þessa mikla áhuga, sem vart hefur orðið meðal útlendinga á skuldabréfunum á undanförnum mánuðum, er það álit sumra sérfræðinga, að verð á dönskum skuldabréfum muni hækka verulega þegar (og ef) Danmörk gengur í Efnahagsbandalag Evrópu. FV 6-7 1972 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.